SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 47
20. nóvember 2011 47 Þórarinn Eldjárn var í hópi sexíslenskra skálda sem nýlegafóru á ljóðahátíð í Kína á vegumKínversk-íslenska menning- arsjóðsins. Þetta er önnur ljóðahátíðin sem sjóðurinn stendur fyrir en í fyrra var haldin ljóðahátíð í Norræna húsinu þar sem íslensk skáld og kínversk komu fram auk skálda frá Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum, Japan og fleiri löndum. Slíkar hátíðir eiga að verða árlegur við- burður. Kínversk-íslenski menningarsjóðurinn var stofnaður árið 2010 með fjárframlagi frá fjárfestinum og ljóðskáldinu Huang Nubo, en ljóð eftir hann er birt hér á þessari síðu. Hjörleifur Sveinbjörnsson er formaður sjóðsins en þeir Nubo eru vinir frá háskólaárum Hjörleifs í Kína. Til- gangur sjóðsins er að efla menningar- samskipti milli Kína og Asíulanda og Ís- lands og annarra landa í Norður-Evrópu. Auk Þórarins voru á ljóðahátíðinni skáldin Sigurður Guðmundsson, Stein- unn Sigurðardóttir, Gerður Kristný, Ing- unn Snædal og Sigurbjörg Þrastardóttir og skáld frá Finnlandi, Svíþjóð, Græn- landi, Japan og vitaskuld Kína. Þórarinn segir úr mörgu að moða eftir ferðina. „Fengurinn að samstarfi eins og þessu er gífurlegur því þarna myndast mikil tengsl milli skálda og ljóðin sem þarna eru flutt koma út í bókum í tengslum við ljóðahátíðirnar og smám saman verður til mikill bunki þýddra ljóða frá Asíu og Norður-Evrópu hér og þar,“ segir Þórarinn. Hefurðu komið áður til Kína? „Ég hef aldrei áður komið til Kína og allt var þetta gríðarlegt ævintýri. Ekki síst var gaman hitta kínversku ljóð- skáldin og kynnast viðhorfum þeirra. Ljóðlistin er ákaflega hátt skrifuð í kín- verskri menningu og er þar í öndvegi. Kínverjar eiga kveðskap sem er eldri en Íslandsbyggð og fornir bragarhættir lifa þar góðu lífi en vitaskuld hefur orðið þróun í kínverskri ljóðagerð sem í aðra röndina stjórnast af utanaðkomandi áhrifum eins og frá vestrænum módern- isma. Þannig að kínversk ljóðlist er ekki bara eitthvað eitt.“ Hvar komuð þið skáldin fram? „Við vorum í Peking og Gulufjöllum. Í Peking fór fram málþing á vegum fyrir- tækis Nubos í samvinnu við Háskólann í Peking og ljóðarannsóknarstofnun sem þar starfar. Á vegum háskólans voru einnig umræður þar sem rætt var um ýmsa fleti ljóðlistar og fjallað um tengsl hefðarinnar við nútímaljóðlist. Þar kom margt forvitnilegt fram hjá Kínverjum, að sumu leyti skylt því sem við þekkjum en að öðru leyti ekki. Þeir hafa áhyggjur af því að ljóðlistin nái ekki til almennings og einn þeirra sagði að í Kína væru fleiri skáld en lesendur ljóðanna. Slíkt væri auðvitað mikið vandamál ef Ísland ætti í hlut en Kína er svo stórt að ef til vill kemur það síður að sök þar. Í Gulufjöll- um var síðan upplestur.“ Voru fleiri menningarviðburðir í Peking sem tengdust Íslandi? „Í háskólabókasafninu í Peking var opnuð sýning á ljósmyndum eftir Kristin Ingvarsson af íslenskum skáldum í tilefni af 40 ára afmæli stjórnmálasambands Kína og Íslands. Og í nýju tónleikahöll- inni í Peking, sem lætur Hörpu líta út eins og dálítið útihús, voru haldnir tón- leikar með Diddú og Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur sem stóðu sig frábær- lega.