Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Síða 21
að höfundaréttarlégíi varðgæslu fyrir rithöfunda. Má benda á baráttu sambandsins fyrir svokölluðum „public lending right“ sem leiddi til setningar lagaákvæða um greiðslu fyrir útlán bóka úr almennings- bókasöfnum, sbr. 11. gr. 1. nr. 50/1976, svo og á frumkvæði samtakanna í sambandi við gjald fyrir ljósritun í skólum, þótt fleiri félög kæmu síðar inn í þá baráttu sem endanlega leiddi til gerðardóms, uppkveðins á árinu 1984, þar sem ríkið er skyldað til greiðslu verulégra fjárhæða til rétthafa fyrir fjölföldun þessa. Þá er það eitt meginverkefni sambandsins að semja við útgefendur, útvarpsstofnanir og aðra um greiðslur fyrir útgáfu og flutning rit- verka, en gagnstætt því sem tíðkast hjá STEFi og SFH annast sam- bandið ekki innheimtu gjaldanna og er hún í höndum höfundanna sjálfra. d) FJÖLÍS. Með samningi frá 6. maí 1983 milli menntamálaráðuneytisins ann- ars vegar og samtaka Blaðamannafélags Islands, Félags íslenskra bóka- útgefenda, Rithöfundasambands Islands, Tónskáldafélagsins og Sam- bands tónskálda og eigenda flutningsréttar hins vegar, var samið um greiðslu fyrir ljósritun og aðra hliðstæða eftirgerð íslenskra rita til notkunar við kennslu í skólum sem reknir eru af ríkinu eða styrktir eru að staðaldri af almannafé, og er svo kveðið á í samningi þessum að sérstök samtök sjái um gæslu þeirra réttinda sem samningurinn tekur til. f samningnum er kveðið á um sérstakan gerðardóm til að úrskurða um fjárhæðir og áætla síðan fjölda gjaldskyldra ljósritaðra síðna í skólum. Dómur í málinu var kveðinn upp hinn 4. maí 1984 og stofn- fundur hinna nýju samtaka var haldinn hinn 22. ágúst 1984. Samtökin hlutu nafnið FJÖLfS og samþykktir þeirra staðfestar af menntamála- ráðuneytinu 30. desember 1985. Megintilgangur þeirra er að gæta fjölföldunarréttar yfir ritum, þ.á m. að innheimta og skipta greiðslum sem inntar eru af hendi sem end- urgjald fyrir fjölföldunarrétt. Séu félögin ósammála um skiptingu kem- ur málið til kasta gerðardóms sem sker úr ágreiningi milli aðildarfélag- anna um skilning á samþykktum FJÖLfS, um meðferð fjár og skipt- ingu þess. e) Innheimtustofnun skv. 11. gr. höfundalaga (IHM). I erindi frá STEFi, SFH og Rithöfundasambandi íslands, dagsettu í febrúar 1980, er þess farið á leit að lögfest verði gjald af auðum hljóm- 159

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.