Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 20
an. Úthlutun vegna tónflutnings fer því í raun fram tvisvar á ári, í ársbyrjun og árslok. Þessi regla gildir þó ekki um þá sem óverulegra hagsmuna hafa að gæta. Auk gjalda fyrir flutningsrétt innheimtir STEF gjöld fyrir fjöl- földunarrétt, þ.e. fyrir útgáfu verka á hljómplötum og öðrum hljóðrit- um (kassettum). Er höfundalaunum þeim sem hljómplötuframleiðend- ur greiða til STEFs og miðast við hundraðstölu af söluverði seldra ein- taka skipt upp á milli höfunda að frádregnum kostnaði, í samræmi við lengd þeirra verka sem höfundar eiga á viðkomandi plötu. b) SFH, Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Sambandið var stofnað á árinu 1973. Aðildarfélög eru þessi: Félag íslenskra hljómlistarmanna, Félag íslenskra tónlistarmanna, Félag ís- lenskra leikara, Samband íslenskra karlakóra, Samband blandaðra kóra, Samband íslenskra lúðrasveita og Samband hljómplötuframleiðenda. Fé- lagið er löggilt af menntamálaráðuneytinu. Tilgangur sambandsins er að gæta réttar flytjenda og hljómplötu- framleiðenda til heimtu gjalda af markaðshljóðritum (hljómplötum, kassettum) skv. 47. gr. höfundalaga. Helstu greiðendur eru: Ríkisútvarpið, diskótek, verslanir, vinnu- staðir og aðrir aðilar sem nota markaðshljóðrit til tónflutnings. Ríkisútvarpið greiðir ákveðna fjárhæð fyrir hverja flutningsmínútu, en greiðslugrundvöllur annarra aðila er 25% álagsgreiðsla á venjuleg STEF-gj öld. Sambandið gætir aðeins hagsmuna íslenskra rétthafa þar sem ísland hefur ekki enn fullgilt svokallaðan Rómarsáttmála frá 1961 til verndar listflytjendum og hljómplötuframleiðendum. Úthlutun nettótekna er einstaklingsbundin hjá hljómplötuframleið- endum en „kollektív" hjá flytjendafélögum, þ.e. þau leggja sinn hluta í félagssjóð. Eftir gildandi reglum rennur helmingur ráðstöfunarfjár til flytjenda og helmingur til framleiðenda. c) Rithöfundasamband íslands. Tilgangi þess er svo lýst í samþykktum sambandsins: „Tilgangur Rithöfundasambands íslands er að efla samtök íslenskra rithöfunda, gæta hagsmuna þeirra og réttar í samræmi við alþjóða- venjur, verja frelsi og heiður bókmennta og standa gegn hvers kyns ofsóknum á hendur rithöfundum í starfi þeirra.“ Þótt orðalag hér sé nokkuð hástemmt og tilgangurinn víðfeðmur samkvæmt orðanna hljóðan hefur starfsemi sambandsins mjög beinst 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.