SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 28
28 20. nóvember 2011 Bókaútgáfan Hólar hefur gefið útbókina Elfríð – frá hörmungumÞýskalands til hamingjustrand-ar. Elfríð Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Þýskalandi á stríðsárunum þar sem dauðinn beið við hvert fótmál. Frá- sagnir hennar frá stríðsárunum eru magnaðar og sumar óhugnanlegar, enda tók það mjög á hana að rifja þá atburði upp. Árið 1949 réð Elfríð sig sem vinnu- konu í sveit á Íslandi. Þar kynntist hún mannsefninu sínu, Erlendi Magnússyni, en síðar urðu þau vitaverðir á Dalatanga í 25 ár. Saga Elfríðar er skráð af dóttur hennar, Helgu Erlu, og verður gripið nið- ur í hana hér á eftir: Siglunes Siglunes, hljómaði innra með mér, þetta var ekki óþjált orð, en hvað í ósköpunum var ég búin að koma mér út í, sjálft borg- arbarnið? Þarna sat ég um borð í opnum báti, með kvíðahnút í maganum og sjáv- arloftið kalt og óvægið lék um andlit mitt. Ef einhver hefði sagt mér að þetta yrði hlutskipti mitt og ferðamáti næstu átján árin þá hefði ég hlegið. Það var eng- inn vegaslóði út á nesið en Nesskriður voru aðalfarartálminn milli Siglufjarðar og Sigluness. Leiðin var þokkalega fær gangandi mönnum eftir fjárgötum yfir sumartímann, en ekki var talið ráðlegt að fara á hestum þessa leið. Gunnar stýrði bátnum nálægt landi og ég sá vel upp í fjörurnar og mér fannst skriðurnar vera brattar. Eftir um það bil hálfa klukkustund sá ég að við nálguð- umst Siglunesfjöruna og í henni stóðu nokkrir ungir og aldnir sem tóku á móti okkur. Mér var hjálpað í land og ég stóð í fjörunni ein og afskipt, enginn skildi mitt tungumál og ég ekki þeirra. Það var ekki laust við að menn gerðu rækilega úttekt á mér og ég fann næstum fyrir augnaráð- inu þegar einblínt var á mig, en ég lést ekki taka eftir því. Einhver úr móttöku- nefndinni tók farangur minn og fór með hann upp á bakkann og ég fikraði mig upp og örugglega hafa þeir sem horfðu á eftir mér brosað, því göngulagið benti til þess að ég hefði aldrei gengið í fjörugrjóti áður, sem var reyndar rétt. Ég var ekki vön öðru en steyptum götum og troðnum stígum. Mér sýndist báturinn vera dreg- inn upp á spili. Þegar ég kom upp á bakk- ann kom til mín á að giska tíu eða ellefu ára drengur sem benti mér að fylgja sér. Mér leist ekki á blikuna, átti ég kannski að ganga langan spöl með dótið mitt? Sú varð ekki raunin. Við fórum aðeins stutta leið að einum af Siglunesbæjunum, í svo- kallað Þormóðshús, sem ber nafn af landnámi Þormóðs hins ramma. Þormóðshús og vistin Ég var alls ekki viss um að þetta væri síð- asti áfanginn. Ísland var stöðugt að koma mér á óvart. Drengurinn sem hafði fylgt mér benti mér á að fylgja sér inn í húsið og fyrst var komið inn í mjög óvistlega geymslu að mér fannst og þar tók við eldhúsið. Mér er það í minni að þar var kona að ljúka við að þvo sér um hárið. Hún tók þéttingsfast í hönd mína og brosti hlýlega og sagði eitthvað á þessu torskilda tungumáli. Þetta var húsmóðir mín Þorbjörg Þórðardóttir, kölluð Tobba og hún var systir Þórðar sem hafði tekið á móti mér á Siglufirði. Ég komst fljótlega að því að þarna átti ég að vera í vist, en Tobba sýndi mér herbergi inn af eldhús- inu sem var með uppábúnu rúmi og hún benti mér á að koma með töskuna mína. Ég sá strax að húsmóðir mín var barns- hafandi en hjónin áttu sjö ára stúlku sem hét Inga og rúmlega ársgamlan son, Al- bert Hauk. Drengurinn sem fylgdi mér hét Hafsteinn og var syst- ursonur húsfreyju. Þetta voru gullfalleg börn og ég hlakkaði til að fá að kynnast þeim. Ég man ennþá hvað ég varð undrandi þegar ég leit í kring- um mig í eldhúsinu, allt var svo fátæk- legt en auðséð var á umgengninni að húsmóðirin var hreinlát. Ósjálfrátt gerði ég samanburð í huganum við að- stæður sem ég átti að venjast, þær voru mjög ólíkar því sem ég sá þarna. Vatnskrani stóð út úr einum veggnum og undir honum var lítið vaska- fat á trékassa. Eldhúsbekkur með nokkrum hillum og efn- isdulur fyrir í stað hurða, aðeins var einn lítill veggskápur úti í einu eldhúshorninu og hann var með hurð. Eldhúsborðið var heldur betur farið að líta upp á landið og stólkollarnir við það voru mjög ósam- stæðir og fornfálegir. Enginn dúkur var á gólfinu, aðeins ber