SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 37
20. nóvember 2011 37 spursmál að skrifa,“ segir Anna. Þá lá leið hennar í nám í tónsmíðum í ný- stofnuðum Listaháskóla Íslands haustið 2001 þaðan sem hún útskrifaðist með BA-gráðu í tónsmíðum áður en hún hélt út til Bandaríkjanna í meistaraprófs- og doktorsnám. Handskrifar allar nótur sínar Spurð um vinnsluferli Aeriality segist Anna þegar hafa byrjað að hugsa um verkið í lok árs 2007 þegar forsvarsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands pöntuðu tónverkið hjá henni. „Verkið tók rúmt eitt og hálft ár í allri vinnslu, en ég lauk við það í sumar sem leið,“ segir Anna og tekur fram að hún hafi fyrir venju að vinna alltaf að u.þ.b. þremur verkum á sama tíma sem eru á mismunandi vinnslustigum. „Þannig er eitt verkið á byrjunarstigi í hugmyndavinnunni, í næsta verki er ég í miðju ferlinu þar sem ég er að skrifa niður tónlistina á pappír og þriðja verkið er á lokastigi úrvinnsl- unnar. Þetta er vinnuaðferð sem ég kom mér snemma upp og hefur gefist mér mjög vel. Þannig get ég alltaf komið fersk að hverju verki og næ með því móti meiri afköstum,“ segir Anna og tekur fram að það að semja tónlist snúist ekki bara um að sitja og skrifa nótur enda kalli tónsmíðar á mikla rannsókn- arvinnu, t.d. við að skoða hljóðfærin og möguleika þeirra auk þess sem nokkur tími fari í að vera í sambandi við flytj- endur. „Þegar ég byrja á nýju verki þá hefst það alltaf á því að ég upplifi hljóðheim- inn í verkinu. Til þess að muna hljóð- heiminn þá teikna ég upp grafíska mynd af verkinu sem endurspeglar hugmyndir mínar um m.a. uppbygginguna, hljóð- heiminn, tónhæðir og hljóðfæri. Aer- iality vann ég líkt og önnur verk þannig að ég teiknaði hljóðheiminn upp á mjög stórri örk og síðan tók við tími þar sem ég var að breyta og bæta ásamt því að punkta niður tónefni sem ég vildi hafa í verkinu, t.d. laglínur, hljóma og hljóð. Þegar þessum meðgöngutíma var lokið þá gat ég byrjað að skrifa mig í gegnum verkið frá a til ö,“ segir Anna og tekur fram að einstaka sinnum séu verkin full- mótuð að því stigi loknu en yfirleitt kalli verkin á talsverð umskrif áður en þau séu tilbúin. „Stundum þarf maður að stroka mjög mikið út aftur og henda. En sú sjálfsritskoðun er mjög mikilvæg,“ segir Anna og tekur fram að í tónsmíðum sínum komi ávallt að þeim tímapunkti að tónlistin taki yfir. „Þá fer músíkin að ráða en ekki ég. Ég veit bara hvert hún vill fara og reyni að hlýða eins og ég get.“ Að sögn Önnu tekur það hana oft langan tíma að koma nótunum niður á blað, það skýrist ekki hvað síst af því að hún handskrifar allar nótur sínar. „Ég hef allt öðruvísi tengingu við pappír, blýant og strokleður heldur en tölvu- skjá,“ segir Anna og tekur fram að sér finnist of miklar takmarkanir felast í að skrifa verkin inn í tölvu þó vissulega færi hún fullskrifuð verk inn í tölvuna. „Al- veg sama hversu gott tónlistarforritið er sem maður vinnur með þá felast alltaf ákveðnar hömlur í því. Ég vil ekki láta slíkar hömlur trufla flæðið þegar ég er að skrifa tónlistina. Tölvuskjárinn getur heldur ekki sýnt mér nema einn ramma í einu, en blaðið get ég breitt út á gólfið eða límt upp á vegginn og upplifað verk- ið í rauntíma með því að horfa á það.“ Er með ástríðu fyrir hljómsveitum Spurð hvort hún myndi lýsa verkum sínum sem tilraunakenndum segir Anna erfitt fyrir sig að svara því. „Sem tón- skáld er maður auðvitað alltaf að reyna að þenja mörkin og finna nýjar leiðir í tónsmíðum sínum og að því leyti er tón- listin tilraunakennd. Í huga sumra sem semja tónlist er hún sjálft rannsókn- arefnið og það hvernig hún hljómar verður nánast aukaatriði, en það á ekki við um mig. Ég vil ekki tapa ástæðunni fyrir því að ég er að gera tónlist. Hún er til að hlusta á og í mínum huga þarf hún að hafa ákveðna fagurfræði,“ segir Anna og bætir við: „Ég vinn mikið með hljóð- strúktúra, flæðandi hljóðheima og landslag í verkum mínum, þar sem eitt andrúmsloft flæðir inn í annað. Inn í þetta fléttast síðan oft óræðar laglínur. Í Aeriality má segja að ég gangi skrefinu lengra í því að vinna með hljómsveitina sem hljóðgjafa. Ég nota t.d. töluvert af kvarttónum sem eru ekki í tólf tóna skalanum heldur finnast í yfirtónaröð- inni. Á markvisst ákveðnum stöðum tek ég kvarttónana og set þá saman í minni skala þannig að þeir verða að hljóðmassa á mjög afmörkuðu tónsvæði,“ segir