Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 54

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 54
svo að hverfið liggur á takmörkum mosaheiðar. Þursaskegg (A'. myo- suroides) setur allra tegunda mestan svip á landið, krummalyngs (E. hermafroditum) gætir minna en í móasefshverfinu, en móasef (J. trifidus) er hér enn allmikið. Stinnastör (C. Bigeloiuii) er áberandi, svo að hún nær oftast meiri tíðni en þursaskeggið, en flötur beggja er álíka stór. Allmikið er af fléttum, einkum fjallagrösum (Cetraria islandica). Mér virðist hverfi þetta vera að mörgu leyti skylt Juncus trifidus og Carex rigida heiði þeirri, sem Samuelsson lýsir í Finse (1916 pp. 18—24), en þau gróðurlendi telur hann skyld þursaskeggs- heiði. Hér á Kaldadal er erfitt að draga mörkin milli móasefs- og þursa- skeggshverfanna umfram það, sem áður var sagt um snjódýpt og skjól. Þursaskeggshverfið gengur víða yfir í stinnustararhverfi án skýrra marka, og sama má raunar segja um móasefshverfið. Braun Blanquet (1926 p. 253) segir um þursaskeggssveitina (Elynetum), að hún komi fyrir þar, sem er „Schneefreiheit im Winter, Austrocknung und be- tráchtliche, oft rasche Temperaturschwankungen des Standortes, die namentlich im Frújahr und Winter vielfaches Gefrieren und Auftauen zur Folge haben“. Þetta á vel við þursaskeggssveitina hér á landi, bæði í heiði og brekkum. Aðrar tegundir í hverfi þessu, sem helzt gætir eru: blávingull (Fes- tucavivipara), túnvingull (F. rubra), kornsúra (Polygonum viviparum), krossmaðra (Galium boreale), gulmaðra (G. verum) og hvítmaðra (G. pumilum). En sunnanlands er krossmaðra ein af einkennistegundum þursaskeggsheiðarinnar. Á sumurn stöðum gætir nokkuð: bugðupunts (Deschampsia flexuosa), grasvíðis (Salix herbaceá) og bláberjalyngs (Vaccinium uliginosum), í einum blettinum er rnikið af holtasóley (Dryas octopetala) og blóðbergi (Thymus arcticus). Hverfið er alltegundamargt. Litlu munar á A- og E-flokkunum. Ch gætir lítið, nema á einum bletti, þar sem holtasóleyjan er mest, en þar mun vera um afbrigði hverfisins að ræða eða jafnvel sjálfstætt gróðurhverfi, sem einnig finnst á láglendi (Steindórsson 1951 nr. 57). H er drottnandi lífmynd um 60%. Um einstaka bletti skal tekið fram: Blettir XX. 4, 6—7 eru allir frá Ormavöllum sunnanvert við Kalda- dal í um 300 m hæð, 4 er úr hraunjaðri, dældir í honum vaxnar þessu hverfi, sem hverfur yfir í mosaheiði á hryggjunum. Þursaskegg og móasef ríkja í gróðursvip, en mosinn (Rhacomitrium canescens) þekur allt að 50%. í blettum XX. 6—7 er mikill mosi, meiri þó í 6. Mikið ber á fjallagrösum (Cetraria islandica) og fleiri fléttum. Blettur XX. 5 er úr hreinni þursaskeggsheiði í Brunnum við Kaldadal í tæplega 400 m liæð. Bletturinn er á hallandi móabarði, sem 52 Flóra - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.