SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 27
20. nóvember 2011 27 Rithöfundurinn Ragn-heiður Gestsdóttir ermeð nýja bók fyrirjólin sem nefnist Í gegnum glervegginn. Nýja bókin hennar fjallar um hina þrettán ára gömlu Áróru. Hún er alein inni í glerhvolfi, í litlum heimi þar sem ekkert skortir – nema félagsskap. Hún hittir engan nokkurn tímann en á næturnar er henni færður matur. En svo kemur hún auga á dökkan kollinn á stráknum Rökkva og allt breytist. Hún flýr úr þessari lokuðu veröld út í harðan veruleikann þar sem nýr heimur bíður hennar og áhuga- verð atburðarás fer af stað. Að sögn Ragnheiðar geta krakkar frá tíu ára aldri notið sögunnar og alveg upp í full- orðna. „Þetta er saga sem fjölskyldan getur lesið saman, hentar vel til samlesturs,“ segir Ragnheiður. „Mig dreymdi byrjunina á þess- ari bók og því byrjar hún á bréfi til lesenda þar sem ég lýsi því hvað mig dreymdi. Draumurinn var þannig að ég var á flugi yfir skógi og í þessum skógi var stúlka í svona glerhólfi, svo vaknaði ég og þurfti að finna út úr því hvað hún væri að gera þarna og hvaða heimur þetta væri. Hún lifir í þessum verndaða heimi, en þegar þessi einangrun er rofin af stráknum Rökkva velur hún hættuna og frelsið framyfir öryggið. Henni hefur verið kennt margt um heiminn en það er ekki allt satt og rétt. Heimurinn fyrir utan er mun harðneskjulegri en hún hélt. Hún ákveður að gera eitthvað í málunum.“ Fullorðnir eru fyrirmyndin Aðspurð hvernig sé farið að þegar ná skuli til krakkanna segir hún að sagan þurfi að vera skemmtileg. „Það sem þarf fyrst að gera er að vera með sögu sem er það spennandi að krakkarnir nenni að lesa hana,“ segir Ragnheiður. „Ef maður er með einhvern boðskap þá er ég ekki að predika hann. En sagan getur sagt manni eitthvað, eins og í þessu tilviki að maður þarf að taka ábyrgð og gera eitthvað í hlutunum. Hún upplifir órétt- læti og í stað þess að taka því sem orðnum hlut gerir hún eitthvað í því að breyta mál- unum.“ Ragnheiður segir að ung- linga- og barnabækur seljist nokkuð vel. „Þrátt fyrir svart útlit með lestur barna eru til krakkar sem lesa mikið. Úrvalið núna af barnabókum er mjög gott og fjölbreytilegt. Við höf- undarnir þurfum bara að vanda okkur við að skrifa skemmti- legar sögur. Til að auka lestr- arkunnáttu krakka þurfa full- orðnir að vera fyrirmynd. Krakkar gera það sem þeir sjá; ef þeir sjá fullorðna fólkið vera að lesa eru þeir líklegir til að fara að lesa líka. En bókin er í mikilli samkeppni við margt annað á markaðnum í dag.“ Jólabækurnar Hún velur hættuna og frelsið Ragnheiður Gestsdóttir segir að til séu krakkar sem lesa mikið. Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Gestsdóttir segir það skipta miklu að predika ekki yfir lesandanum þó höfudurinn vilji koma boð- skap á framfæri. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Spennusagan Síðasta góð- mennið eftir A.J. Kazinski er öðruvísi en lesendur spennu- sagna eiga að venjast. Annars vegar er um að ræða frásögn af morðum víðs vegar um heim- inn og síðan lýsingu á því hvernig þau tengjast í þeim til- gangi að segja hingað og ekki lengra. Barátta góðs og ills þar sem enginn virðist geta flúið örlög sín. Í athugasemd til lesandans segir að þjóðsagan um réttlátu guðsmennina, sem sagt er frá í umræddri skáldsögu, sé fengin úr helgiriti Gyðinga. Meðal þess sem Guð hafi sagt Móses hafi verið, að alltaf væru 36 réttlátir menn á jörðunni. Án verndar þeirra færist mannkynið. Þetta er útgangspunktur sem