SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 42
42 20. nóvember 2011 Öllum ber saman um að bók-lestur sé besta leiðin til aðskerpa tilfinningu fyrir máli ogstíl. Þess vegna hef ég svo ár- um skiptir hvatt kennaranema til að lesa sem mest og boða síðan þetta fagnaðar- erindi í eigin starfi í skólum landsins. Nemendur í grunnskólum þyrftu að fá að lesa bókmenntatexta á hverjum degi. Einnig ætti kennarinn að lesa daglega fyrir nemendur eða ýta á hnapp og láta upp- lestur hljóma úr tölvu eða af geisladiski. Nóg er til af efni, t.d. á hlusta.is en þar er boðið upp á ótal sögur og frásagnir í upp- lestri færustu manna. Meðal efnis á hlusta- .is eru sögur eftir Jóhann Magnús Bjarna- son (1866–1945). Hvert barn og unglingur mun láta heillast af sögunni af Eiríki Hans- syni, drengnum sem fór átta ára frá Íslandi og settist að í Nova Scotia í Kanada; eða spennusögunum Brasilíufararnir og Í Rauðárdalnum (Rauðá rennur gegnum Winnipeg, höfuðvígi Vestur-Íslendinga). Jóhann Magnús var barnakennari í Vest- urheimi en skrifaði öll sín verk á íslensku. Þau urðu geysivinsæl beggja vegna Atl- antsála um og upp úr aldamótunum 1900. Nú hefur Eiríkur Hansson verið gefinn út á ný og er það gleðiefni. En annað verk Jóhanns Magnúsar kom út í fyrsta sinn í síðastliðinni viku, Dagbók vesturfara. Dagbókin var fullbúin til prentunar fyrir 66 árum, rétt áður en höf- undurinn lést. Sjálfur leit hann á hana sem sitt mesta verk. Við kynnumst þar mann- vininum á bak sögurnar en jafnframt um- hverfi og aðstæðum íslenskra vesturfara á sléttum Norður-Ameríku í hálfa öld. Gaman er að velta fyrir sér orðalagi Jó- hanns Magnúsar og stílsnilld. Framsetn- ingin var einföld en þaulhugsuð og hvert orð valið af kostgæfni, sbr. lýsingarorðin „unaðsfull“ og „alúðarrík“. Og augljóst er að maðurinn auðgaði íslenskar bók- menntir í stílfræðilegu tilliti. Í dagbókinni bregður hann oft á leik og beitir t.d. end- urtekningu og ýkjum af snilld, ekki ólíkt því sem gerist í sjálfum sögunum. Mig langar að sýna dæmi um þetta úr færslu sem gerð var hinn 29. maí árið 1918 þegar heimsstyrjöldin fyrri var enn í algleymingi (ef til vill mættum við hafa í huga að hlátur er stundum ógnvænlegur, sbr. hlátur Hall- gerðar í Njálu): „Í dag er vorblíða og sætur fuglasöngur; svalan ræður sér ekki fyrir kæti; rauð- brystingurinn er í óða önn að bjarga sér; og músarrindillinn (wren) stígur dillandi dans í skógarliminu. Phillip Gibbs (fregnaritarinn frægi) gat um það nýlega að hann hefði séð nokkra Kínverja við vinnu nærri skotgröfunum á Frakklandi. Hann segir að þeir hafi verið fremur stórvaxnir menn og kraftalegir, en undarlegir nokkuð og síhlæjandi — að þeir hafi hlegið að öllu sem þeir heyrðu og sáu, jafnvel að fallbyssudynkjunum og sjálfum sprengikúlunum þegar þær komu niður skammt frá þeim. — Það minnir mig á Kínverja sem ég sá vestur í Vancouver, B.C., vorið 1912. Þá var ég og konan mín til húsa hjá Hólmfríði Sveinsdóttur (Miss Fríða Swanson), sem bjó í húsinu nr. 990 á Seymour-stræti í Vancouverborg. Hólm- fríður seldi mat (og húsnæði) og keypti hún allan fisk og garðávexti, sem hún þurfti á að halda, af Kínverja nokkrum sem kom þangað tvisvar í hverri viku. Þessi Kínverji var á að giska 35 ára gamall, lágur maður vexti en svaraði sér vel að gildleika. Hann gat vel hafa verið 10 árum eldri eða 10 árum yngri en mér sýndist hann vera, því það er mjög erfitt fyrir hvíta menn að giska á um aldur hinna gulu manna. Það einkennilegasta við þennan Kínverja var það að hann gat ekki neitt sagt án þess að hlæja; og hann virtist ávallt hlæja eðlilega og hjartanlega. Reyndar lýstu augun engri gleði — þau voru æv- inlega hörð og köld — en allir vöðvar and- litsins lýstu ofsakæti og það var eins og krampi gripi hverja taug í herðum hans og handleggjum. Hann hló þegar hann heils- aði; hann hló þegar hann sagði frá því hvað fiskurinn væri dýr; hann hló þegar hann þakkaði fyrir eitthvað; hann hló dátt, þegar hann minntist á það hvað veðrið væri slæmt og hvað fiskurinn væri í lágu verði og hvað ástandið í Kína væri voðalegt; hann ætlaði að springa af hlátri þegar hann kvaddi mann; og hann veltist um af óstöðvandi hlátri þegar hann var kominn upp í vagninn og sagði hestinum að halda af stað.