Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 110

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.04.1966, Side 110
Hætt cr við, að félagsfræði plantnanna sé flestum Islendingum framandi hugtak, og svo flókin og erfið scm félagsfræði okkar mannanna virðist vera, er þó hætt við, að flestum finnist plöntufélagsfræðin það enn í ríkara mæli. Þó er það svo, að þegar við tökum okkur í munn orð eins og mýri, mór, flói, fen o.s.frv., þé gerum við óafvitandi mun á gróðurfélögum, enda munu flestir gera sér ljóst, að athuguðu máli, að í mýrinni vaxa yfirleitt aðrar tegundir plantna en í món- um, svo eitthvað sé nefnt. Stundum tölum við h'ka um víðigrund, lyngmó, fífuflóa o.s.frv., og gerum þá auðvitað enn frekari greinarmun á gróðurfélögum. Frá þessum almennu skilgreiningum er raunar ekki mjög langt yfir í skilgreiningar gróðurfræð- innar, sem teknar eru til meðferðar í þessari bók. Bókin Gróður á íslandi er 185 bls. í Skírnisbroti. Hún skiptist í tvo meginkafla. Fjallar fyrri kaflinn um flóru landsins al- mennt, en hinn síðari um gróðurlendin. Kaflinn um flóruna, sem telja verður eins konar innskot, gerir bókina fjölbreyttari og verðmætari sem heimildarrit. Gerir Stein- dór þar m.a. stutta grein fyrir skoðunum sinum á uppruna íslenzku flórunnar, en um Jjað efni er fjallað ýtarlega í fyrri bók hans, er áður var getið. Gróðurfra’ðin er ]>ó að vonum meginefni bókarinnar. Er henni skipt í tólf kafla, sem nefnast svo: Strandgróður, vatnagróður, jarðhitasvæði, mýrlendi, gras- og blómlendi, snjódældir, mólendi eða heiði, mosaþemba, hraun, skóglendi, bersvæðisgróður, hálendis- gróður. — Þessi skipting segir einnig til um flokkun gróðursins í stóruin dráttum, og samsvarar nokkurn veginn því sem Stein- dór kallar gróðurlendi. Hverju gróðurlendi er svo skipt niður í smærri einingar, gróður- fylki og þeim aftur í gróðtirsveitir, og þeim loks í gróðurhverfi. Sem dæmi tekur Stein- dór votlendi eða mýrlendi, en þar er star- mýrin eitt fylki, sem hefur m.a. mýrastarar- sveit en í henni getur t.d. verið mýrastarar- klófífu-hverfi. Ekki er J)ó öllum gróður- lendunum skipt niður á þennan hátt, heldur á J)etta fyrst og fremst við um mýr- lendið, enda er mýrin það gróðurlendi, sem höf. hcfur kannað langmest . Hinum gróðurlendunum er skipt meira eftir landslagi eða gerð landsins, taldar upp þær tegundir, scm oftast vaxa í hverri landsgerð og gróðurhverfi, ef skilgreinanleg eru. Skapar þetta nokkurt misræmi f bók- inni, en kemur þó minna að sök en vænta mætti. Það er hvorttveggja, að mýrlendið er hið mikilvægasta af öllum íslenzkum gróðurlendum, og Jiví höfuðnauðsyn að hafa þar raunhæfa og ýtarlega skiptingu, sem og það, að yfirleitt munu félög mýr- lendisins stöðugri og betur afmarkanleg en félög annarra gróðurlenda. Lesarinn kemst því fljólt á þá skoðun, að þessi tilhögun sé sú eðlilegasta, en auk Jjess skapar þetta til- breytingu og gerir bókina léttari aflestrar. Mestan galla á bókinni tel ég vera ]>að, að höfundur hefur ekki séð sér fært að taka verulegt tillit til lágplantnanna í gróðrinum, einkum fléttna og mosa, sem þó eru vissu- lega víða stór þáttur í gróðurfélögum lands- ins. Þetta er höfundi raunar ljóst, enda segir hann í formála bókarinnar: „Er hvorttveggja, að enn hefir sá gróður ekki verið kannaður til nokkurrar hlítar, og hitt, að fátt gat ég til þeirra mála lagt, annað en endursagnir úr ritum annarra manna". Þar stendur hnífurinn í kúnni, og nú er )>að vcrk hinna yngri grasafræðinga að bæta Jtar við sem Steindór endar, og gera gróðurfélögum lágplantnanna ýtarleg skil. Mér finnst Steindór hafa vel gert með þessu riti sínu, og miðað við allar aðstæður hans til rannsóknar- og ritstarfa, held ég, að bókin verði að teljast afrek. Steindór hefur hér vísað okkur veginn til nýrra sviða í íslenzkri grasafræði, veg, sem von- andi vcrður farinn af ýmsum, er tímar líða fram. Ljúkum vér svo þessu spjalli með orðuin Steindórs sjálf, úr formála bókarinnar: „Það er von mín, að ritkorn Jretta megi verða nokkur grundvöllur framhaldsrannsókna og um leið lítils háttar hungurvaka þeim, sem kynnast vilja gróðri lands vors.“ H. Hg. 108 Flórn - tímarit um íslenzka c.rasafræði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.