SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 43
20. nóvember 2011 43 enda ekkert eðlilegra í myndheimi Daða. „En þessir staðir sem koma við sögu á ferð Ódysseifs tengjast líka andlegri leit og það má líta á allt ferðalag hans sem leit. Hann er á ferðinni heim og eins er það með okkur sem erum í andlegri leit, að við leitum upprunans, sem er and- inn. Við erum að tengja okkur við guð- dóminn. Sjáðu þetta verk þarna, þar er eggið fyrir miðju. Áður en fólk nær tengingu er það lokað inni í egginu en kemst út þegar það höndlar sannleik- ann. Þarna séðu síðan hjörtu. Hjartað skiptir svo miklu máli, því andinn býr í hjartanu. Og ópið í þessu verki þarna; þegar þú ert alveg villtur hróparðu á hjálpræði. Í öllum myndunum eru ein- hver tákn.“ Þetta er mitt tungumál Flest verkin á sýningu Daða málaði hann á síðustu árum en í suðurenda salarins eru nokkur eldri verk sem honum þótti tengjast þema sýningarinnar. Á einu þeirra speglast hauskúpa á hvolfi í bylt- ingarkenndri hlandskál Marcels Duc- hamps, „og þarna er gullkálfurinn,“ segir Daði. „Ég málaði þessa mynd 1999, sama ár og lögin um skuldavafninga voru samþykkt í Bandaríkjunum. Kona sem var að skrifa listfræðiritgerð gerði marxíska greiningu á verki eftir mig og eftir að hafa lesið þau skrif lék ég mér að því að setja nokkur verk í slíkt sam- hengi.“ Gegnum súrt og sætt hefur Daði hald- ið tryggð við málverkið. Hvers vegna er það hans miðill? „Eitt af því sem gerir málverkið svo áhugavert er blekkingin sem í því felst. Þetta er tvívíður flötur en í því sem málað er á hann sér fólk þrívíða heima. Ég hrífst af því. Svo er bein tenging í vinnuferlinu sjálfu, tenging sem hægt er að ná í höggmyndalist, teikningu og málverki. Þetta er tiltölulega einfalt og milliliðalaust ferli.“ Daði segir það að mála vera einskonar leiðsluástand. „Þetta er sambland af hugsun og hug- leiðslu. Í hugleiðslu þarf að gera ákveðna hluti til að koma sér í hug- leiðsluástand, fara með möntrur, og það er eins í vinnunni við málverkið. Annars er ég í raun í hugleiðslu þegar ég mála í dag,“ bætir hann við. „Í sa- hajayoga er hægt að komast í það ástand að maður sé meira og minna í hugleiðslu – ég finn alltaf straum hérna upp,“ segir hann og ber hönd upp að hvirflinum. Daði hefur þróað afar persónulegan myndheim, þar sem eru allskyns spíral- ar og línudans. Birtist karakter hans sjálfs í þessum formum? „Þegar menn fara að umgangast nátt- úrana þá læra þeir að í henni eru engar beinar línur. Kjarval vissi það. Ástæðan fyrir því að fólk hefur skeifu yfir dyrum sér til verndar er að hún hefur þetta þægilega bogaform. Í feng shui-heimspeki Japana er varað við oddhvössum hlutum. Myndlistin mín gengur út á það að mér líði betur og þar af leiðandi er eðli- legt að ég sé ekki með mikið af hvössum formum. Það má líka tengja myndheim- inn við tónlist. Barokklistin er mjög andleg og þar eru líka miklar trillur. Það er ekkert þungarokk í þessum myndum, en kannski var það að finna í upphafi, í nýja málverkinu, en mér fannst eitthvað óþægilegt við það, það var ekki ég. Því ákvað ég að finna mér persónulega leið út úr því, enda erum við hér á jörðinni til að þroskast.“ Daði segir það hafa skipt sköpum fyrir vinnu sína við sýninguna að hann var á starfslaunum listamanna hluta tímans. „Engin starfsstétt fór eins illa út úr þessu hruni og myndlistarmenn,“ segir hann. „Ég er búinn að vera í þessu í 30 ár og þótt það hafi komið dýfur þá hef ég aldrei séð annað eins – myndlist- armarkaðurinn er stopp.“ En Daði málar af krafti, eins og sjá má. „Olíumálverkið hefur oft verið sleg- ið af á síðustu áratugum en lifir samt ágætu lífi. Þetta er mitt tungumál,“ seg- ir hann og horfir yfir salinn. jörðinni til að þroskast lýsandi fyrir okkur Íslendinga. Við erum í svo vafasömu jafnvægi,“ segir Daði um skip Ódysseifs sem birtist í þessu sjö metra langa verki sem nefnist Hin rósfingraða morgungyðja, 2 x 7 metrar. Morgunblaðið/Einar Falur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.