SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 40
40 20. nóvember 2011 Lífsstíll Jæja, þá fer að líða að því. Einmitt áþessum árstíma er kominn tími tilað bæta einu gati við í beltið ogfara að undirbúa magann undir það sem koma skal. Talandi um það er kannski ágætt að ætla sér í það minnsta einn ávöxt á dag. Svona rétt á móti öllum gúmmelaðis-veislumatnum. En höfum ekki of miklar áhyggjur af því. Jólahlað- borðin eru framundan með öllum sínum kræsingum. Ó, namm, namm, sælkerinn ég get bara ekki beðið. Heilt borð fullt af góðum mat. Það er eiginlega of gott til að vera satt. Plús að matinn borðar maður með fjölskyldunni og góðum vinum. Það gerir þetta allt saman ennþá betra og kemur manni í notalega stemningu fyrir jólin. Það eru til alls konar reglur um hvernig borða skuli af jólahlaðborði. Ég hef þær oftast ekki í heiðri og er alger villingur þegar kemur að slíkum nægtarborðum. Borða bara meira af því sem mér finnst best og fæ mér jafnvel smá af forréttinum með aðalréttinum. Ég hef hingað til ekki verið stoppuð af jólahlaðborðslöggunni og vona að svo verði ekki úr þessu, enda passa ég mig nú á aðalatriðunum. Eins og því að hrúga of miklu á diskinn. Eða blanda öllu saman algjörlega í einn haug. Það er ekkert voðalega gott og þá finnur maður ekki almennilega bragð af neinu. Framundan hjá mér eru nú í það minnsta ein fimm jólahlaðborð af ein- hverju tagi og ég er strax farin að hlakka til. Enda er alveg eins gott að njóta þess bara að hafa það kósí og borða góðan mat núna í skammdeginu. Fyrir utan þetta á maður svo líka eftir að gera jólaglögg og fá sér jólabjór jafnvel með einhverjum kræsingum. Kannski nokkrum piparkökum eða góðri kæfu og sultu. Kræsingarnar eru sannarlega á hverju strái á þessum árstíma og má þakka fyrir að maður komi jólamatnum niður eftir þetta allt saman. Það tekst þó alltaf og sýnir vel og sannar að af því sem gott er vill maður enn þá meira. Maður hefði nú lítið á móti jafn fallegri og girnilegri köku á jólahlaðborðið, svona rétt til að fylla á magann að lokum. Morgunblaðið/Ernir Ég hef hingað til ekki verið stoppuð af jólahlaðborðs- löggunni og vona að svo verði ekki úr þessu.Kræsingar á hverju strái Lífið og tilveran María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þá er komið að tíma jólahlaðborðana. Nú er bara að stinga auka- gat í beltið og taka víða, þægilega kjólinn út úr skápnum. Njótum þess að vera til og borða. Ég drekk ekki mikið af bjór alla jafna en þó er ósköp gott að fá sér svalandi sopa þegar heitt er í veðri. Enn betra, líkt og ég tileinkaði mér á bresku námsárunum, er að fá sér ískalt glas af shandy, það er að segja bjór sem blandað er saman við límonaði. En á þessum árstíma kveður við nýjan tón í bjórmenningunni. Honum fylgir jú blessaður jólabjórinn og mér finnst hann alls ekki slæmur. Það fylgir því líka svo mikil stemning að fá sér einn danskan jólaöllara. Eða íslenskan, nóg er úrvalið. Síðan ég bragðaði á fyrsta jólabjórnum af krana á knæpu í miðbænum hér um daginn hef ég verið í jólaskapi. Kannski ekki alveg blússandi jólaskapi. Ekki þannig að ég ætli að setja upp tréð og pakka inn gjöfunum. En samt þannig að ég hef vaknað með jólalag á heilanum eftir jólabjór kvöldinu áður. Væru það ekki annars dásamlegar eftirstöðvar hefði maður fengið sér aðeins of mikið? Að vakna bara hress en með Klukknahreim á heilanum og langa bara í malt og appelsín og piparkökur. Það er skemmtilegt að sötra jólabjór í góðra vina hópi og jafnvel koma saman til að smakka nokkrar tegundir. Að sjálfsögðu ber svo að drekka jólabjór í hófi rétt eins og annað áfengi og muna að eftir einn ei aki neinn. En Forvarnarstúfur ætti nú ekki að þurfa að segja ykkur mikið um það. Veitingamenn víða um bæ hafa nóg að gera við að skenkja jólabjór þessa dagana. Morgunblaðið/Eggert Með Klukknahreim í flösku Jólagjafirnar þurfa ekki að vera neinn hausverkur. Handa þeim sem eiga flest getur verið mjög sniðugt að gefa upplifun. Eitt- hvað sem þú og besta vinkon- an, kærastinn eða mamma og pabbi getið notið saman. Þetta gæti t.d. verið jólahlaðborð í há- degi á aðventunni. Eða leik- húsmiðar í janúar þegar ágætt er að hafa eitthvað skemmti- legt framundan í skammdeginu. Heimagerður „brunch“ með alls konar góðgæti og jafnvel ein- hverju freyðandi í glasi er líka tilvalið. Svo eru ýmsar tilboðs- síður með góð tilboð á hót- elgistingu víða um landið. Það gerist nú varla mikið meira kósí en að eiga svoleiðis til að nota í vetrarríkinu eftir jólin. Loks er nóg af jólatónleikum framundan og sniðugt að nota aðventuna til að skreppa saman á eina slíka. Hugmyndirnar eru enda- lausar og margt skemmtilegt í boði. Það þarf bara stundum að leggja höfuðið aðeins í bleyti. Einhver upplifun á aðventunni og svo kannski eitthvað hefð- bundið eins og góð bók undir jólatréð. Það ætti varla að geta klikkað og þá reddast allt. Þó það verði ekki fyrr en klukkuna vantar korter í jól. Kósí í pakkann

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.