SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 2
2 20. nóvember 2011 Við mælum með Laugardagur 19. nóvember Málþing um sýninguna Þá og nú verður haldið í Listasafni Íslands kl. 11-14. Frummæl- endur verða Halldór Björn Runólfsson safnstjóri, Egill Arnarson heimspekingur, Anna Jóa, myndlistarmaður og list- gagnrýnandi, Guðni Tómasson listfræðingur og Þóra Þór- isdóttir, myndlistarmaður og listgagnrýnandi. Morgunblaðið/Ómar Málþingi um Þá og nú 16 Fjólan sem skolaði upp á Afríkustrendur Fjóla Steinsdóttir Mileris yfirgaf heimahagana ásamt landlausum eig- inmanni sínum rúmlega tvítug að aldri og bjó í 45 ár í Afríku. 20Umtalið er grimmt Kafli úr bókinni Ómunatíð eftir Styrmi Gunnarsson. 34 Erindi við framtíðina Margrét Pála Ólafsdóttir ræðir í viðtali um hugmyndir sínar og lífsskoðanir. Hún hefur skrifað bók um uppeldi og segir fjölskylduna vera verðmætasta vörumerki í heiminum. 36 Tónlistin togar stöðugt í mig Anna Þorvaldsdóttir tónskáld er höfundur Aeriality sem Sinfón- íuhljómsveit Íslands frumflytur nk. fimmtudag. Anna lauk nýverið dokt- orsnámi sínu í tónsmíðum. 38 Bókin sem varð að listaverki Þrjár konur sköpuðu eina bók sem er listaverk í 108 eintökum og er sýnt í Spark Design Space núna yfir helgina. Lesbók 42 Erum hér á jörðinni til að þroskast Á slóðum Ódysseifs er yfirskrift sýningar sem Daði Guðbjörnsson opn- ar á Kjarvalsstöðum í dag. Málverkin eru innblásin af hrakningum Ódysseifs. 47 Íslensk ljóðlist í Kína Þórarinn Eldjárn segir frá nýlegri Kínaferð íslenskra ljóðskálda sem hann segir hafa verið gríðarlegt ævintýri. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli af Sölva Blöndal. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. 6 Augnablikið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er eins-og aðrir landsfundir öðrum þræði sam-koma stórrar fjölskyldu, þarsem gamlirfélagar hittast og spjalla saman. Á svona samkundu eru menn á meðal skoðanabræðra og tala þannig. Mál manna var að setningarræða Bjarna Benediktssonar hefði verið ákaflega öflug og fallið í frjóan jarðveg á fundinum. Bjarni er orðinn reynslumikill og virðist eflast við hverja raun. Það var vel til fundið hjá honum að byrja á því að heiðra almennan flokksmann, Friðrik Jónsson, sem gekk í Félag sjálfstæðra drengja árið 1935. Bjarni sagði frá því að Friðrik hafi verið í flokknum þegar landhelgin var 3 mílur, en nú sé hann níræður og mættur á landsfundinn til að taka þátt í því að móta framtíð Íslands. Þegar Bjarni var að fara í gegnum þetta varð manni hugsað til þess hvað þjóðfélagið hefur tekið gríð- arlegum breytingum til góðs á einni mannsævi og maður skildi betur stolt sjálfstæðismanna yfir arfleið sinni. Hann fór í gegnum það hvernig þeir sömu stjórnmálamenn og gátu ekki einu sinni stutt neyðarlögin sem Geir H. Haarde kom á og bjarg- aði Íslandi frá skuldasúpu sem aldrei hefði verið hægt að vinna sig útúr hefðu komið á Landsdómi og sett Geir á sakamannabekk. Það þarf svosem ekki Bjarna til að minna Íslendinga á skömm þeirra stjórnmálamanna sem komu á þessum pólitísku réttarhöldum. Hún er ævarandi. Hann minntist á hvernig pólitísk rétttrúnaðar- hugsun tröllríður öllu og hvernig sótt er að tján- ingarfrelsinu en ný lög um fjölmiðla sem Alþingi samþykkti í vor eru enn eitt dæmið um hvernig ríkið ætlar að múlbinda fólk. Svo sagði hann: „Trúfrelsið er misskilið. Sumir virðast halda að það snúist um að enginn megi hafa neina trú – og alveg sérstaklega ekki kristna. Maður sér á öllu að hugmyndin um réttarríkið er léttvæg fundin. Lögum og reglum er breytt í sífellu. Hótað eign- arnámi og þjóðnýtingu. Niðurstaða Hæstaréttar vegna kosningarinnar um stjórnlagaþingið var að engu höfð. Niðurstaða Hæstaréttar!“ Svo benti hann á að þegar nefnd um erlenda fjárfestingu komst að niðurstöðu í Magma-málinu var komið á fót nýrri nefnd, án allrar lagastoðar, til að end- urskoða málið með þeirri réttlætingu að hinn pólitíski vilji lægi fyrir. Bjarni minntist þess þegar hann var á Alþingi þegar á það var ráðist og sagðist hafa séð reiði og vonbrigði fólksins í augum þess. Hann minntist þess þegar fylgi flokksins var í frjálsu falli og hvernig flokkurinn hefði aðeins fengið 23,7% í kosningunum um vorið 2009 og misst 9 þing- menn. Svo sagði hann: „Ári síðar, skömmu fyrir landsfundinn okkar í fyrra, var fylgið komið í 30%. Núna, þegar við komum saman í þriðja sinn á þremur árum mælist fylgið 36%. Í dag er Sjálf- stæðisflokkurinn með langmest fylgi allra stjórn- málaflokka í landinu. Við myndum bæta við okk- ur 11 þingmönnum í kosningum.“ Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Bjarni minntist á það að fjárfestingar hafa ekki verið minni á Íslandi síðan frá stofnun lýðveldisins. Morgunblaðið/Ómar Kraftmikil ræða 19. nóvember Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu ann- arrar hljóð- versplötu sinnar Svefns og vöku skil í Salnum laugardags- kvöldið 19. nóvember kl. 21. Á þessu ári hafa Árstíðir farið þrjár ferðir utan og leikið í fimm löndum við góðar und- irtektir. 20. nóvember Kór Lang- holtskirkju heldur tón- leika á messu- degi heilagrar Sesselju í Langholtskirkju. Á efnisskrá eru verk eftir Eric Whitacre, Arvo Pärt, Knud Ny- stedt, Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri. Stjórnandi er Jón Stef- ánsson. Ungnauta entracode, erlent kr. kg2449 50%afsláttur Ungnauta roast beef, erlent kr. kg2298 Verð áður 3849 kr. kg 40%afsláttur – fyrst og fre mst ódýr!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.