SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 35
20. nóvember 2011 35 „Ójá, aldrei skal ég afneita því. En sem betur fer átti dóttir mín föður og föð- urömmu og mamma og pabbi og systur mínar umföðmuðu okkur og sinntu barninu alla tíð. Allt þetta fólk lagði gjörva hönd að uppeldi dóttur minnar og hún er afskaplega vel heppnuð félagsleg uppeld- isafurð. Ég var bara krakkaflón með lítið vit á því hvað ég var með í höndunum. Var samt um margt bærilegasta mamma; elsk- aði krílið mitt en var oft vanmáttug og þurfti aðstoð. Svo kom ég úr felum og við pabbi hennar skildum, hann flutti norður og hún var hjá honum á vetrurna. Ég átti sumrin og skólaleyfin sem voru þá lengri en nú er og svo flugum við mæðgur milli landshluta mánaðarlega. Hún gjörþekkti orðið alla ferðamáta milli Akureyrar og Reykjavíkur eftir þessi fimm ár sem við lifðum þessu lífi. Þannig var ég oft ekki til staðar fyrir hana og missti af mörgu. Sag- an af mér sem mömmu er sem sagt köflótt og bæði á hvítum reitum og svörtum og öllu litrófinu þar á milli. Það reyndist mér kraftaverk að upp- götva að ég hafði samt alltaf verið að gera mitt besta þó það hafi ekki alltaf verið merkilegt. Þegar ég áttaði mig á því, gat ég byrjað á að fyrirgefa sjálfri mér mistökin og tímann sem við vorum aðskildar. Þá loks gekk ég frjáls að því verkefni að vera móðir unglings og síðar vinkona ungrar konu og loks amma barnanna hennar. Barnabörnin voru tækifæri númer tvö í skyldureglum, sem allir undirrita og eru hafðar á áberandi stað. Síðan er nauðsyn- legt að hafa endurmat á því hvernig hafi gengið og hvort einhverju eigi að breyta. Ég sting upp á að fólk sameinist einu sinni í viku við tiltekt, að fjölskyldan borði kvöldmatinn saman, eigi sér fasta morg- unrútínu og yfirhöfuð ríki röð, regla og rútína á heimilinu eða R-reglurnar eins og ég segi stundum. En fyrst og síðast er ég bara að tala mitt hjarta hreint, segja það sem mér finnst og það sem menntun mín og reynsla, mitt eigið uppeldi og eigin hugsjónir hafa kennt mér um það hvað virkar best með börnum og hvað ekki. Ég bið samt alla um að taka leiðbein- ingum mínum með fyrirvara því enginn einn hefur rétt fyrir sér. Aðalatriðið er að fjölskyldur hugsi sín mál, tali um þau, skipuleggi og taki ákvarðanir um það hvað virkar fyrir þær. Ég segi við fjölskyldur: Hlustið á sérfræðinga, leitið aðstoðar hjá sálfræðingum og fleiri ráðgjöfum en mun- ið alltaf að þið rekið fyrirtækið. En ef ein- hver getur fundið nýja hugmynd eða styrkst í eigin hlutverki með því að kíkja í þessa bók, þá yrði ég ótrúlega ham- ingjusöm.“ Fallegasta hlutverkið Nú eignaðist þú barn mjög ung og varst ekki búin að öðlast þá þekkingu og reynslu sem þú hefur í dag. Gerðirðu mörg mistök sem móðir? lífinu til að beita uppeldishugsjónunum mínum á þá sem næst mér standa.“ Er ekki frábært að vera amma? „Það er fallegasta hlutverk sem ég hef fengið í lífinu. Hef ég þó fengið mörg hlut- verk og er þakklát fyrir þau öll. En þetta er Hlutverkið. Ég ber ekki endanlega ábyrgð á þessum börnum, ég þarf ekki að hafa sektarkennd yfir því sem ég geri ekki og ég hef lífsreynslu og þroska til að skilja að allt er eins og það er og það er harla gott. Þess vegna þarf ég ekkert að gera annað en að elska þessi börn. Að fá að njóta þess er fölskvalaus gleði í lífi mínu.