SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 44
44 20. nóvember 2011 Lesbókbækur Á Íslandi hafði Æsku-lýðsfylkingin eink-um forystu ummótmæli við þátt- töku Bandaríkjamanna í Víet- nam-stríðinu. Bróðursonur Brynjólfs Bjarnasonar, Ragnar Stef- ánsson, jarð- skjálftafræð- ingur og starfsmaður veðurstof- unnar, varð forseti hennar árið 1966, nýkominn frá námi í Svíþjóð. Var hann samstúdent þeirra Ragnars Arnalds, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra frá Menntaskólanum í Reykja- vík. Ragnar Stefánsson skipu- lagði í janúar 1967 mótmæla- stöðu við bandaríska sendiráðið á Laufásvegi. Æsku- lýðsfylkingin var eitt níu fé- laga, sem stofnuðu Víetnam- nefnd síðar sama mánuð. Í október 1967 voru mótmæla- aðgerðir við styttuna af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti. Ragnar fór síðan til Moskvu til að halda ásamt öðrum fulltrúum Sósíalistaflokksins upp á fimmtíu ára afmæli rúss- nesku byltingarinnar 7. nóv- ember 1967. En sunnudaginn 10. desem- ber skipulagði Æskulýðsfylk- ingin mótmælagöngu að bandaríska sendiráðinu, og var þar brennd brúða, sem átti að vera af Johnson Bandaríkja- forseta. Kom til ryskinga við nokkra æskumenn, sem ekki voru sammála mótmælendum. Einnig voru um jólin 1967 mót- mælastöður við sendiráðið, og fóru þær friðsamlega fram. … Enn létu Ragnar og félagar hans að sér kveða 21. desember 1968. Tilkynntu þeir lögreglu fyrir fund Æskulýðsfylking- arinnar og Félags róttækra stúdenta þann dag í Tjarnarbúð um Víetnam-málið, að eftir fundinn yrði farið í blysför um nokkrar fjölfarnar götur mið- borgarinnar. Lögregla lagði bann við því, með því að hún taldi hætt við umferðartrufl- unum og ryskingum í jólaös- inni. Þeir félagar höfðu bannið að engu. Eftir fundinn sló í brýnu milli fundarmanna og lögreglu, sem reyndi að hindra för þeirra út á Austurvöll, og spörkuðu sumir fylking- arfélagar í og hræktu á lög- regluþjóna. Var Ragnar Stef- ánsson handtekinn við þetta tækifæri, en fljótlega sleppt. Æskulýðsfylkingin boðaði ásamt Félagi róttækra stúdenta til mótmælagöngu tveimur dögum síðar, á Þorláksmessu, undir vígorðinu: „Frelsi til að vekja athygli Íslendinga á stríðinu í Víetnam.“ Var valin önnur gönguleið um miðborg- ina en lögreglan vildi leyfa. Neðst í Bankastræti laust göngumönnum og lög- regluþjónum saman, og tók klukkutíma að hrekja göngu- menn vestur Austurstræti. Varð eftir ryskingarnar að gera að sárum þriggja lögregluþjóna og margra göngumanna. Ragnar var aftur handtekinn, og hlaut hann síðar skilorðsbundinn dóm fyrir hlutdeild sína í „Þorláksmessuslagnum“, eins og hann var kallaður. Að minnsta kosti tveir þátttak- endur í þessum slag höfðu stundað nám á skóla æskulýðs- fylkingar Ráðstjórnarríkjanna, Komsomol, í Moskvu, þeir Leifur Jóelsson og Dagur Sig- urðarson. Bjarni Benediktsson gefur Ragnari grið Æskulýðsfylkingarmenn voru aftur á kreiki vorið 1969. Ragnar Stefánsson tók ófrjálsri hendi rafhlöður af vinnustað sínum, veðurstofunni, og síðan brutust fjórir félagar hans með þær inn í varnarliðsbragga í Hvalfirði aðfaranótt 6. maí og reyndu árangurslaust að sprengja hann upp. Fengu þeir félagar nokkurra mánaða fang- elsisdóma hver fyrir vikið, alla skilorðsbundna. Að ráði Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra hélt Ragnar þó starfi sínu á veðurstofunni, en yfirmenn stofnunarinnar höfðu velt fyrir sér að víkja honum frá, eins og eflaust hefði verið gert í flest- um öðrum löndum. Ragnar gat sér á ný orð á skemmtun MÍR í Domus Medica 7. nóvember 1970 í tilefni byltingarafmæl- isins rússneska. Mikil ölvun var á staðnum, brotin handlaug