SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 22
22 20. nóvember 2011 Skáldsagan Samhengi hlutanna eftir Sig-rúnu Davíðsdóttur fréttamann í Londoner glæpareyfari sem gerist í kjölfarhrunsins. Ung íslensk blaðakona, búsett í London, lætur lífið í bílslysi. Hún fjallaði um viðskipti tengd hruninu í útvarpspistlum frá London og eig- inmaður hennar kemst að því, með aðstoð góðra manna, að ekki er allt sem sýnist varðandi slys- ið. Nokkur líkindi eru með persónunni og Sigrúnu sjálfri, nema hvað hún er auðvitað sprelllifandi. „Þegar ég fékk hugmyndina var ég ákveðin í að ég vildi ekki vera persóna í bókinni. Kannski þess vegna deyr blaðakonan svona snemma,“ segir Sigrún og hlær í samtali við Sunnudags- moggann. Hún segist ekki fjalla um einstök mál í bók- inni, en persónurnar fari í ferð um það landslag sem íslenska viðskiptalífið er, og Ísland sjálft. „Bókin er skrifuð inn í ákveðinn tíma, sept- ember 2009 og fram á vor 2010, þannig að út- koma Rannsóknarskýrslu Alþingis er liður í sög- unni.“ Til stóð að bókin kæmi út mun fyrr. „Þetta tók lengri tíma en til stóð, aðallega vegna þess að ég skrifa mest eftir vinnudag og um helgar. Það var líka mjög margt sem þurfti að huga að, hug- myndina fékk ég haustið 2006 og bakgrunnurinn átti að vera íslenska viðskiptalífið. Uppgangurinn var svakalagur, en þegar ég byrjaði að skrifa bókina vorið 2009 voru aðstæður auðvitað allt aðrar og þess vegna er hrun baksviðið en ekki uppgangurinn. Forvitni mín er hins vegar sú sama, þó að aðstæður hafi breyst.“ Í sögunni fer talsvert rými í að skýra flókna fjármálagerninga. Skyldu þær lýsingar vera raunsannar? „Hér er ljósi varpað á ákveðinn hluta al- þjóðlegs viðskiptalífs, ekki bara það íslenska. Það sem einkennir margt af því sem íslenskir um- svifamenn gerðu er ákveðinn strúktúr sem sést alls staðar þegar rýnt er í alþjóðlegt viðskiptalíf og einkennir oft skuggsækna starfsemi. Að því leyti eru lýsingarnar raunsannar en ekki að því leyti að þær eigi við einhver ákveðin fyrirtæki.“ Í bókinni kemur við sögu óhreint fé, meðal annars frá Rússlandi. Finnst þér líklegt að svo hafi verið í raun? „Þessi liður í sögunni var hluti af þeirri hug- mynd sem ég fékk strax 2006. Ástæðan var ein- faldlega sú að þegar ég hitti menn sem á ein- hvern hátt höfðu fylgst með Íslandi kom þessi spurning alltaf upp. Hvort ekki væri eitthvað bogið við þetta. Mér fannst spennandi og heillandi að nota þetta í bókina.“ Við lesturinn má skynja að íslenskir auðmenn hafi margir flækst í spillingarvef án þess að vita hvað þeir voru að gera … „Eitt af því sem bæði ég og aðrir, sem horfa á gang mála erlendis frá, þykjast sjá er alveg ótrú- leg einfeldni, en þar er ég ekki endilega að tala um toppana. Öll vorum við einföld að ákveðnu leyti. Tökum sem dæmi málefni FL Group. Allt í sambandi við það fyrirtæki var með algjörum ólíkindum og því held ég að afstaða margra Ís- lendinga hafi einkennst af ótrúlegri einfeldni. Og það er, eins og fram kemur í bókinni, eitthvað krúttlegt og sætt við það! Það sýnir ákveðinn hreinleika.“ Jólabækurnar Sigrún Davíðsdóttir segir að afstaða margra Íslendinga til uppgangsins í íslensku efnahagslífi hafi einkennst af ótrúlegri einfeldni og það sé eitthvað krúttlegt og sætt við það. Eitthvað krúttlegt og sætt við ís- lenska einfeldni Í skáldsögu Sigrúnar Davíðsdóttur, Samhengi hlutanna, fara persónurnar í ferð um það landslag sem íslenska við- skiptalífið er og Ísland sjálft og ljósi er varpað á ákveðinn hluta alþjóðlegs viðskiptalífs, ekki bara það íslenska. