SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 8
8 20. nóvember 2011 Til þessa hafa vígðir menn verið í meirihluta þeirra sem kjósa bisk- up hér á landi. Samkvæmt nýjum starfsreglum um biskupskjör eiga eftirtaldir, vígðir þjónar og leik- menn, rétt á því að kjósa. Það er í samræmi við það sem lengir hefur tíðast á hinum Norðurlöndunum.  Biskup Íslands, vígslubiskupar og þjónandi prestar þjóðkirkj- unnar. Ennfremur þeir prestar þjóðkirkjunnar, sem settir eru til þjónustu til eins árs eða lengur.  Prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar.  Þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar. Djákni skal vera ráðinn ótímabundið eða til a.m.k. eins árs til að njóta kosn- ingaréttar.  Kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði.  Formenn allra sóknarnefnda sem og varaformenn sókn- arnefnda í Kjalarnesprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra.  Kennarar í föstu starfi við guð- fræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands og eru guðfræð- ingar. Skilyrði kosningaréttar er að kjósandi sé skráður í þjóðkirkj- una. Þá er kveðið á um það í nýju starfsreglunum að kosningin verði rafræn. Kosið verður eftir nýju starfs- reglunum strax á næsta ári. Biskupskjör var fyrst lögleitt hér á landi upp úr 1920 og þá höfðu bara prestar kosningarétt. Árið 1981 voru sett lög um að auk presta myndu fulltrúar leik- manna í prófastsdæmunum fá kosningarétt í biskupskjöri og hafa þær reglur að meginefni ver- ið í gildi þar til nú. Þegar Kristján Valur Ingólfsson var kjörinn vígslubiskup í Skál- holti nýverið höfðu um 150 manns kosningarétt, þar af 30 leikmenn. Skv. nýju reglunum verða kjör- menn um 500, Reglur orðnar sambærilegar og annars staðar á Norðurlöndum Kristján Valur Ingólfsson, nýkjör- inn vígslubiskip í Skálholti. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Söguleg breyting vargerð á reglum umbiskupskjör, á loka-degi kirkjuþings í gær. Leikmenn verða nú í fyrsta skipti í meirihluta um það bil 500 manna hóps sem kýs, bæði biskup Íslands og vígslu- biskupa. Notast verður við nýju regl- urnar í tvígang á næsta ári því biskupinn yfir Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, hefur til- kynnt að hann láti þá af starfi, og á kirkjuþingi í gær lýsti Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, því yfir að hann hygðist einnig hætta. „Merkileg tímamót“ „Það eru sannarlega mikil og merkileg tímamót að leikmenn skuli komnir í meirihluta; þetta er stefnumarkandi breyting,“ sagði Karl Sig- urbjörnsson, biskup Íslands, við Sunnudagsmoggann í gær um nýju reglurnar. „Það hefur lengi verið markvisst unnið að því að víkka út hóp þeirra sem koma að kjöri til stofnana og emb- ætta kirkjunnar,“ sagði bisk- up. Nýju reglurnar eru sambæri- legar og annars staðar á Norð- urlöndunum. „Við höfum skorið okkar úr að þessu leyti og mér hefur þótt það miður hve hlutverk leikmanna hefur verið lítið í okkar kirkju,“ seg- ir biskup. Aðeins lítill hópur leik- manna hefur haft kjörgengi til þessa og hefur fækkað í hon- um með sameiningu prófasts- dæma. „Það var því alveg nauðsynlegt að breyta þessu.“ Unnið hefur verið að til- lögum um þessa breytingu í tæpt ár og það var kirkjuráð sem lagði þær fyrir kirkjuþing. Hvað mestar umræður urðu um þetta mál af öllum sem fjallað var um á þinginu og hlaut það góðan stuðning, skv. upplýsingum þingfulltrúa sem blaðamaður ræddi við í gær. Sóknarnefndir, sem kjörnar eru á aðalsafnaðarfundum, bera ábyrgð á söfnuðunum og biskup kveðst telja mikilvægt að forystufólk í þeim grunn- einingum kirkjunnar, fái þessi auknu völd. Karl Sigurbjörns- son segir of snemmt að full- yrða hvaða breytingar hinar nýju reglur hafi í för með sér, „en ég vona að breytingin hafi góð áhrif. Einn helsti kost- urinn við þetta er að hér er stigið skref í þá átt að leik- menn eru kallaðir til aukinnar ábyrgðar. Það tel ég afar mik- ilvægt,“ segir biskup. Biskupsvígslan 23. nóvember árið 1987. Karl Sigurbjörnsson og doktor Sigurbjörn Einarsson biskup, faðir hans. Fyrir aftan eru Ólafur Skúlason fráfarandi biskup og Sigurður Sigurðarson vígslubiskup í Skálholti. Morgunblaðið/Golli Grundvallarbreyt- ing á biskupskjöri Leikmenn verða í fyrsta skipti í meirihluta en ekki vígðir Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup. Náttúruvörur úr íslenskri ætihvönn Mikið mál? Minna mál með SagaPro www.sagamedica.is Tíð næturþvaglát eru heilmikið mál fyrir marga karlmenn. SagaPro er náttúruvara úr íslenskri ætihvönn ætluð þeim sem eiga við þetta vandamál að etja. Með SagaPro fækkar næturferðum á salernið og þar með færðu betri hvíld. SagaPro fæst í heilsuvöruverslunum, apótekum, stórmörkuðum og Fríhöfninni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.