vert er að hafa í huga. Bókin er í þremur hlutum. Bók hinna dauðu, Bók hinna réttlátu og Bók Abrahams. Eitt kort eða teikning fylgir til nán- ari skýringar. Textinn er lipur í þýðingu Jóns Halls Stef- ánssonar. Ítalski lögreglumað- urinn Tommasso Di Barbara í Feneyjum kemst á sporið en sagan er fyrst og fremst um eft- irfylgni danska lögreglumanns- ins Niels Bentzons og stjarneðl- isfræðingsins Hönnuh Lund, einkum í Kaupmannahöfn. Ákveðin spenna er í sögunni, þó lengi sé fyrirsjáanlegt hvaða persónur séu síðastar á dauða- listanum. Bara spurning um röð. Hins vegar er líka ýmislegt frekar óraunverulegt en það er í takt við goðsagnirnar og kemur því ekki á óvart. Sagan gerist að mestu í desember 2009 og leið- togafundur í Kaupmannahöfn kemur við sögu. Nema hvað, þegar haft er í huga að leið- togafundur Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsmál var hald- inn í Kaupmannahöfn í desember 2009. Þegar allt virðist vera á nið- urleið í samfélaginu er ekki óeðlilegt að spennusagnahöf- undar taki mið af umhverfinu og endurspegli það á einhvern hátt með því að skrifa um ógnir og ofbeldi, yfirgang hins illa. Margt hefur verið skrifað um baráttu góðs og ills og hug- mynd Kazinskis er ágæt svo langt sem hún nær. Hins vegar er á stundum fulllangt gengið út fyrir mörk hins raunverulega og of mikið gert úr valdi hins illa á kostnað þess góða. En kannski verður það svo að vera þegar fjallað er um eitthvað sem er ekki beint áþreifanlegt og ekki nægir alltaf að leysa gátuna. Aðför að góðmennsku Bækur Síðasta góðmennið bbbmn Skáldsaga Eftir A.J. Kazinski, Jón Hallur Stef- ánsson þýddi. Bjartur 2011. 467 bls. Rithöfundateymið sem kallar sig A.J. Kazinski. Steinþór Guðbjartsson Á rauðum sokkum Hér segja tólf konur frá uppruna sínum og að- draganda þess að þær urðu virkir þátttakendur í kvenréttindabaráttunni undir merkjum Rauð- sokkahreyfingarinnar. Baráttan var hörð og rauðsokkar beittu oft óhefðbundnum aðferð- um til þess að koma málstað sínum á framfæri og vöktu með því hneykslan margra og kæti annarra. Ritstjóri: Olga Guðrún Árnadóttir Kilja. 454 bls. Sæborgin Hér fjallar Úlfhildur Dagsdóttir um stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. Í bókinni setur hún einnig íslenska umræðu um líftækni í alþjóðlegt samhengi, með sérstakri áherslu á tengsl líftækni og sæborga (gervimenna, vélmenna og klóna) við bókmenntir og afþreyingarmenningu. Ritið er því mikilvægt framlag til frekari skilnings á hinum mörgu og flóknu hliðum líftækni og sæborgar. Úlfhildur Dagsdóttir Kilja. 476 bls. Hinn launhelgi glæpur Í bóknni fjalla margir af okkar fremstu sérfræð- ingum um orsakir og afleiðingar kynferðisbrota gegn börnum og fórnarlamb og gerandi lýsa reynslu sinni. Þetta er nauðsynleg handbók fyrir alla sem fást við málefnið, svo sem á sviði lögfræði, læknisfræði, hjúkrunarfræði, sálarfræði, afbrotafræði og félagsráðgjafar. Ritstjóri: Svala Ísfeld Ólafsdóttir Kilja. 562 bls. H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N haskolautgafan.hi.is – hu@hi.is – s. 525 4003 Nútímans konur Í þessari bók fjallar Erla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur um menntun kvenna og mótun kyngervis á síðari hluta 19. aldar. Til grundvallar liggur umræða sem hófst í landsmálablöðunum árið 1870 um hvaða menntun hæfði konum og „kvenlegu eðli“ – umræða sem snerist í raun um samfélagslegt hlutverk kvenna. Erla Hulda Halldórsdóttir Kilja. 388 bls.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.