“ Líður eins og poppstjörnu Þú vannst frumkvöðlastarf sem stofn- andi og höfundur Hjallastefnunnar. Eru Íslendingar ekki íhaldssamir í skóla- málum? Það varð til dæmis nokkurt fjaðrafok fyrir nokkru þegar þú viðraðir þá hugmynd ásamt öðrum að afnema skólaskyldu. „Í skólamálum búum við einungis við eitt ólán: Við erum með múrstein í höfð- inu, sem ég hef leyft mér að kalla skóla- fasta; rígbundnar hugarmyndir um það hvernig skólinn á að vera. Við viljum ekki hnika þessum fasta til þar sem hann er innmúraður í huga okkar og íhaldssemin ásamt fjölmörgum stofnunum í samfélag- inu viðheldur gamla fortíðarfyr- irkomulaginu. Ég hef hins vegar þá trú að það megi gjörbylta skólum til að þeir mæti betur nútíð og framtíð og það eru svo margar leiðir færar. Eitt af mörgu, sem ég hef nefnt, er að breyta hugsun okkar um að við þurfum skólaskyldu til að tryggja að börn og unglingar sæki skóla. Viðhorf alls samfélagsins þarf að vera að skólar séu svo frábærir að allir mæti þar án lagaskyldu og með jákvæðni og gleði í farteskinu. Auð- vitað verður þá skólinn að standa sig; ella missir hann viðskiptavini. Þetta er aðeins eitt af fjölmörgu sem má skoða en ég trúi á frjálsa samninga og val fólks, miklu frem- ur en nauðung og skyldu.“ Þú hefur náð miklum árangri í starfi og varst valin kona ársins hjá Nýju lífi. Var ekki ánægjulegt að fá þann titil? „Mér líður eins og poppstjörnu. En allt gott gerist í krafti þess að ég er að vinna með góðu fólki og er með mörg hundruð manna hljómsveit starfsmanna, foreldra og barna með mér. Ég er auðmjúk og þakklát fyrir velgengnina því ég hef ekki alltaf notið velgengni. Sannast sagna þekki ég mótbyrinn mun betur. Ég reikna með því að meðbyrinn, sem ég og Hjallastefnan njótum núna, verði ekki eilífur. Engin átt er endanleg vindátt á Íslandi.“ Þú hlýtur að finna vel hversu viðhorfið til þín og þinna skoðana hefur breyst með jákvæðum hætti með árunum? „Já, hvort það hefur! Ég verð stundum örlítið feimin þegar ég heyri í fólki og finn hversu hlýlega það hugsar til þess sem við erum að gera. Það er ekki sjálfgefið að fólk hlusti og hugleiði það sem maður hefur að segja svo þetta eru ótrúleg forréttindi. Mér finnst fólk svo gott. En ég hef alltaf haft lúmskan grun um það. Þessar neikvæðu undantekningar, sem fremur grafa undan samfélagsgerð okkar, fá alltof mikla at- hygli. Almennt er fólk afskaplega dásam- legt. Ég er alin upp við að fólk sé gott og heiðarlegt og samhjálp eigi að gilda. Eftir að fjölskylda mín flutti til Akureyrar læsti móðir mín aldrei húsinu þótt enginn væri heima. Aðspurð hvort hún hræddist ekki að einhver gæti farið inn og stolið af heim- ilinu, sagði hún: Ef fólk er að sækjast eftir einhverju, sem hér er, veldur það mér engum áhyggjum. Hins vegar væri mjög slæmt ef vinir og kunningjar kæmu þegar enginn væri heima og þeir gætu ekki farið inn til að laga sér kaffi.“ ’ Sjáðu til, ef börn þyrftu eingöngu ástina, at- hyglina og kærleikann, kæmu þau nánast fullsköpuð til okkar – en það er alls ekki svo. Þau fæðast mest veikburða nánast allra afkvæma spendýra á jörðunni, sem þýðir að þau þurfa gríð- arlega hjálp til að vaxa upp. Morgunblaðið/Ómar Margrét Pála Ólafsdótt- ir: Ég er alin upp við að fólk sé gott og heiðar- legt og samhjálp eigi að gilda.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.