SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 11
20. nóvember 2011 11 Óhemju áhugaverðir leikir eru á dagskrá hér og þar um Evrópu næstu daga.Hvað gerir Torres með Chelsea gegn gömlu félögunum í Liverpool? Heils-ar Zlatan hinn sænski fyrrverandi þjálfara sínum að sjómannasið, þegarBarcelona sækir Milan heim á Ítalíu í Meistaradeildinni? Og hvernig tekst Sergio Agüero upp með Manchester City á móti Napolí á sama vettvangi? Þá spreytir Argentínumaðurinn ungi sig þar sem landi hans og tengdafaðir, innanvallarséníið Diego Maradona, sleit sínum fótboltaskóm þegar hann var á hátindi ferilsins. Fótboltinn er nefnilega meira en bara leikur. Ekki bara spörk, svitalykt og skítugir sokkar, heldur félagsfræði, landafræði, saga, heimspeki. Jafnvel smá stærðfræði. Kempan Jamie Carragher hjá Liverpool lýsti því yfir í vetur, að vísu kíminn, að ein bestu viðskipti félagsins á leikmannamark- aði undanfarin misseri væru salan á Torres til Chelsea; vegna þess að þá gafst tækifæri til þess að kaupa Luis Suárez frá Ajax. Torres byrjaði afleitlega hjá Lundúnaliðinu en Suá- rez sló hins vegar þegar í stað í gegn hjá Liv- erpool og hefur verið frábær í haust. Nú hef- ur hann verið kærður fyrir kynþáttaníð innan vallar og fróðlegt að fylgjast með framvindu mála. Fótboltaleikur getur líka skipt þjóð sköp- um, að minnsta kosti tímabundið. Ég hef verið sannfærður um það. „Hlustaðu! Hlustaðu!“ Mikil geðshræring var í rödd mannsins í símanum. „Heyrirðu þetta? Skynjarðu ekki stemninguna?“ Þetta var sunnudagskvöldið 12. júní 1988. Rúm 23 ár eru síðan en ég man það eins og gerst hafi í gær. Gott og vel; mig rámaði í at- vikið í vikunni þegar Írar tryggðu sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins næsta sumar. EM í fótbolta var byrjað í Vestur- Þýskalandi. Írar voru með á stórmóti í fyrsta skipti og um kvöldið náði ég í Bob vin minn Hennessy eftir nokkra leit; írskan blaða- mann sem var fréttaritari okkar á Englandi en fylgdi írska liðinu á EM fyrir fjölmiðla heima fyrir. Margir lesendur Morgunblaðsins kannast ugglaust við nafnið. Bob, sem var Íri en lengi búsettur í grennd við London, var gríðarlega áhugasamur og sendi ýmsa fréttapunkta flesta daga, símleiðis til okkar í Aðalstrætinu. Þetta var fyrir daga netsins og Bob því mikilvægur brunnur sem við gátum ausið úr til lesenda. Hann lést því miður langt um aldur fram fyrir átta árum. En Bob fylgdist sem sagt með sínum mönn- um í leik og starfi. Þetta var sögulegur dagur. Írar léku gegn Englendingum í Stuttgart og unnu 1:0; það var fyrsti sigur Íra á enska ljóninu í 39 ár og rétt að benda á að á þessum tíma var Írland í raun algjört smálið þótt á meðal leikmanna væru stórar stjörnur. Ímyndaðu þér, lesandi góður, ef Ísland kæmist á lokakeppni EM og næði að sigri Dani. Þá yrði líklega dansað á götum borga og bæja! Sigrinum var fagnað formlega fyrr um kvöldið, en fagnaðarlætin í símanum voru ætluð þjálfaranum og Liam Brady, frægasta leikmanni þjóðarinnar sem gat reyndar ekki leikið á EM vegna meiðsla. Þeir voru nýstignir ofan af borði í matsalnum. Höfðu tekið þekkt írsk lag og var vel fagnað. Allir voru skyldaðir til að syngja, sagði Bob og brosið sást alla leið til Íslands. „Hlustaðu,“ ítrekaði Bob. Það var engu líkara en maður heyrði í gæsahúðinni. Það er líklega ómögulegt, bæði eðlisfræðilega og málfræðilega, eins og að sjá bros í gegnum síma; en svona var það nú samt! Svo kom önnur rödd og miklu rámari í símann: „Þetta var stórkoslegt!“ Það var Englendingurinn Jack Charlton, einn heimsmeist- aranna frá 1966, nú þjálfari Írlands. Geðshræringin leyndi sér ekki. Charlton sagðist þess fullviss að Írar myndu hvarvetna fagna fram á rauða nótt. „Ég er viss um að þeir þurrka upp alla bari sem þeir finna! En þeir eiga þó ekki eftir að verða til vandræða,“ sagði hann, og átti við írsku stuðningsmennina. Þar hafði hann á réttu að standa. Írar kunnu að njóta. Það var stór stund að komast á EM en að vinna England var toppurinn. Írar hafa átt erfitt síðustu ár eins og fleiri. Hægt er að gleðjast innilega með þessum frændum okkar vegna árangurs landsliðsins og víst að írsk raddbönd verða þanin af miklum móð í Póllandi og/eða Úkraínu næsta sumar. Íslendingar þurfa ekki að apa allt eftir Írum, en ég gæti þegið nokkra sigra. Að heyra gæsa- húð á milli landa Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Hlustaðu! Hlust- aðu!