SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 14
24. október 1996. Quarashi gefur út sína fyrstu smá- skífu, Switchstance. Sveitin samanstendur af Sölva Blöndal, Steinari Orra Fjeldsted og Höskuldi Ólafssyni. Fyrsti plötudómur Quarashi birtist í Morgunblaðinu. 1 Tímalína QUARASHI 15.október 1997. Quarashi gefur út sína fyrstu breiðskífu, samnefnda bandinu. 2 Eftir að hafa tekið upp Popp í Reykjavík árið 1998 og spilað um landið þvert og endilangt, fer Sölvi til Suður-Ameríku, og dvelur þar í rúmlega hálft ár. 3 Þegar hann kemur til baka byrjar hann að semja fyrir aðra breiðskífu Quarashi, Xeneizes. Platan kemur út í lok september árið 1999. Quarashi varð fyrsta hljómsveitin á Íslandi og kannski víðar til að gefa út lag á mp3-formi en það var í samstarfi viðmbl.is. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þáverandi borgarstjóri hlóð niður fyrsta laginu. Platan var nefnd í höfuðið á aðdáendaklúbbi Boca Juniors í Buenos Aires, tileinkuð fólki sem Sölvi hafði hitt þar. 4 Í framhaldi af Iceland Airwaves árið 1999 flytur hljómsveitin til Bandaríkjanna í byrjun árs 2000 og dvelur þar meira eða minna næstu tvö árin. Þarna hefur Ómar Hauksson gengið til liðs við sveitina. Fjórmenningarnir búa í New York og vinna að næstu breiðskífu. 5 Quarashi skrifar undir plötu- samning við Colombia Records árið 2000 og EMI árið 2001. 6 Breiðskífan Jinx kom út árið 2002. „Í kjölfarið byrjuðum við að túra eins og brjálæðingar,“ segir Sölvi. „Svo mikið að Steini sneri sig einu sinni á fæti og þurfti að koma fram í hjólastól fyrir framan 30.000 manns, þegar við hituðum upp fyrir Eminem í Washington DC. Við spiluðum um öll Bandaríkin þver og endilöng á þessum tíma, og heimsóttum nánast hvert einasta ríki.“ Platan Jinx kom út um allan heim og hefur selst í tæplega hálfri milljón eintaka. 7 þéttur kjarni, sem flestir hverjir eru útlensk- ir, sem hafa verið ódrepandi í að breiða út boðskapinn,“ segir Sölvi sem er þakklátur fyrir þetta. „Eins og hjá svo mörgum listamönnum hef ég alltaf verið þjakaður af sjálfsefa. Þetta lifði þarna þó ég hefði algjörlega sleppt takinu. Það fóru blóð, sviti og tár í þessar plötur á all- an hátt. List er ekki eitthvað sem ég skutla fram úr erminni. Ég þarf að hafa virkilega fyrir þessu,“ segir hann. Vann í greiningardeild Kaupþings Sölvi spilaði á trommur í pönksveitum í nokkur ár áður en hann stofnaði Quarashi. Það skýrir það ef til vill að sveitin var aldrei hreinræktuð hipp hopp-sveit. Stafræna upp- tökutæknin var líka að byrja á þessum tíma og naut Sölvi sín við takkana. Tónlist sveitarinnar var tilraunakennd og sveitin tók oftar en ekki áhættu, ekki síst í upphafi ferilsins með óhefðbundnum útsetn- ingum. „Þegar við vorum að gera þetta fannst okkur þetta hinsvegar afskaplega mikið popp!“ Síðan Quarashi leið undir lok hefur Sölvi aðeins haft tónlist sem áhugamál. „Eftir að Quarashi hætti fór ég í hagfræði við Háskóla Íslands. Seinasta árið mitt í hagfræðinni vann ég síðan í greiningardeild Kaupþings. Ég fann mjög fljótlega að mig langaði að prófa eitt- hvað nýtt og halda áfram í námi þannig að ég hætti þar í ágúst 2008,“ segir Sölvi sem var fluttur til Svíþjóðar og byrjaður í meistara- námi í hagfræði þegar hrunið varð. „Ég horfði síðan á Ísland hrynja á netinu. Ég er ekki einn af þeim sem vissu að þetta myndi gerast. Ef það var til klúbbur þeirra sem vissu hvað væri fyrir höndum þá var ég ekki í honum. Ef maður vissi alltaf hvenær kreppur kæmu yrðu aldrei neinar kreppur!“ Í fótspor afa sinna Hann tók meistaragráðuna við Stokkhólms- háskóla. „Ég fékk að heyra það eftir að ég var kominn út að ég væri að feta í fótspor beggja afa minna sem námu hagfræði við sama skóla,“ segir hann. Varstu alltaf góður í stærðfræði? „Hefði ég ætlað að fara í eitthvert öruggt nám þá hefði ég farið í sagnfræði en ég varð að fá áskorun. Ég les mikið af sagnfræðibók- um því mér finnst það skemmtilegt. Góð tón- list er oft góð stærðfræði. Ég er ágætis stærð- fræðingur en ég þurfti að hafa fyrir þessu.