SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 45
20. nóvember 2011 45 Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÞÁ OG NÚ 22.9.-31.12. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Ásdísar Ólafsdóttur listfræðings SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. Íslensk listasaga frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar til sölu í Safnbúð á tilboðsverði. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn- ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Holdtekja – The Carnal Imperative Guðný Kristmanns 22.október - 4. desember Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Leiðsögn sunnudaginn 20. nóvember kl. 14: Ágústa Kristófersdóttir sýningastjóri leiðir gesti um sýninguna Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu Tveir fyrir einn af aðgangseyri sunnudaginn 20. nóvember Fjölbreyttar sýningar fyrir alla fjölskylduna Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum 29. október–30. desember 2011 Samræmi Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson Hamskipti Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir Fimmtudagskvöld 24. nóv. kl. 20 Listamannsspjall - Guðjón Ketilsson Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 12. nóv. til 11. des. 2011 Sigtryggur Bjarni Baldvinsson „Móðan gráa - Myndir af Jökulsá á Fjöllum“ Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011 – 4.3.2012) HVÍT JÓL (28.10.2011 – 15.1.2012) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ALMYNSTUR Arnar Herbertsson JBK Ransu Davíð Örn Halldórsson --- Pappírsævintýraheimur Baniprosonno --- Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði frekari hernaðaraðstoð við stjórnina í Suður-Víetnam, rauf hún Parísarsamninginn og fjölgaði í liði sínu í Suður- Víetnam. Skæruliðar í Laos og Kambódíu hertu einnig sókn- ina. Þegar stefndi í fulln- aðarsigur kommúnista í Indó- Kína vorið 1975, héldu íslenskir stuðningsmenn þeirra hátíð- arfund í Háskólabíói 12. apríl. Fullt var út að dyrum. Á meðal ræðumanna voru Magnús Kjartansson, alþingismaður og Víetnamfari, Vésteinn Ólason lektor og Helgi H. Jónsson, fréttastjóri Tímans, síðar frétta- stjóri útvarpsins. Sex árum áð- ur hafði Helgi verið námsmaður í Svíþjóð. Þá hafði hann ásamt nokkrum skólasystkinum sín- um sent Bjarna Benediktssyni, þáverandi forsætisráðherra, sænska bók um Víetnam- stríðið, þar eð þeim félögum blöskraði að eigin sögn van- þekking ráðherrans á Víetnam- stríðinu. Á fundinum í Há- skólabíói var þess krafist, að ríkisstjórn Íslands viðurkenndi þegar „bráðabirgðabylting- arstjórnina“ í Suður- Víetnam. Í fundarlok risu gestir úr sætum og sungu alþjóðasöng verka- lýðsins, Nallann. Höfuðborg Kambódíu, Phnom Penh, féll í hendur rauðu kmeranna 17. apríl 1975. Þjóðviljinn birti daginn eftir frétt yfir þvera forsíðuna undir fyrirsögninni „Fullur sigur þjóðfrelsisafla Kambódíu“. Kvað blaðið fögnuð íbúa í Phnom Penh mikinn, „og er þar hvarvetna tekið á móti þjóðareiningarliðum sem frels- andi hetjum.“ Höfuðborg Suður-Víetnams, Saígon, féll í hendur Norður- Víetnama og innlendra banda- manna þeirra 30. apríl 1975. Þriðja sjálfstæða landið í Indó- Kína, Laos, lenti um svipað leyti allt undir stjórn komm- únista og laut í raun Víetnam. Fyrir hönd Alþýðubandalagsins sendi Ragnar Arnalds „bráða- birgðabyltingarstjórninni“ í Suður-Víetnam heillaóska- skeyti.15 En eitthvað undarlegt var á seyði. Þjóðviljinn sá ástæðu til að birta 19. apríl á baksíðu frétt um, að engir nauðungarflutningar fólks væru frá Phnom Penh. Daginn eftir skrifaði Magnús Kjartansson í leiðara: Þjóðfrelsisfylkingin í Kambódíu hefur nú unnið full- an sigur í landi sínu. Fréttir bera það með sér, að þjóðinni finnst hún hafa losnað úr illum álögum; taka höfuðborg- arinnar varð að gleðihátíð, þar sem borgarbúar fögnuðu þjóð- frelsisherjunum í hverri götu, í hverju húsi; þar sem hermenn, sem áður höfðu staðið með al- væpni hver gegn öðrum, féllust í faðma. Allir spádómar um blóðbað, þar sem tugir eða hundruð þúsunda féllu, hafa reynst firrur einar. Slíkt hið sama hefur gerst í Suður- Víetnam. Þar hefur ein stór- borgin fallið af annarri, án þess að hleypt hafi verið af skoti, og menn úr hinum fjar- skyldustu samtökum hafa tekið saman höndum til þess að leysa sameiginlegan vanda, félagar þjóðfrelsisfylking- arinnar, búddamunkar, fyrri starfsmenn hinnar svokölluðu stjórnar í Saigon.“ Hér hafði Magnús það, sem betur hljómaði, ekki hitt, sem sannara reyndist. Kommúnistar í Norður- Víetnam leystu „Þjóðfrels- isfylkinguna“ í Suður-Víetnam upp þegjandi og hljóðalaust, skömmu eftir þeir náðu yf- irráðum yfir landinu. Síðan sameinuðu þeir það norður- hlutanum í einsflokksríki undir sinni ógnarstjórn. Stuðningsmenn fyrri valdhafa voru sumir teknir af lífi, en flestir voru sendir í fangabúðir, sem kenndar voru við „end- urhæfingu“ og eins má kalla „heilaþvott“, en fjöldi fólks reyndi í örvæntingu að flýja landið á bátum. Í Laos og Kambódíu voru einnig stofnuð einsflokksríki kommúnista. … Á fjórum árum gerðu rauðu kmerarnir sig seka um öll þau ódæði í Kambódíu, sem framin höfðu verið á miklu lengri tíma undir stjórn Stalíns í Rússlandi og Maós í Kína. Um fjórðungur íbúanna, rösklega tvær millj- ónir manna, týndi lífi af þeirra völdum. Þegar Víetnamar réð- ust inn í landið 1979, var lítið viðnám veitt. Eftir að her Víet- nams hvarf á braut 1989, hefur þjóðlífið smám saman færst í eðlilegt horf. Í Víetnam og Laos hefur líka verið í áföngum horfið frá hreinum komm- únisma, þótt ólíkt Kambódíu standi þar enn einsflokksríki. Eftir valdatöku kommúnista í Kambódíu, rauðu kmeranna, 1975 tók við sannkallað þjóðarmorð, og stór hluti þjóðarinnar mun hafa týnt lífi á hroðalegan hátt af völdum rauðu kmeranna, en væntanlegri valdatöku þeirra hafði verið fagnað í Háskólabíói 12. apríl 1975. Myndin er af líkamsleifum margra fórnarlambanna.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.