SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 34
34 20. nóvember 2011 sinn, sem ég ætla að stíga til hliðar og gera eitthvað annað, fæ ég tilboð eða er beðin um að halda áfram í einhverju sem tengist skólamálunum. Svo hér sit ég enn á sex- tugsaldri. Þegar mér var svo boðið að skrifa bók um þessa rösklega 30 ára reynslu mína í stað þess að halda fyr- irlestra og spjalla, ákvað ég að slá til. Þannig get ég mögulega gert örlítið meira gagn á þessu sviði.“ Verðmætasta vörumerkið Elur fólk ekki börnin sín rétt upp? „Sei, sei, jú, en alltaf má gera betur. Sérstaklega í ljósi þess að fjölskyldur eru orðnar óöruggari en áður í hlutverkinu og taka sér hvorki umhugsun né tíma til að ræða og skilja og ákveða svo margt í upp- eldinu. Það má nefna að ég hef dáðst að því hvað fólk er miklu betra við börn en áður var. En góður við er ekki sama og góður fyrir og þar hefur okkur hrakað. Það vantar sem sagt ekkert upp á gæsku og ást til barna en um leið þurfa að fylgja skynsamlegar reglur, aðhald og stíf ábyrgð. Ég býst við að mörg okkar, sem ólumst upp við mjög strangar reglur, vilj- um hafa meira frelsi fyrir okkar börn. Vandinn er að í einlægri viðleitni okkar til að gefa börnum meira frelsi, meiri athygli og meiri tíma, gleymdum við að taka með aðhaldið, festuna og allt það sem fylgir því að vera góð fyrir börn. Sjáðu til, ef börn þyrftu eingöngu ást- ina, athyglina og kærleikann, kæmu þau nánast fullsköpuð til okkar – en það er alls ekki svo. Þau fæðast mest veikburða nán- ast allra afkvæma spendýra á jörðunni, sem þýðir að þau þurfa gríðarlega hjálp til að vaxa upp. Við eigum að passa upp á einstaklingsathyglina og einstaklings- styrkinn hjá þeim og gerum það yfirleitt vel, en jafnhliða verðum við að horfa á fé- lagshæfnina og agann sem þarf til að taka þátt í samfélagi, ekki einfélagi Ég vona að þessi bók geti vakið ein- hverjar nýjar hugsanir um fjölskylduna og barnauppeldið og í því skyni skrifaði ég dálítinn kafla um Fjölskylduna ehf. sem er algengasta og verðmætasta vörumerki í öllum heiminum. Í öllum þessum fyr- irtækjum eru gríðarlegar eignir, bæði fast- ar og á fæti, og veltan er hvorki meira né minna en allar tekjur fólks – og stundum gott betur. Skuldirnar eru umtalsverðar og það er gríðarlega mikið í húfi að fyr- irtækið skili arði fyrir alla hlutaðeigendur. Í hefðbundnu fyrirtæki þarf fram- kvæmdastjóra, stjórnarformann, stefnu- mótun, gæðaferla og endurmat og fleira og fleira og Fjölskyldan ehf. þarf líka sitt. Í stuttu máli gæti verið tilvalið að taka heimilisreksturinn og barnauppeldið af sömu festu og önnur verkefni og gleymum svo ekki að vera bæði góð við börn og fyrir börn. Þetta útheimtir vinnu og aftur vinnu. Ég hef stundum sagt gamansögu af því þegar dóttir mín og tengdasonur voru að ræða jólamatinn og hvort kengúrúfile, rjúpur a la mamma og amma eða bara eitthvað allt annað yrði á borðum. Ég hoppaði á gólfinu og spurði: Hvenær ætlið þið að ræða alvörumálin, þið með þrjú börn og meirihluta þeirra hvatvísan og vel virkan? Hvernig á að haga aðfangadegi til að létta börnunum biðina? Hvernig á að standa að pakkaopnun með allt þetta magn; opna í áföngum eða geyma til morguns? Hvað með spennufallið og jóla- dagsmorgun? Kengúrufile skiptir minnstu máli, en hvað með að skipuleggja fjöl- skyldulífið og tilvistarferlið fyrir krakkak- rílin? Ég mæli einfaldlega með röð og reglu innan þessa mikilvæga fyrirtækis, sem við öll tilheyrum á einn eða annan hátt. Ég mæli með fjölskyldufundum og fjöl- „Það voru efalaust margar ástæður. Fjölskyldan flosnaði upp úr sveitinni og flutti á mölina eftir að móðir mín veiktist illa af