“ Sölvi segir að þegar hann fór í hagfræðina hafi hann lokað svolítið á sitt fyrra líf. „Ég fór úr því að vera einhvers konar poppstjarna í að sitja í flíspeysu í tíma í Odda. Þetta voru svolítið þung skref úr poppbransanum yfir í Háskóla Íslands,“ segir Sölvi sem fór í námið af fullum þunga. „Poppstjörnuheimurinn er þegar allt kem- ur til alls mjög upptekinn af sjálfum sér og snýst í kringum sjálfan sig. Þannig langar mig ekki að lifa. Góði hlutinn af listalífinu er að það er ótrúlega gaman að skapa.“ En eru hagfræðingar ekki nýju poppstjörn- urnar? Íslendingar eru allavega almennt farn- ir að þekkja nöfn margra hagfræðinga eftir hrun. „Persónulega finnst mér hagfræðin mjög falleg fræðigrein. Það höfðar til mín að það sé hægt með henni að hafa jákvæð áhrif á fólk,“ segir hann og vísar til einnar af poppstjörnum hagfræðinnar, Jeffreys Sachs, sem meðal annars hefur fjallað um hvernig það geti haft jákvæð áhrif á hagvöxt og heiminn að fleiri hafi greiðan aðgang að vatni. Hagfræði getur svo sannarlega verið hluti af því að koma fleirum upp fyrir fátækramörk, segir Sölvi, og hægt er að sýna fram á að ríkari hluti heims- ins njóti góðs af því að fátækari hlutinn kom- ist upp fyrir þessi mörk. „Það finnst mér heillandi.“ Allir hafa skoðun á hagfræði Er hinn hlutlausi hagfræðingur til? „Eftir því sem ég hef tekið þátt í fleiri rannsóknum þeim mun meira hef ég reynt að fjarlægja mínar pólitískar skoðanir. Ég var einu sinni mikill vinstrimaður í hjarta en er kannski hægri krati í haus!“ Sölvi hefur fundið góða leið til að sameina hagfræði og áhugamálið sagnfræði. „Ég les frekar mikið um hagsöguna. Mér finnst það skemmtilegt en þetta er ótrúlega vanmetið fyrirbæri innan hagfræðinnar og er að alltaf verða stærra og stærra.“ Hann bendir á að núna virðist allir hafa skoðun á hagfræði. „Hrunið hefur breytt miklu. Það er svolítið sérstakt með hagfræð- ina. Ég þekki marga eðlisfræðinga og þeir lenda ekki í því að fólk hafi almennt skoðun á eðlisfræði. En það hafa allir skoðun á hag- fræði. Ég reyni að fela það í lengstu lög að ég sé hagfræðingur þegar ég mæti í partí!“ Hann segir að framhaldsnámið í Svíþjóð hafi gert honum mjög gott. „Ég kynntist hag- fræði algjörlega uppá nýtt þegar ég flutti til Svíþjóðar. Ég var búinn að fá leiða hérna heima. Það hefur líka verið mjög gaman að vinna með sænskum hagfræðingum,“ segir Sölvi sem kann reglulega vel við sig í Svíþjóð. „Það ef margt í fari þeirra sem hentar mér vel, reglusemi, formlegheit og fleira.“ Hann dvaldi þó í sumar á Íslandi. „Ég skrif- aði eina skýrslu í sumar með Ásgeiri Jónssyni fyrrverandi hagfræðingi hjá Kaupþingi um íbúðamarkaðinn á Íslandi þannig að ég hef ekkert sleppt hendinni alveg af landinu.“ Gott að þurfa ekki að keyra Honum finnst gott að búa í Stokkhólmi, sem er stærsta borgin á Norðurlöndunum, en á Stokkhólmssvæðinu búa rúmar tvær milljónir manna. „Ég kann mjög vel við mig þarna. Ég þarf til dæmis ekki að eiga bíl, það að keyra fyllir mig mjög neikvæðri spennu!“ Frumburðurinn mun því fæðast í borginni og hlakkar Sölvi mjög til. Hann segist til að byrja með hafa hugsað eins og sumir: „Er líf- inu núna lokið?!?“ og grínast með að það hafi hvarflað að honum hvort hann þyrfti að flytja í Garðabæinn, grilla pylsur og fá sér vinnu á Hagstofunni. Hann hefur að undanförnu verið að vinna að stórri rannsókn fyrir Seðlabankann í Sví- þjóð. „Þetta er verkefni sem ég fékk beint eftir námið en einn af prófessorunum mínum bauð mér að vera með. Maður situr í herbergi með mörgum öðrum og er að rýna í tölur. Við vorum að búa til fasteignaindex sem nær aft- ur til ársins 1880. Það auðveldar Seðlabank- anum að bera kennsl á fasteignabólur.“ Ekki nóg að græða pening Hann kann vel við að vinna í lausamennsku eins og við svona rannsóknir. „Ég kann að meta frelsið sem því fylgir. Ég hef ekki viljað binda mig,“ segir hann en útilokar ekki að hann muni binda sig í fasta vinnu síðar. „Tónlistin mun alltaf verða stór hluti af mínu lífi og ég ætla ekki lengur að neita því,“ segir Sölvi, sem komst að þeirri niðurstöðu ’ Þegar ég fór í hagfræðina lokaði ég svolítið á mitt fyrra líf. Ég fór úr því að vera einhvers konar poppstjarna í að sitja í flíspeysu í tíma í Odda. Þetta voru svolítið þung skref úr poppbransanum yfir í Háskóla Íslands.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.