Hugur - 01.01.2008, Page 55

Hugur - 01.01.2008, Page 55
Siðferði, hugsun og ímyndunarafl 53 Heidegger gerði: „Hvers vegna er yfirhöfuð eitthvað, fremur en ekkert?" - spurning sem væntir ekki beinlínis svars, heldur tjáir grundvallarspurn gagnvart veruleik- anum. Samkvæmt þessu er það auðkenni heimspekingsins - heimspekingsins í okkur - að sjálf tilvistin vekur með honum undrunarfuUa spurn.1' Arendt vitnar í Coleridge í þessu sambandi: Hefur þú einhvern tíma leitt huga þinn að sjálfri tilvistinni, hreinlega að því að vera? Hefur þú einhvern tíma sagt íhugandi við sjálfan þig: „Það er!“ Gagntekinn í andránni, hvort sem það var maður andspænis þér, eða blóm, eða sandkorn, - í stuttu máli sagt, án tilvísunar til þessa eða hins tilvistarháttar eða -forms? Hafir þú í raun og veru náð svo langt þá muntu hafa skynjað leyndardóm sem hlýtur að hafa fyllt anda þinn lotningu og undrun. Bara orðin „Það er ekkert!“ eða „Eitt sinn var ekkert!“ eru þver- stæða [...] Að vera ekki er því ómögulegt; að vera, óskiljanlegt. Ef þú hefur öðlast þetta innsæi í skilyrðisleysi veruleikans, þá hefúrðu komist að því um leið að það var þetta, og ekkert annað, sem á fyrri öldum gagn- tók göfuga hugsuði, hina útvöldu meðal manna, með eins konar heilögum hryllingi. Þetta var það sem fékk þá til að finnast eitthvað ólýsanlega mikilfenglegra vera innra með sér en einstaklingsbundið eðli þeirra sjálfra.‘! Þótt reynslan sem Coleridge ræðir um í þessari tilvitnun sé einstök og óviðjafn- anleg, og þótt hann virðist gefa til kynna að hún sé fárra, þá er jafnframt ástæða til að draga fram hve hversdagsleg hún er. Vissulega gerum við venjulega lítið úr þeirri staðreynd að veruleikinn er til. Alla jafnan virðist okkur ekkert geta verið sjálfsagðara og ómerkilegra en einmitt það. Á hinn bóginn upplifa það flestir ef ekki allir einhvern tíma á ævinni að þeir eru skyndilega slegnir undrun vegna einhvers sem þeir eru vanir og ganga út frá sem gefnu. Þessi reynsla er fylgifiskur þess að hafa huga sem veit til sín og yfirvegar. Það sem helst greinir hugsuðinn frá öðrum er að hann álítur að þessi hæfileiki til að standa bergnuminn gagnvart veruleikanum hafi einstæða þýðingu. Hann afskrifar ekki slíka reynslu sem eitt af 11 Arcndt bendir á (The Life of the Mind, s. 114) að Platon og Aristóteles skilji eðli undrunarinnar ólíkum skilningi. Aristóteles virðist hafa skilið undrun sem furðu yfir því sem maður þekkir ekki en getur með rannsókn lært að þekkja. Undrunin er því einungis upphaf þekkingar- leitarinnar, hún fær menn til að leita þekkingar og niðurstaða þeirrar leitar ætti að vera eitt- hvað sem er betra en undrun, nefnilega þekking. Samkvæmt Platoni er undrunin á hinn bóginn grunneinkenni mannlegrar hugsunar sem þekking getur í undirstöðuatriðum ekki útrýmt. Hún er óútmáanlegur þáttur í vitund okkar um heiminn og hverfur ekki fyrr en við hættum að hugsa. Vissar hliðar mannlegrar tilvistar eru nauðsynlega leyndardómsfullar og er þess vegna, „samkvæmt skilgreiningu", ekki hægt að útskýra, heldur einungis veita athygli, reyna, lifa. Þess vegna vill Arendt túlka orð Platons í Þeœtetosi sem svo að undrunin sé allt í senn upphaf lögmál og takmark heimspekinnar. 12 Sjá Hannah Arendt, 7he Lifeof the Mind, s. 144-145. Þessa tilvitnun mætti bera saman við orð Williams James: „Því neðar sem maður stendur í vitsmunalegu tilliti því minni gáta virðist tilvistin vera honum [...] en því skýrari sem vitund hans verður því fastari tökum grípur þessi vandi hann í mikilfengleik sínum“. Some Prob/ems of Philosophy, s. 1002.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.