“ Hann hló og hló ’ Öllum ber saman um að bóklestur sé besta leiðin til að skerpa tilfinningu fyrir máli og stíl. Þess vegna hef ég svo árum skiptir hvatt kenn- aranema til að lesa sem mest og boða síðan þetta fagnaðarerindi í eigin starfi í skólum landsins. El ín Es th er Málið Kínverji sem sprakk úr hlátri? Ég sprengdi einu sinni kínverja. Pedró! Við gerum ekki grín að þjóðerni fólks! En... Nei! Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Ég var að lesa Ódysseifskviðufyrir nær tíu árum þegar égfékk hugmyndina að þessarimynd hérna, af hinni rósfingr- uðu morgungyðju sem kemur upp á hverjum morgni,“ segir Daði og gengur að miðhluta flennistórs málverks í þremur hlutum. Þar má sjá mildilegt andlit í geislabjartri stjörnu, og ganga út frá henni naglalakkaðir fingur. „Ég lauk aldrei við myndina á þeim tíma en seinna sá ég að ég gat gert stóra mynd út frá efninu. Þá málaði ég hlutann hér til hægri, af skipinu á öldutoppinum. Í stað þess að myndgera Ódysseif set ég þar pensil og hinumegin við morg- ungyðjuna eru sírenurnar.“ Þetta mikla, sjö metra langa mál- verk, er í öndvegi á viðamikilli sýningu á málverkum sem Daði Guðbjörnsson opnar í vestursal Kjarvalsstaða í dag klukkan 16.00. Sýninguna kallar hann Á slóðum Ódysseifs og er hún innblásin af kvæðabálki Hómers um hrakninga og hetjudáðir Ódysseifs, en hann var í vill- um árum saman á leiðinni heim úr Trój- ustríðinu. Í tilefni af opnun sýningar Daða gefur bókaforlagið Opna út veglega bók með myndverkum hans og texta Rögnu Sigurðardóttur, rithöfundar og gagn- rýnanda. Um nálgun listamannsins við hinn frægu sögu af Ódysseifi, segir Ragna að líta megi á söguna af villum Ódysseifs sem táknsögu af mannlegri reynslu. „Við lifum í blekkingu,“ skrifar hún, „það er erfitt að finna réttu leiðina og hún er ekki sú sama fyrir neitt okkar. Við erum alltaf að villast. Íslenska þjóðin er enn að leita að leiðinni heim eftir skipbrot ársins 2008, þegar góðærið reyndist tálsýn.“ Það mótar nálgun Daða við söguna af Ódysseifi að hann hefur um árabil lagt stund á hugleiðslujóga sem nefnist sa- hajayoga og segir það hafa afar jákvæð áhrif á sköpunina. Í verkunum er vísað beint og óbeint til þessarar hugleiðslu og andlegrar upplifunar listamannsins. Erum í vafasömu jafnvægi Síðan Daði kom fram í upphafi níunda áratugarins sem einn af frumherjum nýja málverksins, hefur hann þróað afar persónulegan og litríkan myndstíl þar sem mikið ber á flúri og persónulegum táknum. Sjóferðin er þema nokkurra verkanna og skipið, sem stundum er í formi pensilsins sem tákn fyrir listina eða listamanninn, situr þá efst á öld- unni. „Já, ég hef oft málað þetta skip á öldutoppnum, það er svo lýsandi fyrir okkur Íslendinga. Við erum í svo vafa- sömu jafnvægi,“ segir Daði og brosir. „Þannig högum við okkur, ég sem aðrir. Og sjáðu, þarna er svo þessi stóri hval- ur. Hann má líta á sem tákn fyrir hina miklu og óblíðu náttúru sem við erum sífellt að glíma við. Um aldir hefur sjó- sóknin verið okkar mikla verkefni, við færumst mikið í fang. En í samræmi við nútímahugsun er þessi hvalur þarna grænn … Í þessum myndum er líka alltaf eitt- hvað sem ég get ekki útskýrt.“ Í einu málverkinu er uppljómaður einhyrningur með langan pensil í stað horns. „Ég kalla þetta skáldfák,“ segir Daði. „Hann er ekki með vængi en er sam- bland af Pegasusi, einhyrningi og mál- ara. Í þessu þarna má svo sjá Ólympsfjall, þar sem guðirnir búa,“ segir hann og bendir. „Og þarna er eldgos, náttúran að tjá sig.“ Penslar spýtast upp úr gígn- um. „Auðvitað gýs penslum,“ segir hann, Erum hér á Á slóðum Ódysseifs er yfirskrift sýningar sem Daði Guðbjörnsson opnar á Kjarvals- stöðum í dag. Mál- verkin eru innblásin af hrakningum Ódysseifs og andlegum upplif- unum listamannsins. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Ég hef oft málað þetta skip á öldutoppnum, það er svo Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.