SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 29
20. nóvember 2011 29 6. - 12. nóvember 2011 1. Einvígið – Arnaldur Indriðason / Vaka- Helgafell 2. Gamling- inn sem skreið út um gluggann – Jonas Jonas- son / JPV útgáfa 3. Stóra Disney köku- & brauðb. – Walt Disney / Edda 4. Ný náttúra – Ýmsir höfundar / Crymogea 5. Húshjálpin – Kathryn Stockett / JPV útgáfa 6. Hollráð Hugos – Hugo Þóris- son / Salka 7. Uppeldi er ævintýri – Margrét Pála Ólafsdóttir / Bókafélagið 8. Eldum íslenskt með kokka- landsliðinu – Ýmsir höfundar / Sögur 9. Málverkið – Ólafur Jóhann Ólafsson / Vaka-Helgafell 10. Hjarta mannsins – Jón Kal- man Stefánsson / Bjartur Frá áramótum 1. Gamlinginn sem skreið út um gluggann – Jonas Jo- nasson / JPV útgáfa 2. Ég man þig – Yrsa Sig- urðardóttir / Veröld 3. Stóra Disney köku- & brauðb. – Walt Disney / Edda 4. 10 árum yngri á 10 vikum – Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 5. Einn dagur – David Nicholls / Bjartur 6. Bollakökur Rikku – Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 7. Djöflastjarnan – Jo Nesbø / Undirheimar 8. Betri næring – betra líf – Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 9. Frelsarinn – Jo Nesbø / Upp- heimar 10. Ljósa – Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell Bóksölulisti Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Skannaðu kóðann til að lesa Í veiði gengur maður ekki aðneinu vísu og ekki síst þessvegna er maður tilbúinn aðláta sig hafa það að standa tímunum saman í vatni eða á og bíða eftir því að eitthvað óvænt gerist. Það er líklega það óvænta sem heillar mig mest við veiðina – og það, að maður getur svindl- að á tímanum; hann stendur í stað á meðan maður er í veiði. Maður eldist ekki á meðan! Þegar þú hættir að veiða fer lífsklukkan aftur í gang,“ segir Bubbi Mort- hens. Út er komin bókin Veiði- sögur eftir hann. Fjöldi mynda Einars Fals Ingólfssonar prýðir bókina. Varðandi sögurnar í bókinni segist Bubbi hafa valið nokkrar ár og ákveðið að segja sögur af ein- um eða tveimur löxum sem hann veiddi í hverri. „Þetta er falleg bók og vönduð, eins og mér finnst veiðibækur eiga að vera. Það var nostrað við hana og mik- ið lagt í útlit og hönnun. Veiði- bækur eiga að vera þannig að þær stytti veturinn. Ef veiðibók nær að stytta manni stundir á milli veiðitímabila er tilganginum náð,“ segir tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn við Sunnudags- moggann. Bubbi nefnir í bókinni að það hafi tekið svolítinn tíma að átta sig á því, að ekki væri málið að veiða sem mest. „Sjáðu til, þegar menn veiddu í gamla daga á Íslandi voru þeir að draga björg í bú. Menn veiddu ekki lax sér til skemmtunar eða litu á laxveiði sem sport, eins og t.d. Bretar, sem kenndu okkur að veiða á flugu, höfðu gert öldum saman. Á ákveðnum tíma varð lax dýrari en nautakjöt og menn veiddu hratt og mikið, seldu í búðir og höfðu vel upp úr því. Ég ólst upp við þann hugsunarhátt að enginn væri veiðimaður nema hann kæmi með drápsklyfjar til baka. Hér átti að drepa eins mik- ið og hægt var á stuttum tíma. Þegar ég var lítill strákur sagði pabbi minn mér hins vegar frá því að ég yrði að sýna bráðinni virðingu og vera hófsamur.“ Faðir Bubba veiddi til að drýgja tekjurnar en hafði þetta samt í sér, segir sonurinn. „Þegar ég fór að veiða fyrir al- vöru sem ungur maður birtust myndir í blöðunum af mönnum eins og Tóta tönn, með 150 laxa eftir tveggja daga veiðiferð; þetta var takmarkið. Síðan síaðist það inn í mig, ekki síst vegna skrifa Víglundar Möller, ritstjóra Veiðimannsins, eins besta penna sem skrifað hef- ur um veiði hér á landi, og Björns Blöndal, bónda í Stafholtsey og veiðimanns, að veiði snerist um meira en bara að drepa.“ Bubbi bendir á að lax- veiðimenn glími við stofn sem sannarlega sé í útrýmingarhættu. „Þegar ég veiði hirði ég líklega einn lax af hverjum 10. Ég var ekki einu sinni svo „grimmur“ í sumar – ætli ég hafi ekki hirt fimm laxa. Ég fæ meiri gleði út úr því að vera á bakkanum og renna saman við umhverfið. Þetta er orðið lífsstíll og snýst ekki bara um veiðina sjálfa.“ Jólabækurnar Bubbi Morthens að veiðum á Nessvæðinu í í Laxá í Aðaldal. Einar Falur Ingólfsson Tíminn stöðvast í veiði Bubbi Morthens er veiðimaður af lífi og sál og í nýrri bók segir hann veðisögur. Fjöldi mynda Einars Fals Ingólfs- sonar prýðir bókina. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Bubbi með góðan feng. Einar Falur Ingólfsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.