Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Side 27
réttur er framseldur í heild. Það getur verið erfitt fyrir höfunda að sjá fyrir vinsældir verka sinna og alla möguleika til nýtingar. Hafi höfund- ur t.d. framselt rétt sinn gegn lágri eingreiðslu, en verkið malar síðan gull, nokkuð sem ekki lá í augum uppi við samningsgerð, þá er það að sjálfsögðu ósanngjarnt, að hann fái enga frekari hlutdeild í tekjunum af því. Einnig geta breyttar aðstæður og tækniþróun, sem voru ófyrir- sjáanlég, sett strik í reikninginn. Þessi almennu ákvæði höfundalaga um framsal höfundarréttar gilda um allar tegundir samninga, og verður þeim því beitt um vinnusamn- inga eftir því sem við getur átt. 3. RÉTTARSTAÐA STARFSMANNA OG VINNUVEITENDA. Lítum nú aðeins nánar á samband starfsmanna og vinnuveitenda að því er varðar höfundarréttinn. Eingöngu verður fjallað um réttarstöð- una í samskiptum fastráðinna starfsmanna og vinnuveitenda og gengið út frá því, að fyrir hendi sé venjulegur vinnusamningur milli þeirra, þ.e. að launþeginn skuldbindur sig til þess persónulega að vinna fyrir vinnuveitandann eða selur vinnuafl sitt vinnuveitandanum til ráðstöf- unar gegn föstum launum. Eitt meginatriðið í samskiptum þessara aðila er, að vinnuveitandinn eignast afraksturinn af vinnu starfsmanna sinna. I engilsaxneskum rétti eru þau sjónarmið einnig látin ráða, þegar starfsmenn vinna við gerð hugverka, sem njóta verndar höfundalaga. Aðalreglan í breskum og bandarískum rétti er sú, að vinnuveitandi fær allan höfundarrétt að verkum starfsmanna sinna um leið og þau verða til, en starfsmenn (höfundarnir) fá sjálfir aldrei höfundarrétt að þeim. Verkið verður að sjálfsögðu að vera unnið í vinnutímanum og sem hluti af skyldu- störfum starfsmanns samkvæmt vinnusamningi. Þessar reglur eru þó frávíkjanlegar, en þá verður að gera um slíkt skriflegan samning. Gagnstætt engilsaxneska kerfinu gildir í flestum löndum Evrópu, þ.á m. á Norðurlöndum, sú méginregla, sem áður hefur verið vikið að og kemur fram í 1. gr. íslensku höfundaláganna, að höfundurinn einn á höfundarrétt að verki, þegar það verður til. Réttindi annarra, þ.á m. vinnuveitenda, verða því afleidd réttindi. Þetta hefur oft verið nefnt meginlandskerfið í samskiptum starfsmanna og vinnuveitenda. I íslensku höfundalögunum eru engin ákvæði, sem fjalla sérstaklega um samband starfsmanna og vinnuveitenda, og svo er heldur ekki í höfundalögum annarra Norðurlanda. Verður því að reyna að notast við hin almennu ákvæði um framsal, sem fyrr voru rakin, þótt þau komi 165

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.