Anna og tekur fram að mikil vinna hafi farið í að undirbúa þessa þungamiðju verksins og hvernig best væri að undirbyggja þennan kvarttónavegg. Í gegnum tíðina hefur Anna samið fyr- ir jafnt einleikshljóðfæri, kóra, kamm- erhópa og sinfóníuhljómsveitir. Spurð hvort hún eigi sér draumahljóðfæri eða hljóðfærasamsetningu segir Anna erfitt að gera upp á milli, enda kalli ólík verk á ólíka miðla. „Ég er með ástríðu fyrir hljómsveitum sem lýsir sér í því að ég leita allra leiða til þess að skrifa fyrir sin- fóníuhljómsveitir eða kammerhljóm- sveitir. Ég er svo innblásin af þeim hljóð- möguleikum sem hægt er að framkalla og vinna með í svona stórum miðli.“ Stórkostlegt ævintýri í Melbourne Nú þegar doktorsnáminu er lokið liggur beint við að spyrja Önnu hvað taki við hjá henni. „Við hjónin ætlum að vera hér heima fram á næsta sumar, en ég verð samt töluvert á ferðinni til að fylgja eftir verkum mínum,“ segir Anna og nefnir sem dæmi að í næsta mánuði fari hún til New York þar sem nýstofnuð kammer- hljómsveit sem nefnist Ensemble Moto Perpetuo mun flytja verk hennar Hrím í Dimenna Centre, en verkið var verð- launað sem tónverk ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2011. „Eftir áramót taka við ferðalög um Evrópu og Kaliforníu auk þess sem ég verð með nokkur verk á tónlistarhátíð- inni Myrkum músíkdögum. Sem stendur er ég þó aðallega að vinna í því að kynna plötuna mína,“ segir Anna og vísar þar til plötunnar Rhízoma sem kom út undir merkjum Innova Recordings undir lok seinasta mánaðar við góðar viðtökur og dreift er á vegum Naxos í Bandaríkj- unum. Þar er að finna þrjú stærri verk, fyrir hljómsveit og kammerhljómsveit, og fimm stutta kafla úr verki fyrir slag- verksleikara sem leikur á innviði flygils. Verkin eru í flutningi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands, undir stjórn Daníels Bjarnasonar, tónlistarhópsins Caput, undir stjórn Snorra Sigfúsar Birgissonar, og bandaríska slagverksleikarans Justins DeHart. „Næsta sumar ætlum við hjónin að fara til Ástralíu og dvelja þar í ár. Mað- urinn minn, Hrafn Ásgeirsson, er að klára doktorsnámið sitt í réttarheim- speki við Háskólann í Suður-Kaliforníu (USC) í Los Angeles í febrúar nk. og hefur boðist rannsóknarstaða við Monash- háskólann í Melbourne,“ segir Anna og bætir því við að hún sé þegar byrjuð að koma sér upp góðum tengslum við tón- listarmenn í borginni sem spennandi væri að vinna með. „Ég er alltaf að skrifa tónlist og gert gert það hvar sem er. Ég sæki mér mikinn innblástur í náttúruna í tónsköpun minni, en vil samt búa inni í miðri borg. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að það vanti innblástur í Mel- bourne, því mér er sagt að þetta sé mjög falleg borg og músíklífið þar er frábært. Ég held að þetta verði stórkostlegt æv- intýri,“ segir Anna og tekur fram að hún vonist til þess að geta sinnt tónsköpun sinni sem mest á næstu árum. „Sem stendur er ég á listamannalaun- um til eins árs fram á næsta sumar. Það er algjörlega ómetanlegt og hefur gert mér kleift að gera það sem ég er að gera núna, sem er að sinna tónsmíðunum af þessari miklu ástríðu og orku sem ég bý yfir. Í doktorsnáminu hafði ég vettvang til þess að sinna tónsmíðunum sem skyldi og ætla að gera allt sem ég get til þess að geta einbeitt mér alfarið að tón- smíðum næstu árin. Ég er með heilu og hálfu vinnubækurnar með hugmyndum sem bíða úrvinnslu sem og fjölda pant- ana sem bíða, allt frá einleiksverkum til hljómsveitarverka. Raunar er ég með verkefni fram til 2015, en ég tek þó að sjálfsögðu við spennandi pöntunum og kem þeim fyrir í planinu. Hver veit hvað tekur við í framtíðinni. Kannski fer ég einhvern tímann að kenna aftur. Ég er samt ekki að leita að akademískri stöðu sem stendur, en hefði áhuga á að taka að mér að vera gestaháskólakennari ein- hvern tímann í framtíðinni. Mér fannst gaman að sinna kennslunni, en ég sinnti kennslu meðfram doktorsnáminu í Kali- forníu, en vil samt ekki festa mig í kennslu í augnablikinu því ég þarf að hafa tíma til að búa til tónlist.“ ’ Í huga sumra sem semja tónlist er hún sjálft rann- sóknarefnið og það hvernig hún hljómar verður nánast aukaatriði, en það á ekki við um mig. Ég vil ekki tapa ástæðunni fyrir því að ég er að gera tónlist. Hún er til að hlusta á og í mínum huga þarf hún að hafa ákveðna fagurfræði.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.