steinninn. Í eldhúsinu var ákaflega notalegt, það snarkaði í eldavélinni og hún var greinilega kynt með kolum og spýtum því eldiviðarkassi var við hliðina á henni. Ég hafði aldrei komið inn á svona fátæklegt heimili og hugleiddi hvort fólkið myndi geta borgað mér vinnulaun. Klósett eða kamar Eftir sjóferðina hafði ég mikla þörf fyrir að komast á snyrtingu og ég reyndi að gera mig skiljanlega með því að segja eitt af fáu orðunum sem ég kunni í ensku, WC. Tobba húsmóðir mín skildi mig loksins og benti mér á að koma og fylgja sér. Hún fór með mig út og fyrst hélt ég að þar væri útikamar eins og hjá ömmu minni þegar hún átti heima í sveitinni. Nei, aldeilis ekki, við fórum upp fyrir bæinn og þar tók Tobba niður brækur sínar, settist á hækjur sínar og pissaði úti í guðsgrænni náttúrunni og þar sem ég var alveg komin í spreng gerði ég slíkt hið sama. Þetta var eitthvað sem var al- veg nýtt fyrir mér, svo þyrmdi yfir mig, hvar skyldi blessað fólkið gera hin- ar þarfir sínar? Tobba horfði á mig hugsandi, gekk svo niður að útihúsum sem voru skammt frá bænum og ég elti hana. Við fórum inn í fjósið og þar inni hímdi lítill kálfur á bási en kýrnar voru greinilega úti. Ég leit í kringum mig, enginn hálmur var í bás- unum eins og var hjá þeim bændum sem ég þekkti til heima í Þýskalandi. Það hlaut að vera kalt fyrir skepnurnar að liggja á berum steinbásum. Fjósið var nokkuð þrifalegt og enginn kúaskítur sjáanlegur. Ég leit á húsmóður mína, hún gekk að flórnum, innst í honum var gat með hlemm yfir, hún tók hann af og benti mér á gatið og dagblöð sem lágu á hillu við innganginn. Ef mér hefði verið sagt þetta heima í Þýskalandi, hefði ég gert gys að því og litið á það sem fordóma til að gera mig afhuga þessu gönuhlaupi sem Íslandsferðin þótti. En þarna blasti við blákaldur veruleikinn og ég, borg- arstúlkan, sem var í raun pjattrófa, starði á flórgatið og Tobbu til skiptis. Var mig að dreyma? Ég sem var vön baðherbergi með öllu tilheyrandi. Það hefði verið skömminni skárra að þurfa að nota kam- ar en fara í fjósið og nota gömul dagblöð á sitjandann, það var eins gott að enginn álpaðist inn í fjósið meðan gengið var örna sinna. Meðan við gengum út hryllti mig við þeirri tilhugsun að fara niður í fjósið og setjast á hækjur mínar yfir gatið, en öllu má víst venjast. Hvar skyldi fólkið baða sig? Öll hreinlætismál voru mér mjög hugleikin á þessari stundu og það var léttir þegar ég sá næturgagn undir öllum rúmum, það þurfti þá ekki að hlaupa út að nóttu til ef þannig atvik- aðist. Tobba sýndi mér herbergisskipan í húsinu og hvar ýmsir nauðsynjahlutir voru geymdir. Í geymslunni eða inn- göngunni var bali sem var sennilega not- aður sem baðkar fjölskyldunnar eða þannig túlkaði ég bendingar Tobbu. Fyrsta nóttin á Nesi Þegar ég lagðist niður í rúmfletið fyrsta kvöldið mitt í vistinni varð mér ekki svefnsamt. Allt var svo nýtt fyrir mér, aðallega velti ég fyrir mér salernis- aðstæðum. Einnig hvað íslenskar hús- mæður í sveitinni þyrftu að gera sér að góðu og Tobba virtist ánægð með tilveru sína. Svo var það birtan, ég kom einmitt til Íslands þegar bjart er allan sólarhring- inn og sólin hæst á lofti. Mér þótti óþægi- legt að leggjast til svefns í björtu og ein- mitt núna sendi miðnætursólin gyllta loga sína inn um gluggana. Ég varð að venjast þessu, eitt ár væri ekki svo langur tími og ég skyldi þrauka, en réð samt ekki við tárin sem runnu niður kinnar mér. En hvað var ég að vorkenna mér, þetta var alfarið mín ákvörðun. Það var margoft búið að reyna að hafa mig ofan af þessari vitleysu eins og Erna frænka orð- aði mína fyrirætlan ... Til hamingju- strandar Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Elfríð – frá hörmungum Þýskalands til hamingjustrand- ar. Elfríð Pálsdóttir fæddist og ólst upp í Þýska- landi á stríðsárunum. Árið 1949 réði Elfríð sig sem vinnukona í sveit á Íslandi og þar kynntist hún mannsefninu sínu. Elfríð Pálsdóttir nítján ára og nýkomin til Íslands. Brúðkaupsmynd þeirra Elfríðar Pálsdóttur og Erlends Magnússonar. ’ Ég varð að venjast þessu, eitt ár væri ekki svo langur tími og ég skyldi þrauka, en réð samt ekki við tárin sem runnu niður kinnar mér.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.