SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 32
32 20. nóvember 2011 Sagan segir að stofnun í Kanada semkannaði þjóðarhag og viðhorf hefði vilj-að sjá hvaða áhrif hinir löngu grimmuvetur hefðu á fólk í því landi. Þegar nið- urstaðan var skoðuð kom fram að því er virtist alvarleg svæðisbundin „skekkja“ sem varð til þess að sérfræðingarnir töldu könnunina ekki marktæka og ákváðu að gera aðra. Sama „skekkjan“ kom einnig fram í þeirri könnun og á sama stað. Það var í Manitoba. Þar tóku menn skammdeginu mun betur en annars staðar í Kanada. Þangað höfðu fjölmargir Íslendingar flutt á síðasta aldarfjórðungi 19. aldar. Og af- komendur íslensku landnemanna virtust þola skammdegið og fylgjur þess betur en annað fólk í Kanada. Lýtur sínum lögmálum Skammdegið virðist enn lúta sérstökum lög- málum á Íslandi, og er þá verið að ræða um álið- inn nóvember eitthvað fram eftir árinu sem í hönd fer. Þrátt fyrir dæmið fræga frá Manitoba eru eyjarskeggjar sjálfsagt ekki alveg ónæmir fyrir þyngslum skammdegisins í sálinni, þótt ár- hundraða skammdegissigg hjálpi þeim vitanlega. Annað einkenni skammdegisins, og að nokkru afleiðing þess sem fyrr var nefnt, er að umræðu- taktar í þjóðfélaginu umbreytast í skammdeginu. Þau mál sem þá ber hæst, einkum ef lítið er um að vera, eru blásin upp í hæstu hæðir, og jafnvel gætnustu menn fá þá naumast hamið sig svo auðvelt er að ímynda sér hvernig hinir láta. Svo þegar sól fer að glenna sig og gleðja sinnið á ný vill helst ekki nokkur maður hafa neitt með hina háværu umræðu að gera lengur. Skammdeg- ismálin hjálpa okkur eins og blessað rafmagnið, jólastússið, þorrablótin, árshátíðirnar og allir skemmtikraftarnir, sem þeim fylgja, til að þrauka hina eilífu vetrarnótt. Nú eru menn að ræða Þorláksbúð, sem svo mun kölluð, þar sem lágreistri fornlegri byggingu er tyllt á kunnar tóftir og heita í höfuðið á Þorláki helga, þótt hann muni ekki hafa komið þar við sögu, rétt eins og síðasti dagur fyrir aðfangadag, Þorláks- messa, sem iðulega er hinn raunverulegi að- fangadagur Íslendinga og sá dagur ársins þegar kreditkortin fá einkum að njóta sín. Timb- urmennina tökum við svo út í febrúar. Þorláks- messan hefur breyst án þess að nokkur hafi tek- ið um það ákvörðun í sama fyrirbæri og bókamessur eru, sem ekki fjalla um heilagt krot frekar en sölumönnum þar sýnist. En nú er töluverður hópur manna orðinn töluvert reiður yfir framkvæmdum í Skálholti, sem peningalega ná ekki máli, en eru taldar varasamar af öðrum ástæðum. Og rétt þegar umræðan um nýja Þor- láksbúð (sem fleiri en skólabörn munu telja rétt að verði opin til klukkan 11 á Þorláksmessu) er aðeins að róast, þá var orðuð hugmynd eða vak- inn upp draugur um viðarkirkju ógurlega, sem myndi jafnvel skemma Skálholtsstað enn þá meir en litla snittið á tóftunum. Nú síðast skrifar merkur fræðimaður og Árnasafnsmaður og segir bygginguna bæði ógnarstóra og smekklausa. Stærðina má mæla en smekkurinn er ekki eins vís eins og kunnugt er. En fræðimanninum úr Árnasafni er sérlega uppsigað við „eftirlíkingar“. Þetta er svolítið vandamál fyrir bréfritara, og kannski fleiri, sem hefur fengið myndarleg ljós- rit af síðum úr skinnhandritum þegar hann hef- ur átt stærri afmæli en vanalega. Það er auðvitað ekki gaman fyrir hann eða aðra að hafa slíkar eftirlíkingar uppi við fyrir það eitt að hafa átt af- mæli og verið skenkt eftirlíkingin af góðum hug. Og það sem verst er að þessar eftirlíkingarbækur eru eins og viðarkirkjan miklu stærri en aðrar bækur í skápunum og því vísast bæði „smekk- lausar og rugl“. Bréfritari hefur fullan skilning á því, að hann getur ekki skipt þessum eftirlík- ingum út fyrir frumrit Skarðsbókar eða Flateyj- arbókar og jafnvel ekki önnur handrit sem nú eru höfð óvöktuð í plastkössum í Frankfurt í til- efni af „messunni“ sem þar var. Enn meiri eftirlíkingar Og nýlega er búið að verja ótrúlegum fjárhæðum úr fjárvana borgarsjóði til að byggja eftirlíkingar af brunnum húsum til að „kallast á,“ eins og bókmenntafólkið segir, við eftirlíkingar af hálf- brunnum húsum hinum megin við götuna. Þess- ar eftirlíkingar virtust mælast mjög vel fyrir hjá stjórnmálamönnum allra flokka, svo augljóst er að það er ekki sama hver eftirlíkingin er. Þegar merkilegur framtaksmaður lét í minningarskyni gera eftirlíkingar af íslenskum stjórnmálamönn- um, Hitler heitnum og Stalín og einhverjum fleirum þótti fulltrúum almenns smekks það alls ekki góðar eftirlíkingar. Var árum saman ekki nokkur leið til að fá að sjá þessar eftirlíkingar í Þjóðminjasafninu því fyrir tíma endalausra áfallahjálpa var ekki óhætt að láta almenning sjá þessar eftirlíkingar. Þannig að vandinn er ærinn. Þegar horft er á útsendingar frá Alþingi er áhorfandinn nú í hreinum vandræðum með að sjá hvort sá sem er í pontunni það og það sinnið er frummynd eða eftirlíking. Eftirlíkingarnar virðast raunar mun fleiri en frummyndirnar, enda mun ódýrari. Skálholtseftirlíkingarnar eru prýðilegt skammdegismál og eiga þeir sem hafa haldið þeim úti þakkir inni hjá öllum hinum. Jón í Skífunni fékk stjórnarmyndunarumboð Og svo var Fréttatíminn svo elskulegur að koma með alveg upplagt skammdegismál í gær. Þar er vitnað í nýja ævisögu Jakobs F. Magnússonar, sem svo skemmtilega vill til að er eins konar aukaborgarstjóri yfir eftirlíkingunum við Lækj- artorg og næsta nágrenni. Jakob segir þau stór- tíðindi að Jón Ólafsson athafnamaður, kenndur við Skífuna og eitthvert „bæjó“, hafi ákveðið eftir alþingiskosningar 1999 að skipta um rík- isstjórn í landinu. Og þegar annar eins maður og Jón bæjó í Skífunni ákveður að skipta um rík- isstjórn þá er auðvitað rétt að fara í það svona eins og þegar menn veltu við plötu á fóni í Skíf- unni. Jakob segir: „Hann (Jón) vildi koma Sam- fylkingunni að og var búinn að eiga orðastað við Halldór (Ásgrímsson) um það.“ Jakob segir að Reykjavíkurbréf 18.11.11 Blessuð skammdegismálin bjarga stemningunni

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.