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is afskaplega vel unninn; aðgengilegur, áhugaverður og skemmtilegur. Flestir hefðu nú haldið að saga Jóns Sigurðssonar væri of leiðinleg fyrir börn enda snýst hún mikið til um stjórnmál og löngu látinn karl sem lifði lífi sem er ansi fjarlægt börnum nútímans. Brynhildi tekst að gera sögu Jóns og sögu Íslands áhugaverða og létta og virkilega fróðlega fyrir bæði börn og fullorðina. Ingveldur Geirsdóttir Saga úr síldarfirði Örlygur Kristfinnsson Uppheimar Saga úr Síldarfirði er afskaplega vel unnin barnabók, bæði mynd og texti ... Sagan er fróðleg og skemmtileg, auk þess sem fallegar vatnslitamyndir Örlygs falla vel inn í frásögnina, hjálpa lesendum að lifa sig inn í hana og fá skýrari mynd af því sem fjallað er um. Þetta er verk sem hefur verið vandað mjög vel til og það skilar sér til lesandans. Falleg og fróðleg alíslensk barnabók. Ingveldur Geirsdóttir Stúfur tröllastrákur Helga Sigurðardóttir Tindur Helga þræðir gömlum minnum úr íslenskum þjóðsögum skemmtilega inn í framvinduna, eðli og eigindir trölla og álfa eru tekin fyrir og í einum kaflanum eru sjálfir jólasveinarnir komnir á gólfið á heimili Stúfs þar sem þeir velta fyrir sér örlögum sínum og áætlunum. Það er líka forvitnilegt og flott að sjá hvernig tröllin eru sjálfsagður hluti af heimi manna í bókinni, þau skutlast í Bónus og fara í björgunarleiðangra með mönnunum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Glúrin pæling um sátt og samlyndi í heimi á heljarþröm? Á köflummá sjá að um byrjendaverk er að ræða en Helga veldur forminu vel, stíllinn er einkar íslenskur og hlýr og henni eru allir vegir færir á þessu sviði ef hún heldur sig að þessu. Arnar Eggert Thoroddsen Söngur guðsfuglsins. Sagan af unganum sem vissi ekki til hvers fuglar voru. Ísak Harðarson og Helgi Þorgils Friðjónsson Uppheimar Söngur guðsfuglsins er flott og fallega skrifuð bók (líka fyrir fullorðna) um efni sem okkur er öllum hugleikið; hver erum við og til hvers erum við? Anna Lilja Þórisdóttir Upp á líf og dauða Jónína Leósdóttir Vaka-Helgafell Jónína er flinkur og fjölhæfur höfundur og virðist geta skrifað áreynslulaust um hvaðeina. Unglingabækur hennar hafa verið vinsælar og unnið til verðlauna og þessi nýjasta viðbót, þar sem fjallað er um háalvarlegt efni, án þess að bókin verði nokkurn tímann dapurleg, hefur alla burði til að fá jafn góðar viðtökur. Anna Lilja Þórisdóttir Ævintýri tvíburanna Birgitta Hrönn Halldórsdóttir Töfrakonur/Magic Women ehf. Birgittu tekst vel að setja sig í spor átta ára krakka og lýsa lífinu út frá þeirra sjónarhorni ... Þetta er mjög hrein og bein bók, vel skrifuð og lífleg. Tilvalin fyrir sex til tíu ára krakka sem vilja lesa fjörlega sögu um jafnaldra sína í nútímanum. Ingveldur Geirsdóttir Ljóð Drauganet Bergsveinn Birgisson Bjartur Bókinni er skipt upp í fimm kafla og batnar er á líður. Annars finnst mér bókin sundurlaus og innihaldið að megninu til eiginlega bara jafn óheillandi og undarlegt og kápan. Bergsveinn yrkir í hinum ýmsum ljóðstílum og á það til að kallast á við hefðina. Hann nær stundum að vera sniðugur og það eru nokkur ljóð semmér finnst mikið til koma og tvö sem fengumig til að flissa