SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 15
Hössi hættir í sveitinni eftir að þeir komu heim til Íslands í lok árs árið 2002. 8 Vorið 2003 gerir sveitin lagið Mess it Up með Opee, nýjum rappara. 9 Haustið 2003 gengur Tiny til liðs við hljómsveitina og gerir með Quarashi lagið Race City. 10 Árið 2004 kemur út síðasta breiðskífa Quarashi sem kallast Guerrilla Disco. Sama ár kom Guerrilla Disco út í Japan, og seldist í um 50.000 eintökum. 11 Hljómsveitin hættir um vorið 2005. 12 Hljómsveitin snýr aftur árið 2011 meðal annars til þess að fagna því að 15 ár eru frá stofnun sveitarinnar. Spilar fyrir 10.000 manns á Bestu útihátíðinni og tæplega 2000 manns á tvennum tónleikum á NASA. 13 Anthology með Quarashi kemur út, sem inniheldur öll vinsælustu lög hljómsveitarinnar, sem og mikið af óútgefnu efni og myndbönd, tónleikaupptökur og fleira. 14 eftir sumarið. „Einhvern tímann kem ég til með að sameina þetta tvennt en það er fínt að vera í rannsóknum.“ En hvað er næst í tónlistinni? „Það þarf ekki einu sinni að vera að næsta verkefni verði tónlistarverkefni. Ég hef gaman að því að vinna skapandi verkefni. Það er ekki nóg fyrir mig bara að græða pening. Það verð- ur að vera eitthvað aðeins meira. Mér finnst gaman að skilja eitthvað eftir mig, hvort sem það er geisladiskur eða skýrsla,“ segir hann. „Ég ætla ekki að vera of dramatískur en það eru mikil tímamót í mínu lífi um þessar mundir. Ég er að kveðja margt gamalt. Þó svo maður sé spenntur yfir þessu nýja, fylgja tregablandnar tilfinningar því að kveðja hið gamla,“ segir hann en viðtalið fór fram þegar Sölvi var í stuttri heimsókn á Íslandi þann kosmíska dag 11.11 ’11, þegar öld vatnsberans og nýrra tækifæra og breytinga gekk endan- lega í garð. Kraftmikið en slítandi samfélag Hann segir Ísland „heillandi en á sama tíma á vissan hátt slítandi. Þetta er ótrúlega kraft- mikið samfélag hérna. Maður nær að gera tuttugu hluti á Íslandi miðað við fimm hluti í Stokkhólmi á einum degi. En það getur tekið toll af manni.“ Honum finnst umræðan á Íslandi orðin mjög hörð. „Hún er hreinlega rætin. Ef eitthvað þá hefur maður séð hvernig fylkingarnar hafa grafið sig lengra niður eftir hrunið, það á ekki að taka neina fanga.“ Hann horfir samt björtum augum til fram- tíðar með heimalandið í huga. „Ísland hefur allt til alls í auðlindum og kunnáttu. Svo fram- arlega sem stjórnmálamenn standa ekki í vegi fólks,“ segir Sölvi, sem er andsnúinn „skatt- píningu sem kemur í veg fyrir að einstakling- urinn geti orðið sinn eigin gæfu smiður.“ Hann segir smáfyrirtækin og kraftinn í fólk- inu sjálfu koma landinu helst út úr kreppunni. „Persónulega finnst mér mjög óhuggulegt þegar stjórnmálamenn eru farnir að tala um að þeir verði að skapa störf. Þeir eiga ekki að skapa störfin heldur fólkið og fyrirtækin. Hvort sem fólki líkar betur eða verr eru Ís- lendingar mikið einstaklingshyggjuþjóð, ég sé það vel eftir að hafa búið í Svíþjóð. Hérna eru öll þökin mislit en þessu er vel lýst í Íslands- klukkunni: „Þesskonar fólk sem íslenskir kalla lærða menn og spekínga eru hér í Danmörk kallaðir landsbýsidjótar og bannað með lögum að þeir komi útfyrir sinn kaupstað.“ Það er svolítið til í þessu. Þeir sem við hefj- um upp hérna eru oft sérkennilegir kvistir. Það er krúttlegt en það er ekki heimsborg- aralegt.“ Allar myndirnar af Sölva eru teknar í gömlu æfingarhúsnæði Quarashi í vesturbæ Reykjavíkur. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.