“ Mikil geðs- hræring var í rödd mannsins í símanum. „Heyrirðu þetta? Skynj- arðu ekki stemn- inguna?“ Góður díll? Spænski framherji Fernando Torres sem fór frá Liverpool til Chelsea. Jack Charlton náði betri árangri með Íra en þá sjálfa hafði í rauninni dreymt um. Reuters Þegar Christina Onassis féll fráárið 1988 beindust allra augu aðeinkabarni hennar, Athinu litluOnassis Roussel. Hún var aðeins þriggja ára en sennilega eitt ríkasta barn heims – eini eftirlifandi afkomandi afa síns, gríska skipakóngsins Aristotle Onassis. Athina flutti til Frakklands með föður sínum, athafnamanninum Thierry Rous- sel, og féll ýmsum Grikkjum það illa. Fannst afleitt að einkaerfingi Onassis- auðæfanna yxi ekki úr grasi við grísk gildi og menningu. Roussel skellti skollaeyrum við því og ól dóttur sína upp í heimalandi sínu, fjarri kastljósi fjölmiðlanna. Roussel var fjórði eiginmaður Christinu Onassis og treysti hún honum ekki betur en svo að sett var á laggirnar bústjórn við fráfall hennar sem hafði umsjón með eign- um Athinu, þangað til hún náði átján ára aldri. Það þýddi að Roussel þurfti að bera öll útgjöld dóttur sinnar undir bústjórn- ina, sem skipuð var fjórum Grikkjum og svo Roussel sjálfum. Hélt við aðra konu Svo virðist sem hjónaband Christinu Onassis og Thierrys Roussels hafi verið með frjálslegra móti en hann gat annarri konu tvö börn meðan á því stóð, sænsku sýningastúlkunni Gaby Landhage. Fædd- ist annað þeirra sama ár og Athina, hitt tveimur árum síðar. Eftir andlát Christinu gekk Roussel að eiga Landhage og ól hún honum þriðja barnið árið 1991. Athina ólst upp með þessum þremur hálfsystkinum sínum, tveimur stúlkum og einum dreng. Liðlega tvítug hafði móðir hennar orðið fyrir miklu áfalli, missti alla fjölskyldu sína á þriggja ára tímabili. Fyrst fórst bróðir Christinu, Alexander, í flugslysi, aðeins 24 ára; síðan lést móðirin, Athina Liverno, vegna ofneyslu lyfja, 45 ára; loks missti faðir hennar heilsuna og dó, 69 ára. Hermt er að Christina hafi kennt stjúpu sinni, Jacqueline Kennedy, að hluta um missinn. Á henni hafi hvílt bölvun. Christina náði sér aldrei að fullu eftir þetta en hún rak fyrirtæki föður síns til dauðadags. Hún lést af völdum lungnabil- unar einungis 37 ára að aldri. Athina fékk yfirráð yfir helmingi arfs síns þegar hún varð átján ára og átti að fá hinn helminginn þegar hún varð 21 árs, árið 2006. Þá spyrnti stjórn Onassis- stofnunarinnar, sem metin er á meira en tvo milljarða Bandaríkjadala, við fótum og kvaðst ekki setja eignir stofnunarinnar í hendurnar á manneskju sem hefði engar forsendur til að sýsla með þær. Auk- inheldur viðurkennir Onassis-stofnunin ekki að Athina eigi rétt á arfi eftir afa sinn, aðeins móður sína. Athina fór með málið fyrir dómstóla en laut í lægra haldi. Hestakona af lífi og sál Athina varð snemma hænd að hestum og hefur keppt í hindrunarhlaupi frá ung- lingsaldri. Það gerir maðurinn hennar einnig. Hann heitir Alvaro de Miranda Neto og hefur unnið til verðlauna á Ól- ympíuleikum. Undanfarin átta ár hefur parið verið búsett í São Paulo í Brasilíu. Þegar þau gengu í heilagt hjónaband, 2005, tók Athina upp nafnið Athina de Miranda. Athygli vakti að hvorki faðir hennar né stjúpa voru viðstödd athöfnina. Önnur systra hennar var hins vegar á staðnum. Brúðhjónin afþökkuðu allar gjafir en bentu gestum þess í stað á góð- gerðarstofnanir. Skömmu eftir brúðkaupið bætti Athina Onassis-nafninu lögformlega inn, Athina Onassis de Miranda, og mun það vera liður í þeirri viðleitni hennar að sættast við grískan uppruna sinn. Lengi vel vildi hún ekkert við hann kannast en hefur nú hafið grískunám og endurnýjað gríska vega- bréfið sitt. Þá keppir Athina í dag fyrir hönd Grikklands á hestamótum en ekki Frakklands. Hvort það hefur eitthvað með deiluna við Onassis-stofnunina að gera skal ósagt látið. orri@mbl.is Athina Onassis de Miranda ásamt eiginmanni sínum, Alvaro Alfonso de Miranda Neto. Reuters Athinu Onassis? Hvað varð um … Athina ásamt foreldrum sínum, Thierry Ro- ussel og Christinu Onassis.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.