“ Hvernig er andrúmsloftið í Kína? „Í bókstaflegum skilningi er sjálft and- rúmsloftið í Peking ekki mjög hollt, en það var gaman að skynja þann mikla kraft sem liggur í loftinu. Þarna er margt að gerast. Maður verður hálfringlaður því andstæðurnar í þjóðfélaginu eru svo miklar. Það er skrýtið, eftir að hafa alist upp við að hugsa um Kína á dögum Ma- ós, að koma svo allt í einu inn í þjóðfélag þar sem þessi gríðarlega breyting hefur orðið. Maður hefur vitaskuld heyrt af þessu en það er magnað að sjá og finna þennan hrikalega neyslukapítalisma í kommúnistalandi. Þarna slær saman hlutum sem maður hélt hér áður að ættu ekkert sameiginlegt. Birtist líka á tvíeggjaðan hátt í menningunni og ljóð- listinni. Kínversk-sænska ljóðskáldið Li Li var með okkur og sagði að nú hefðu menn miklu frjálsari hendur en áður til að yrkja um hvað sem er en um leið sýndu færri því áhuga. Til dæmis hefði mjög dregið úr aðsókn á upplestra því nú er svo margt annað sem glepur. Um leið verður þessi ljóðaheimur meira akadem- ískur, eins og gjarna á Vesturlöndum þótt ástandið sé samt ekki eins firrt og í Bandaríkjunun þar sem eiginlega öll meiriháttar ljóðskáld virðast tilheyra há- skólum. Það var gaman að vera þarna þessa daga og fá skyndilega að stíga inn í heim sem maður hefur alltaf vitað að væri til. Ég er jafnaldri kínversku byltingarinnar og kynntist landinu fyrst ungur drengur sem var ónýtur að borða. Þá var sagt við mig að maturinn minn yrði tekinn og sendur til fátæku barnanna í Kína ef ég drifi hann ekki í mig. Þetta stoðaði lítt, því mín vegna máttu kínversku börnin alveg fá matinn minn. Það hefði verið hið besta mál af minni hálfu.“ Íslensk ljóðlist í Kína Þórarinn Eldjárn segir frá nýlegri Kínaferð ís- lenskra ljóðskálda sem hann segir hafa verið gríðarlegt ævintýri. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Þórarinn Eldjárn í Kína: „Maður verður hálf ringlaður því andstæðurnar í þjóðfélaginu eru svo miklar.“ Ljósmynd/Unnur Ólafsdóttir Skáldin sem hittust voru frá Norðurlöndum, Japan og Kína. „Fengurinn að samstarfi eins og þessu er gífurlegur því þarna myndast mikil tengsl milli skálda,“ segir Þórarinn. Ljósmynd/Unnur Ólafsdóttir Indjánahöfðingi selur mér hvalbein Hólk eins og undir sálir eða anda Hann stingur á sig dollurunum og muldrar í barminn Ég sé sjálfan mig fljúga inn í hólkinn Indjánahöfðinginn segir hárri röddu að hólkurinn sé tvö þúsund ára gamalt handverk Forfeður þeirra drápu stórhveli en þrjú hundruð úr ættbálknum hafði stórhvelið gleypt Dag hvern beindu þau hatri sínu að hólknum úr höfuðskel hvalsins Sagan sagði að eftir tvö þúsund ár kæmi maður og keypti hólkinn og þá gætu þau gleymt áhyggjum sínum og hatri Ég sé sjálfan mig berjast um í hólknum meðan þrjú hundruð sálir rekja þrjú hundruð raunir en í höfuðskel sinni hremmir stórhvelið okkur fast Ég hugsa með mér: Kannski er þetta veröldin í dag og heimsins tákn Hvað um það Með sjálfan mig í farangrinum og sálirnar þrjú hundruð sný ég aftur til Beijing 30. júní 2009, í þriðju búðum á McKinley-fjalli Huang Nubo Hvalbeinið í Takena

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.