Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 21
að höfundaréttarlégíi varðgæslu fyrir rithöfunda. Má benda á baráttu sambandsins fyrir svokölluðum „public lending right“ sem leiddi til setningar lagaákvæða um greiðslu fyrir útlán bóka úr almennings- bókasöfnum, sbr. 11. gr. 1. nr. 50/1976, svo og á frumkvæði samtakanna í sambandi við gjald fyrir ljósritun í skólum, þótt fleiri félög kæmu síðar inn í þá baráttu sem endanlega leiddi til gerðardóms, uppkveðins á árinu 1984, þar sem ríkið er skyldað til greiðslu verulégra fjárhæða til rétthafa fyrir fjölföldun þessa. Þá er það eitt meginverkefni sambandsins að semja við útgefendur, útvarpsstofnanir og aðra um greiðslur fyrir útgáfu og flutning rit- verka, en gagnstætt því sem tíðkast hjá STEFi og SFH annast sam- bandið ekki innheimtu gjaldanna og er hún í höndum höfundanna sjálfra. d) FJÖLÍS. Með samningi frá 6. maí 1983 milli menntamálaráðuneytisins ann- ars vegar og samtaka Blaðamannafélags Islands, Félags íslenskra bóka- útgefenda, Rithöfundasambands Islands, Tónskáldafélagsins og Sam- bands tónskálda og eigenda flutningsréttar hins vegar, var samið um greiðslu fyrir ljósritun og aðra hliðstæða eftirgerð íslenskra rita til notkunar við kennslu í skólum sem reknir eru af ríkinu eða styrktir eru að staðaldri af almannafé, og er svo kveðið á í samningi þessum að sérstök samtök sjái um gæslu þeirra réttinda sem samningurinn tekur til. f samningnum er kveðið á um sérstakan gerðardóm til að úrskurða um fjárhæðir og áætla síðan fjölda gjaldskyldra ljósritaðra síðna í skólum. Dómur í málinu var kveðinn upp hinn 4. maí 1984 og stofn- fundur hinna nýju samtaka var haldinn hinn 22. ágúst 1984. Samtökin hlutu nafnið FJÖLfS og samþykktir þeirra staðfestar af menntamála- ráðuneytinu 30. desember 1985. Megintilgangur þeirra er að gæta fjölföldunarréttar yfir ritum, þ.á m. að innheimta og skipta greiðslum sem inntar eru af hendi sem end- urgjald fyrir fjölföldunarrétt. Séu félögin ósammála um skiptingu kem- ur málið til kasta gerðardóms sem sker úr ágreiningi milli aðildarfélag- anna um skilning á samþykktum FJÖLfS, um meðferð fjár og skipt- ingu þess. e) Innheimtustofnun skv. 11. gr. höfundalaga (IHM). I erindi frá STEFi, SFH og Rithöfundasambandi íslands, dagsettu í febrúar 1980, er þess farið á leit að lögfest verði gjald af auðum hljóm- 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.