smá. Fyrir utan það náði ég litlum tengslum við þessar ljóðasmíðar. Við ljóðalestur er skilningurinn og upplifunin undir lesandanum komin og ég skildi lítið og upplifði minna. Drauganetið fangaði mig ekki. Ingveldur Geirsdóttir Skrælingjasýningin Kristín Svava Tómasdóttir Bjartur Ég hafði mikla ánægju af því að lesa Skrælingjasýninguna. Myndirnar sem ljóðin draga upp eru miklar, óreiðukenndar og undalegar en samt svo kunnuglegar. Stundum skildi ég hana ekki en það var allt í lagi því upplifunin er orðin og hvernig þau raðast saman. Stemningin í ljóðunum er heillandi og sogar mann til sín eins og svarthol. Kristín Svava er fyndin, kaldhæðin og gagnrýnin og frábært skáld. Ingveldur Geirsdóttir Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu Eyþór Árnason Uppheimar Þótt víða sé komið við í þessu fína verki, þá eru tök skáldsins hvað sterkust þegar sveitin er umfjöllunarefnið. Undir lok bókar eru þrjú ljóð kennd við höfuðpósta umhverfisins inni í Skagafirði: Vötnin, Túnið og Fjallið. Í þeim leikur skáldið með formið, byggir ljóðin eins, fyrst koma þrjú knöpp fjögurra línu erindi; það fyrsta hefst alltaf á orðinu „niður, það næsta á orðinu „yfir“ og það síðasta á „upp“. Þetta eru knappar stemningar og vel lukkaðar, það er sönn tilfinning í þeim. Niður vötnin „kemur ágúst / með heiðalykt / og kvist“, yfir túnið „fer sláttuþyrla / og klippir / stelksunga“, og uppi á fjallinu stendur ljóðmælandinn á brúninni, „horfi niður klettana / gríp andann, gríp lífið“. Einar Falur Ingólfsson Undir tjaldhimni veruleikans Bjarni Bernharður Egoútgáfan Ljóð Bjarna Bernharðs einkennast af markvissri myndsköpun og afdráttarleysi. Þetta er með betri bókum hans. Ég reikna þó ekki með að ljóð hans verði allra. Áferð þeirra er hrjúf og á stundum hvöss. Á hinn bóginn skilja þau eftir sig sterkar myndir í huganum. Skafti Þ. Halldórsson Skáldskapur Einvígið Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell Spennusaga eftir Arnald Indriðason hefur verið fastur punktur í tilverunni 1. nóvember ár hvert um árabil. Að þessu sinni er það glæpasagan Einvígið, sem á sviðið. Hún svíkur engan, heldur lesandanum föstum við efnið og eftir rólega byrjun rennur hún svo vel að best er að lesa hana í einum rykk ... Uppbygging Einvígisins er eins og best verður á kosið, frásögnin er róleg og yfirveguð til að byrja með en síðan eykst hraðinn, spennan verður meiri og meiri og fléttan í lokin er frábær auk þess sem endirinn kemur skemmtilega á óvart. Glæpasögur gerast ekki betri. Einvígið er enn ein rósin í hnappagat Arnaldar Indriðasonar. Steinþór Guðbjartsson Feigð Stefán Máni JPV Stefáni Mána tekst ágætlega að byggja upp spennu í bókinni, þótt ýmislegt sé fyrirsjáanlegt. Maður veit að Hörður er að hlaupa á sig, hann veit það meira að segja sjálfur, en samt gengur hann í gildruna. Þó er hann svo trúr starfi sínu að yfirmenn hans eru tilbúnir að horfa framhjá því þegar hann klúðrar hlutunum vegna þess að þeir vilja halda í hann. Þó fer að ganga verulega á trúverðugleikann þegar Hörður kemst upp með að ganga í skrokk á fanga á Litla-Hrauni án þess að það hafi nokkur eftirmál. Stefán Máni sýnir í þessari bók að hann kann að byggja upp spennu og halda henni. Að ósekju hefði hann mátt stytta Vestfjarðakaflann í upphafi, en þegar hann er kominn á skrið halda honum engin bönd. Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.