geðhvarfasýki eða var maníu- depressív eins og það heitir. Hún var inni og úti af sjúkrahúsum í mörg ár og að auki var áfengisneysla í kringum mig í fjöl- skyldunni. Við áttum erfitt með að fóta okkur sem fjölskylda í skugga geðveik- innar. Ég var ekki alltaf mjög lukkulegt ungmenni. Ég vissi ekki einu sinni af því að ég væri lesbía og það skapaði mér mikla óhamingju á unglingsárunum. Af mörgum ástæðum átti ég ansi erfitt með að sættast við lífið og finna sjálfa mig. Þegar ég fór að vinna á barnaheimili sá ég fljótt að ef ég stóð mig vel í starfinu, leið börnunum betur að kvöldi. Ég gat skipt máli fyrir líðan þessara barna. Það var ótrúleg uppgötvun fyrir mig, feiminn ungling, sem var sjálf komin með lítið kríli. Ég heillaðist líka af því hlýja og verndandi kvennasamfélagi sem var á vinnustaðnum þar sem voru ráð undir rifi hverju. Allar þessar konur voru tilbúnar til að styðja mig í móðurhlutverkinu, hvetja mig og leiðbeina mér. Ekki veitti af. Ég uppgötvaði sem sagt að í þessu starfi gæti ég skipt máli og ákvað að læra fagið. Ég ætlaði mér alls ekki að vera rétt- indalaus aðstoðarkona því ég sá fljótlega að ég vildi gera margt öðruvísi og vildi hafa bevís upp á að geta farið mínar eigin leiðir. Mér fannst svo stórmerkilegt að ég gæti gert eitthvað sem skipti máli fyrir samfélagið og hjálpað til að auka réttlæti og hamingju barna. Ég er haldin réttlæt- isþráhyggju. Löngu hætt að reyna að skil- greina hana, ég veit bara að hún er þarna einhvers staðar. Þannig að ég hugsaði með mér: Ég ætla að sækja þessi réttindi í upp- eldismenntun. Þá get ég skemmt mér við þessa vinnu þegar ég vil en svo fer ég í al- vörunámið og alvöruvinnuna. En í hvert Uppeldi er ævintýri er bók þarsem Margrét Pála Ólafsdóttir,stofnandi og höfundur Hjalla-stefnunnar, fjallar um uppeldi barna. „Núna er ég að skrifa niður í fyrsta sinn það sem ég hef verið að tala um í yfir þrjátíu ár,“ segir Margrét Pála. „Ég vona svo innilega að þessi bók fái þokkalegar viðtökur því þá eru það skilaboð til mín og annars Hjallastefnufólks um að við eigum framtíðarerindi. Bók er nefnilega fram- tíðin á meðan fyrirlestrar og samræður eru nútíðin. Ég vona að ég eigi erindi við framtíðina.“ Hvaðan sprettur áhugi þinn á börnum? „Fjölskylda mín er ótrúlegt barnafólk. Mamma var slík barnakerling að öll börn í nágrenninu urðu sjálfkrafa hennar börn. Þannig var pabbi líka og öll hans fjöl- skylda. Þess vegna síaðist inn hjá mér og öllum mínum systkinum að börn væru sameign sem allir ættu að sinna og það al- mennilega. Ég er alin upp í litlum hreppi fyrir norðan, uppi á Hólsfjöllum nánar til- tekið. Þar voru bara nokkrir bæir í ein- angraðri sveit og sjálfsagt þótti að börn færu á milli bæja og ættu athvarf alls stað- ar. Þetta lærðist. Ég var samt ekki þessi unglingur sem gekk um grátbiðjandi að fá að passa í næstu húsum. Hins vegar var ég þjóðnýtt af eldri systrum mínum í pössun og fannst stundum nóg um. Ég ætlaði aldrei inn á uppeldissviðið. En þegar ég var að flosna upp úr mennta- skólanámi, komin með lítið barn og í sam- búð, var mér boðin vinna á leikskóla. Ég sló til, datt inn og heillaðist. Þarna sann- færðist ég enn og aftur um það að börn þyrftu mikið af góðu fólki í kringum sig. Ég vissi hvað það var að vera barn og líða ekki alltaf vel.“ Í skugga geðveiki Af hverju varstu óhamingjusöm? Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Erindi við framtíðina Margrét Pála Ólafsdóttir ræðir í viðtali um hugmyndir sínar og lífsskoðanir. Hún hefur skrifað bók um uppeldi og segir fjölskylduna vera verðmætasta vörumerki í heiminum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.