Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 27
réttur er framseldur í heild. Það getur verið erfitt fyrir höfunda að sjá fyrir vinsældir verka sinna og alla möguleika til nýtingar. Hafi höfund- ur t.d. framselt rétt sinn gegn lágri eingreiðslu, en verkið malar síðan gull, nokkuð sem ekki lá í augum uppi við samningsgerð, þá er það að sjálfsögðu ósanngjarnt, að hann fái enga frekari hlutdeild í tekjunum af því. Einnig geta breyttar aðstæður og tækniþróun, sem voru ófyrir- sjáanlég, sett strik í reikninginn. Þessi almennu ákvæði höfundalaga um framsal höfundarréttar gilda um allar tegundir samninga, og verður þeim því beitt um vinnusamn- inga eftir því sem við getur átt. 3. RÉTTARSTAÐA STARFSMANNA OG VINNUVEITENDA. Lítum nú aðeins nánar á samband starfsmanna og vinnuveitenda að því er varðar höfundarréttinn. Eingöngu verður fjallað um réttarstöð- una í samskiptum fastráðinna starfsmanna og vinnuveitenda og gengið út frá því, að fyrir hendi sé venjulegur vinnusamningur milli þeirra, þ.e. að launþeginn skuldbindur sig til þess persónulega að vinna fyrir vinnuveitandann eða selur vinnuafl sitt vinnuveitandanum til ráðstöf- unar gegn föstum launum. Eitt meginatriðið í samskiptum þessara aðila er, að vinnuveitandinn eignast afraksturinn af vinnu starfsmanna sinna. I engilsaxneskum rétti eru þau sjónarmið einnig látin ráða, þegar starfsmenn vinna við gerð hugverka, sem njóta verndar höfundalaga. Aðalreglan í breskum og bandarískum rétti er sú, að vinnuveitandi fær allan höfundarrétt að verkum starfsmanna sinna um leið og þau verða til, en starfsmenn (höfundarnir) fá sjálfir aldrei höfundarrétt að þeim. Verkið verður að sjálfsögðu að vera unnið í vinnutímanum og sem hluti af skyldu- störfum starfsmanns samkvæmt vinnusamningi. Þessar reglur eru þó frávíkjanlegar, en þá verður að gera um slíkt skriflegan samning. Gagnstætt engilsaxneska kerfinu gildir í flestum löndum Evrópu, þ.á m. á Norðurlöndum, sú méginregla, sem áður hefur verið vikið að og kemur fram í 1. gr. íslensku höfundaláganna, að höfundurinn einn á höfundarrétt að verki, þegar það verður til. Réttindi annarra, þ.á m. vinnuveitenda, verða því afleidd réttindi. Þetta hefur oft verið nefnt meginlandskerfið í samskiptum starfsmanna og vinnuveitenda. I íslensku höfundalögunum eru engin ákvæði, sem fjalla sérstaklega um samband starfsmanna og vinnuveitenda, og svo er heldur ekki í höfundalögum annarra Norðurlanda. Verður því að reyna að notast við hin almennu ákvæði um framsal, sem fyrr voru rakin, þótt þau komi 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.