á salerni, sparkað í glerrúðu í hurð, svo að hún brotnaði, og glös mölvuð. Sáu forráðamenn staðarins sér ekki annað fært en slíta samkomunni og kalla á lögreglu, sem færði tvo óláta- belgi út í bíl sinn. Þá réðst æstur múgur á bíl- inn, og urðu lögregluþjónarnir, sem voru þrír saman, að verja sig með kylfum. Tókst þeim þó að kalla á liðsauka, áður en Ragnar reif taltæki lög- reglubílsins úr sambandi og hljóp með taltækislínuna í húsagarð Osta- og smjörsöl- unnar við Snorrabraut þar skammt frá og faldi sig undir bíl, en þar fannst hann síð- an. … Þegar William Rogers, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, hugðist að morgni 3. maí 1972 skoða íslensku handritin í Árnagarði í opinberri heimsókn til Íslands, söfnuðust fylking- arfélagar þar saman og mein- uðu ráðherranum og fylgdarliði hans inngöngu. Veifuðu þeir fána Norður-Víetnams úr glugga á annarri hæð. Guð- mundur Ólafsson, sem hafði sem fyrr segir stundað nám í Rússlandi 1968–1969, æpti á ráðherrann með rússneskum hreim: „How many people did you kill to-day in Vietnam?“ Hversu marga hafið þið drepið í dag í Víetnam? Guðmundur minntist ekki á hina, sem Norður-Víetnamar höfðu drep- ið í sama stríði með rúss- neskum og kínverskum vopn- um. Lögregla vildi ekki ryðja hópinn með valdi, og varð ráð- herrann frá að hverfa. Seinna um daginn hélt hópur fylking- arfólks á nokkrum bílum í átt til Bessastaða og ætlaði að stöðva för ráðherrans úr há- degisverðarboði forseta Íslands, en lögreglan stöðvaði hópinn á mótum Álftanesvegar og Garðaholtsvegar, og kom þar til átaka. Í fórum upphlaups- manna fundust pappaspjöld, sem naglar höfðu verið reknir í gegnum. Var bersýnilega ætl- unin að sprengja með þeim hjólbarða lögreglubíla og ann- arra farartækja. Einnig fundust þar brúsar fullir af bensíni, og hafði ein stúlkan í hópnum hellt bensíni á veginn, en lög- regla kom í veg fyrir, að eldur væri lagður að. Nokkrir úr hópnum voru handteknir. Fylkingarfélögum var full al- vara. Íslenskir sósíalistar lásu vita- skuld bækurnar um Víetnam- stríðið eftir þá Magnús Kjart- ansson og Mark Lane, sem Heimskringla og Mál og menn- ing gáfu út þessi árin, að ógleymdum ótal greinum í blöðum og tímaritum. Til dæmis upplýsti Þorsteinn Vil- hjálmsson eðlisfræðingur les- endur Morgunblaðsins um það 1972, að vísindi stæðu með blóma í Norður-Víetnam. Stríðið færðist út til grannríkj- anna Laos og Kambódíu um og eftir 1970, en þar barðist herlið Norður-Víetnams við hlið inn- lendra skæruliða gegn Banda- ríkjamönnum, sem studdust aðallega við hinn öfluga flugher sinn. Í Kambódíu nefndu kommúnistar sig rauðu kmer- ana. Eftir mikið þóf samdi Bandaríkjastjórn frið við Norð- ur-Víetnama í París í janúar 1973 (með aðild Suður- Víetnama), og var bandarískt herlið í Suður-Víetnam að mestu kallað heim. Eftir að kommúnistastjórnin í Norður- Víetnam hafði fullvissað sig um, að Bandaríkjaþing væri ófáanlegt til að samþykkja Mótmælaaðgerðirnar 3. maí 1972. Frá v.: Birna Þórðardóttir, Gísli Pálsson, Jón Ásgeir Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson, Árni Hjartarson og Kristín Benediktsdóttir. Ofan á skyggninu frá v.: Lára Pálsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir. Ljósmynd/Guðjón Einarsson Sigurhátíð í Háskólabíói Úr bókinni Ís- lenskir komm- únistar 1918–1998 eftir Hannes Hólmstein Giss- urarson. Helgi H. Jónsson fagnaði valdatöku kommúnista í Indó-Kína á fundi í Há- skólabíói 12. apríl 1975. Vésteinn Ólason fagnaði valdatöku kommúnista í Indó-Kína á sérstakri sig- urhátíð í Háskólabíói 12. apríl 1975.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.