Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 98

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Page 98
inn því meira eða minna rauðgulur eða egggulur. Hold sveppsins er af seigri gerð, minnir dálítið á lint gúmmí, og af því og öllum sveppn- um leggur sæta ilman, sem minnir á aprikósur. Vex í skóglendi. Kantarellinn er eins og sjá má af lýsingunni, auðþekktur sveppur, og engar aðrar sveppategundir líkjast honurn verulega mikið. Þó geta nokkrar tegundir af kyninu Clitocybe (skyrsveppur) minnt á hann, t. d. tegundin Clitocybe infundibuliformis, sem er algeng hér á landi en vex oftast í grasmóum en kantarellinn vex hins vegar nær alltaf í skóg- um. Blöð skyrsveppanna eru líka alltaf ljós að lit, en ekki gul eins og á kantarellinum. Kantarellinn fannst fyrst hér á landi af höfundi í Aðaldalshrauni í Þingeyjarsýslu sumarið 1961 (rétt við afleggjarann niður í Sand). Ox hann þar á dálitlu svæði í grasi vöxnu rjóðri í skóginum, senni- lega nokkur hundruð eintök. Virtist liann vera mjög fallegur og þroska- mikill jDarna. í annað sinn fann ég hann svo skammt fyrir utan eyði- býlið Sker á Látraströnd við F.yjafjörð austanverðan. Óx liann þar í lágvöxnu birkikjaiTÍ rétt við göturnar. Ekki er mér kunnugt um aðra fundarstaði sveppsins hér á landi. Hins vegar Jrykir mér sennilegt, ef dæma skal eftir útbreiðslu ýmissa annarra tegunda, að hann finnist víðar á skaganum rnilli Eyjafjarðar og Skjálfanda, og í Aðaldal. Ekki er heldur ósennilegt að hann finnist á Austfjörðum og Vestfjörðum er tímar líða fram.* Kantarellinn er algengur um mestalla Evrópu, m. a. í Skandinavíu, en hefur hvorki fundizt í Færeyjum né á Grænlandi svo vitað sé. Kantarellinn er með eftirsóttustu sveppum til matar og Jrykir mörg- um iiann beztur allra sveppa, enda er hann mjög mikið tíndur í Ev- rópu, t. d. í Svíjrjóð en Jrar er hann talinn algengasti matarsveppurinn. Hefur sums staðar kveðið svo rammt að Jressu, að sveppnum hefur ver- ið útrýmt af stórum svæðum í nánd við J^éttbýlið. Það er þó ekki eingöngu bragðið sem veldur Jrví hvað þessi svepp- ur er eftirsóttur af sveppaætum, heldur einnig Jrað hve hann er auð- þekktur og Jrví lítil hætta á að menn taki eitursveppi í misgripum fyrir hann. Auk þess virðast skordýr alveg sneiða hjá sveppnum og maðkar hann Jrví ekki. Hann er auðveldur í meðförum, þolir langan flutning án skemmda, og auðvelt er að þurrka hann og geyma þannig jafnvel um árabil. * Cantharellus cibarius hefur einnig fundizt ;í tveimur stöðum ;í Vestfjörðum, í Skjald- fannardal við norðanvert ísafjarðardjúp og í Trostansfirði við Arnarfjörð (safnað af Helga Jónassyni). Er svo að sjá sem hann vaxi víða á Vestfjörðum. 96 Flórn - tímarit um íslenzka grasafræði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.