SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 25
20. nóvember 2011 25 Gyrðir Elíasson tók ádögunum við Bók-menntaverðlaunumNorðurlandaráðs fyrir sagnasafnið Milli trjánna. Hann sendir ekki frá sér frumsamið verk í ár en hins- vegar hafa komið út tvær bækur með þýðingum hans. Tunglið braust inn í húsið kom út í vor og er viðamikið safn ljóða eftir 36 skáld víðs- vegar að úr heiminum. Það elsta, kínverska skáldið Tao Tsien, var uppi á fjórðu öld en það yngsta, bandaríska skáld- konan Jane Hirshfield, er fædd 1953. Er þetta annað safn ljóðaþýðinga sem Gyrðir send- ir frá sér. Á dögunum kom síðan út enn ein merkisþýðing Gyrðis á prósaverki; átjánda bókin sem hann þýðir. Er það lítt þekkt verk eftir tékk- neskan rithöfund, Ota Pavel (1930-1973), Hvernig ég kynntist fiskunum. Gagnrýn- endur hafa verið einróma í hrifningu sinni á þessu yf- irlætislausa en merka verki og meistaralegri þýðingunni. Hvernig ég kynntist fisk- unum er safn samtengdra frá- sagna sem byggjast á bernsku- minningum höfundar. Leikið er á mörkum skáldsagna- og smásagnagerðar og lýst á ljúf- sáran hátt lífinu í sveitum Tékkóslóvakíu áður en síðari heimsstyrjöldin skall á og veruleikanum eftir að landið var hernumið af Þjóðverjum. Gyrðir segir að vegna ferða- laga og anna í tengslum við Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs, hafi vinnustundir verið stopular á árinu en engu að síður náði hann að ljúka við þýðingarnar. „Ég hef reynt að vinna eins og ég hef getað en þessi ferða- lög og álag sem fylgir þeim og því að koma víða fram hefur ekki sérlega góð áhrif á það hugarástand sem þarf til að geta setið samfellt við skrift- ir,“ segir hann. „Þetta hafa verið stopular stundir. Á þessu ári hef ég verið að ganga frá þessum tveimur þýðingum og er með nokkur handrit í farvatninu.“ Finnur verkin sjálfur Gyrðir hefur þýtt hátt í tutt- ugu bækur erlendra höfunda, ljóð, smásögur og skáldsögur, bækur sem hafa hrifið les- endur en iðulega hafa þeir vit- að fátt um höfundana áður en þeir fengu bækurnar í hendur. Meðal þessara þýðinga eru fjórar bækur eftir Richard Brautigan, Vatnsmelónusykur, Svo berist ekki burt með vindum, Silungsveiði í Am- eríku og Ógæfusama konan, Ég heiti Aram eftir Wiliam Saroyan, Uppvöxtur Litla trés eftir Forrest Carter og Tvær gamlar konur eftir Velmu Wallis. Gyrðir þýðir ekki bæk- ur út frá svokölluðum mark- aðslögmálum – hvernig velur hann þessar bækur? „Yfirleitt eru þetta bækur sem ég hef fundið af eigin rammleik og eru oft frekar lít- ið í umræðunni, að minnsta kosti mestan part. Margar hafa fylgt mér nokkuð lengi áður en ég hef ákveðið að ráðast í að þýða. Bók Pavels fann ég í fornbókaverslun erlendis og sá strax að þetta væri bók sem þyrfti að koma á íslensku. Svo leið nú nokkur tími áður en mér tókst að koma því í verk. Þetta hef ég alltaf gert hvað þessar þýðingar varðar, hef fundið bækur og klárað að þýða þær áður en ég hef sam- band við útgefanda. Ég geri þetta mér til ánægju og lær- dóms, fyrst og fremst. Mér finnst þýðingar alltaf skila einhverju til baka, maður lær- ir alltaf eitthvað af þeim; þetta er önnur nálgun við eigið tungumál og tungumálið sem þýtt ef af. Að þýða er eitthvað sem hver höfundur getur haft gagn af.“ Þýðingavinnan endurnýjandi Þegar Gyrðir er spurður að því hvort hann líti á þýðingarnar sem hluta af sínu höfundar- verki, eða hvort hann raði frumsömdum verkum og þýð- ingum sínum í hvora hilluna í huganum, þá hugsar hann sig um. Segir svo að líklega setji hann þetta sitt í hvora hilluna og svo séu ljóðaþýðingar líka ólíkar prósaþýðingum. „En allar þessar bækur hafa orðið mér nákomnar. Eflaust hafa ýmsar þeirra haft ein- hverskonar áhrif á mig á sín- um tíma. Bein eða óbein. Bækur Richards Brautigans eru dæmi um það. Annars hef ég aldrei vitað alveg með Brautigan … ég fann strax samhljóm við hann, undir eins og ég kynntist bókunum hans upp úr tvítugu, en ég held að maður finni aldrei samhljóm við neitt nema eitthvað sé í manni sjálfum sem kallast á við það. Stundum er einhver skyldleiki fyrir sem veldur því að maður hrífst af einhverjum höfundi, geri ég ráð fyrir, án þess að maður geti alveg skil- greint hvað er áhrif og hvað skyldleiki. Ég held að það sé rétt sem Gorky sagði, að allir höfundar eru sprottnir úr öðrum bók- um. Að vissu marki. En hvað varðar þýðingar og frumsamið, þá vinn ég yfirleitt ekki að þessu samhliða. Ég tek tímabil þar sem ég fæst við að þýða og þá hef ég mitt frum- samda efni í salti á meðan og læt þetta skiptast á. Það kem- ur af sjálfu sér … ég fer líklega stundum að huga meira að þýðingum þegar ég er þreytt- ur á sjálfum mér. Þá finnst mér þetta góð leið. Ég held að þetta geti hjálpað mér við að endurnýja sjálfan mig.“ Þýðandinn Gyrðir „Mér finnst þýðingar alltaf skila einhverju til baka, maður lærir alltaf eitthvað af þeim; þetta er önnur nálgun við eigið tungumál og tungumálið sem þýtt ef af,“ segir hann. Morgunblaðið/Einar Falur Allir höfundar eru sprottnir úr öðrum bókum Tvær bækur hafa komið út á árinu með þýðingum Gyrðis Elíasson- ar; ljóðasafnið Tunglið braust inn í húsið, og skáld- sagan Hvernig ég kynntist fisk- unum, eftir Tékk- ann Ota Pavel. „Ég geri þetta mér til ánægju og lær- dóms, fyrst og fremst,“ segir Gyrðir. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is FJÖR OG MANNDÓMUR eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku holabok.is/holar@holabok.is Meðal efnis: Hrakningar í háfjallaskörðum - sem ekki enduðu allir vel og hlutskipti kvenna, þ. á m. konu sem ekki mátti sín mikils, en lifði langa ævi og dó á tíræðisaldri - án þess að hafa í eitt einasta skipti leitað til læknis, utan augnlæknis einu sinni. Þann æviþátt hefðu allir gott af að lesa.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.