Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 73

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 73
Loðvíðisveitin (Salix lanata ass.). I>að sem skilur milli hinna tveggja deilda víðiheiðarinnar er, að hér verður loðvíðir (S. lanata) alltaf drottnandi tegund, bæði í svip og fleti en í grávíðisveitinni gætti hans aldrei að ráði, og vantaði oft með öllu. Þá er þursaskegg (Kobresia myosuroides) allalgengt hér, en var sjaldséð í grávíðisveitinni, nema í einu hverfi hennar. Meira er hér einnig af túnvingli (Festuca rubra). Þær tegundir, sem gætir verulega minna í loðvíðisveitinni en grávíðisveitinni, eru: grávíðir (S. glauca), grasvíðir (S. herbacea), stinnastör (C. Bigeloiuii) og hálmgresi (Calama- grostis neglecta). Staðhættir þessara tveggja sveita eru að því leyti ólíkir, að grávíðisveitin náði mestum þroska, þar sem raklent er, en loðvíðisveitin er alger þurrlendis gróðursveit, sem oft nær beztum þroska, þar sem sandur fýkur inn á gróið land. Á rannsóknarsvæðum þeim, sem hér um ræðir, er sveitin langútbreiddust á Bárðdælaafrétti, þar sem hún víða þekur stóra fláka. Á hinum svæðunum er lítið um hana en mest þó á Kili. Loðvíðiheiðin nær skemmra upp en grávíði- heiðin. Þannig er hún sjaldséð fyrir ofan 500 m hæð, hinsvegar nær hún miklu lengra niður á bóginn og er því engan veginn einkennandi fyrir hálendið, því að oft er hún þroskamest á láglendi. Loðvíðir (S. lanata) er yfirleitt stórvaxnari en grávíðir (S. glauca). Hann lyftir sér alls staðar yfir graslagið, og sums staðar einkum á láglendi myndar hann lágvaxið kjarr. Hann virðist una bezt snjólagi minna en í meðal- lagi og firrist verulegan raka í jarðvegi. Tegundir þær, sem nær ætíð finnast í loðvíðiheiðinni eru: loðvíðir (S. lanata), túnvingull (Festuca rubra), beitieski (Equisetum variegatum), klóelfting (£. arvense), og kornsúra (Polygonum viviparum). Nokkru sjaldgæfari eru: grávíðir (S. glaucd), krummalyng (£. hermafroditum), þursaskegg (K. myosuroi- des), og lambagras (Silene aculis). 68. Loðvíði-krækilyngs-bláberjalyngs hverfi (S. lanata — E. hermafro- ditum — V. uliginosum soc.) (Tab. XXVI A—B 1—3). Athuganir á þessu hverfi eru aðeins frá Bárðdælaafrétti, en annars finnst það víða um land. Frá öðrum hverfum loðvíðiheiðarinnar skil- ur hverfið sig í því, að krummalyng (£. liermafroditum) er hér drottn- andi í svip og fleti við hliðina á loðvíðinum (S. lanata), þá er bláberja- lyng (V. uligÍ7iosum) stöðug tegund með hárri tíðni, og ber oft mikið á því í gróðursvipnum, annars er bláberjalyng sjaldan áberandi í loð- víðiheiðinni og krummalyng engan veginn mikils háttar. Þá gætir og IÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.