SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 41
20. nóvember 2011 41 LÁRÉTT 1. Stefnið, sem sagt, að því að koma fram með áréttingu. (11) 7. Gráðan með óánægjuópi fæst einhvern veginn með læknisfræðilegum tækjum. (9) 9. Í leikriti inniheldur melóna næstum því dramm en ekki alveg enn. (9) 10. Renna að staðarneti í búðinni. (10) 11. Kíki inn fyrir smáan. (6) 13. Ha, sláturfélag gerir einhvern harðorðan. (5) 15. Keyrði Unnur á óþekktan? (7) 17. Útkljá rugling á 1000 og einum á fáförnum stað. (8) 18. Sel ullarlagð sem hljóðfæri. (5) 19. Alþýðusambandið sneiddi erlendar. (7) 22. Vinsæl kaka í helvíti? (11) 23. Heilagur er skyndilega farinn og flúinn. (8) 25. Hefðbundinn vandinn er um smáttsneidda baun. (11) 27. 1099 grefur samtals með stórri upphæð. (10) 28. Sjá, einkennisstafi æri með kúlum. (8) 31. Við innnes flækist lærlingur. (9) 32. Halló, bilaðar með einhvers konar grun um lull. (10) LÓÐRÉTT 2. Þú sem Færeyingur skeri fyrir ferðamann. (7) 3. Einn ógni með bor fyrir viðsnúningi hjá fugli. (9) 4. Limurinn fær á einhvern hátt lyktina. (8) 5. Galopinn missir op sitt og verður brjálaður. (6) 6. Að aumingjum hallar sér með þokkalegar. (10) 7. Lækni afundna með plöntu. (9) 8. Hvít nær að fanga hest. (7) 12. Ósk Ólafs er farin til ólærðrar. (12) 13. Rámur borðaður af sjómanninum (8) 14. Sá sem drepur alla er Evrópubúi. (6) 16. Að lokum Þór tók með menntun sinni eftir jól vanabindandi efni. (9) 20. Bogi sat einn með grískri furðuskepnu. (6) 21. Mikið dottnar eru þannig. (10) 22. Verðir á daginn fá morgunmat. (9) 24. Ekki gömul mætir hávaða við kúgun. (7) 26. Þari að fara til þess staðar. (6) 28. Stússa í héraði. (5) 29. Tónsvið er á mörkum ullarinnar. (4) 30. Þær eru miklar, kindurnar. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 20. nóvember rennur út á hádegi 25. nóvember. Nafn vinnings- hafans birtist í blaðinu 27. nóvember. Heppinn þátt- takandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafar krossgát- unnar 13. nóvember eru Óli og Bella, Syðri-Reykjum IV, Biskupstungum. Þau hljóta að launum bókina Fallið er hátt eftir Önnu Grue. Vaka-Helgafell gefur út. Krossgátuverðlaun Evrópumót landsliða sem lauk í Hakildiki í Grikklandi um síð- ustu helgi markar tímamót í skáksögunni; í fyrsta sinn vinna Þjóðverjar sigur í meiri háttar flokkakeppni. Bestu skákmenn þeirra fóru í „verkfall“ fyrir Ól- ympíumótið í fyrra en sættir hafa tekist og þeir mættu til leiks í sérsniðnum jakkafötum, með þjálfarann Uwe Bönsch og sérstaka aðstoð frá fyrrverandi FIDE-heimsmeistara, Ka- simdhshanov. Í lokaumferðinni unnu Þjóðverjar Armena 2½:1½, hlutu 15 stig. Aserar komu næstir með 14 stig og 23 vinn- inga og Ungverjar fengu bronsið með 13 stig og 23 vinninga. Íslendingar náðu bestum ár- angri Norðurlandaþjóða, hlutu 8 stig og 18 vinninga og voru vel yfir ætluðum árangri sem setti liðið í 32. sæti. Forföll háðu lið- inu ekki og það náði vel saman. Undirbúningur á mótstað gekk vel en það er sláandi hvernig tölvutæknin hefur bylt öllum vinnubrögðum. Þrátt fyrir það stendur „gamli skólinn“ enn fyrir sínu. Mikið var um óvænt úrslit á Evrópumótinu. Búlgarar með Topalov og Cheprainov léku þar sérstætt hlutverk. Þegar þeir unnu Rússa 3:1 í 4. umferð spáðu margir þeim öruggum sigri. Í næstu umferð unnu þeir Þjóð- verja með sömu tölum. Formsatriði að klára þetta? Ó, nei! Í 7. umferð var skyndilega úr þeim allur vindur og þeir töpuðu fyrir Aserum ½:3½ og í lok- umferðinni 0:4 fyrir Ungverjum og enduðu í 7. sæti. Gamla stórveldið Rússland var með langsterkasta liðið á papp- írnum en tapaði fyrst fyrir Búlg- örum og svo fyrir Aserum. Rússana hefur sárlega vantað leiðtoga eftir að Kasparov hætti að tefla. Margar afar athyglisverðar skákir voru tefldar á mótinu. Óvæntustu úrslitin teljast þegar Hjövar Steinn lagði Shirov. En stundum slapp stóri fiskurinn og magnað dæmi má finna í við- ureign Dana við Armena í fimmtu umferð. Lev Aronjan kom hingað til lands á Reykjavíkurmótið 2004 og vakti síðan mikla athygli þegar hann vann hraðskákhluta Reykjavík rapid sem fram fór í kjölfarið, varð þar fyrir ofan sjálfan Kasparov. Hann hefur haldið sér í hópi fimm stiga- hæstu skákmanna heims und- anfarin misseri en merki oflætis komu fram á Evrópumótinu og ekki síst í eftirfarandi skák. Hann tefldi alltof hratt og hafði ekkert fram að færa. Sune Berg tefldi hinsvegar af miklum þrótti og og átti nægan tíma á klukkunni þegar Aronjan hafði leikið sínum 37. leik. EM landsliða 2011: Sune Berg Hansen – Lev Ar- onjan Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 a6 6. Bb3 d6 7. O-O O-O 8. Bg5 Ba7 9. Rbd2 Kh8 10. h3 h6 11. Be3 Bxe3 12. fxe3 Re7 13. Rh4 Rg6 14. De1 a5 15. a4 c6 16. d4 Bd7 17. Dg3 Kh7 18. Rf5 Be6 19. Bc2 Re8 20. Hf2 f6 21. Df3 Rh8 22. Haf1 Db6 23. b3 Dc7 24. g4 b5 25. h4 bxa4 26. bxa4 Dd8 27. Dg3 g6 28. g5 gxf5 29. exf5 Bc8 30. dxe5 dxe5 31. Re4 Ha7 32. Dg4 Db6 33. Kh1 Ba6 34. Hg1 Hg7 35. Dh5 Rf7 36. g6 Kh8 37. gxf7 Dxe3 -Sjá stöðumynd- Í reynd er það sérstakt afrek að finna ekki vinningsleik í þessari stöðu; ég hef fundið fimm leiki sem allir vinna að mati tölvuforritsins „Houdini“ 38. Hg6 +16,30, 38. Rg5 +9,15, 38. Kh2 +6,59, 38. Hg5 +4,38, 38. Hxg7+2,18. En Sune Berg var of veiðibráð- ur: 38. fxe8(D)?? Dh3+ 39. Hh2 Hxg1+ - og hvítur gafst upp því að eftir 40. Kxg1 kemur 40. …. Df1 mát! Við fundum sárlega til með Sune Berg. Heppnin fylgir þeim sterka, sagði Capablanca. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Danskurinn missti þann stóra Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.