SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 26
26 20. nóvember 2011 Vesturlandabúar ættu að gefa barna-þrælkun meiri gaum. Hún er hluti afokkur veruleika og það er kjánalegt aðleiða hana hjá sér eða láta eins og hún sé ekki til,“ segir Margrét Örnólfsdóttir rithöf- undur, sem sendir nú frá sér bókina Lítill heim- ur. Kínverskt barn sem þrælar í verksmiðju í heimalandinu sendir frá sér beiðni um hjálp. Skilaboðin berast unglingi uppi á Íslandi og á endanum tekst honum að bjarga þessu eina barni. Margrét segist hafa velt því fyrir sér, þegar hún skrifaði bókina, hve mikið íslenskir krakkar viti um barnaþrælkun. Hún komst að því: „Ég hef farið mikið í grunnskóla undanfarið, vegna verkefnisins Skáld í skólum á vegum Rithöf- undasambandsins. Krakkar kveikja samstundis á þessu, þau eru meðvitað fólk.“ En hvernig skyldi hugmyndin að bókinni hafa kviknað? „Það er ekki gott að segja, maður gleymir stundum hvaðan hugmyndir koma. En þetta er málefni sem hristir upp í fólki annað slagið og mér blöskrar hve mikið er af hlutum í kringum okkur sem við vitum ekki hvaðan koma eða við hvaða aðstæður eru búnir til. Mig langaði að segja hlutina í samhengi og tengja okkar veru- leika, án þess að bókin yrði eitthvert áróðursrit. Þetta er fyrst og fremst spennusaga og nútíma- ævintýri.“ Margrét ákvað endanlega að skrifa bókina eftir að hún fór að kynna sér málefnið og fann vitn- isburð krakka sem höfðu losnað úr þessum að- stæðum. „Þarna fann ég raunverulegar persónur sem áttu sér sögu. Þá sá ég fyrir mér að hægt væri að skapa persónu við þessar aðstæður án þess að hún yrði bara fórnarlamb.“ Talið er að í heiminum séu 250 milljónir barna í þrælkunarvinnu, að sögn Margrétar. „Það er tala sem segir manni kannski ekki mikið, þó menn súpi auðvitað hveljur þegar þeir heyra hana. Það er erfitt að sjá fyrir sér svona margar manneskjur; þetta er massi sem heitir ekki neitt en þegar hugsað er um hvert og eitt líf, hverja persónu, þá lítur þetta allt öðruvísi út. Þá eru skilaboðin þau að hver og einn skipti máli. Ég velti fyrir mér stöðu barna, ekki bara í þessu samhengi, heldur líka sem neytenda. Börn eru orðin svo mikilvægur hluti af hagkerfi heims- ins,“ segir Margrét. „Það vita samt allir sem vilja vita að við byggjum velmegun okkar dálítið mikið á því að annars staðar eru fólki ekki borguð þau laun fyrir vinnu sína sem okkur finnst mannsæmandi. En við viljum geta keypt hluti ódýrt og það kemur niður á einhverjum einhvers staðar.“ Margrét segist hreint ekki vera með neina lausn á þeim vanda sem hún fjallar um í bókinni en gefur ekki mikið fyrir þau rök að hafi fólk ekki þá vinnu sem hér um ræðir fái það ekkert að gera. „Það er voðalega erfitt að réttlæta illa meðferð á fólki með því að það gæti haft það ennþá verra. Það sem ég fjalla um núna er hreint og beint ofbeldi; það er staðreynd að börn eru tekin úr sínu eðlilega umhverfi, sem er fjöl- skyldulíf þar sem þau eiga kost á menntun, og eru látin þræla. En auðvitað getur maður ekki dæmt einhliða, þetta er er mjög margbrotið vandamál,“ segir Margrét. Jólabækurnar Margrét Örnólfsdóttir segist ekki gefa mikið fyrir þau rök að hafi fólk ekki þá þrælavinnu sem segir frá í bókinni fái það ekkert að gera, það sé staðreynd að börn séu tekin úr sínu eðlilega umhverfi og látin þræla. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ættum að gefa barna- þrælkun meiri gaum Margrét Örnólfsdóttir sendir frá sér bókina Lítill heimur þar sem segir frá kínversku barn sem þrælar í verksmiðju sendir frá sér beiðni um hjálp sem best íslenskum unglingi. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Á afskekktum stað Arnþór Gunnarsson Hólar Fyrir áhugafólk um land og sögu er bókin Á afskekkum stað hvalreki. Frásagnirnar eru sumar að vísu tilþrifalitlar og höfundur hefði að ósekju mátt ydda þær betur; en þær eru samt frábær heimild um svo margt í Austur-Skaftafellssýslu; landinu milli fljótanna. Sigurður Bogi Sævarsson Brautryðjandinn - Ævisaga Þórhalls Bjarnarsonar 1855-1916 Óskar Guðmundsson Skálholtsútgáfan Óskari Guðmundssyni hefur tekist vel til í bók sinni um Þórhall Bjarnarson og gera hann í raun að samtíðarmanni. Það er ekki öllum höfundum gefið að færa viðfangsefni sitt til milli alda ef svo má segja. Þannig skynjaði ég biskupinn í Laufási fyrst og síðast sem fullhuga líðandi stundar, mann sem hafði mörg járn í eldi. Fylgdist vel með straumum sinnar tíðar, tók virkan þátt í þjóðfélaginu og lagði sitt af mörkum til breytinga. Og var umfram annað vænn maður. Okkur hefði munað um svona karl í dag. Góðri svipmynd af þessu bregður Óskar upp í bók sinn, sem er vönduð bæði af stíl og frásögn. Þá er bókin í þægilegu broti, vel unnin og heldur lesanda við efnið út í gegn. Sigurður Bogi Sævarsson Ekki líta undan Elín Hirst JPV Bókin er hæfilega löng, hefði jafnvel mátt vera aðeins styttri. Fyrri hluti hennar er beinlínis sláandi. Seinni hlutinn verður á köflum ögn losaralegur. Bókinni er greinilega ætlað að hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og er það sannarlega þakkarvert. Í seinni hlutanum, minnir verkið einstaka sinnum á upplýsingarit fyrir þolendur kynferðisafbrota og um leið kemur visst rof í textann. Þessa kafla hefði hugsanlega verið betra að flokka sem ítarefni og setja aftast í bókina eða í vandlega afmarkaða sérkafla. Um leið hefði bókin virkað heillegri sem persónuleg reynslusaga. Þetta breytir þó engu um það að hér er áhrifamikil reynslusaga á ferð. Kolbrún Bergþórsdóttir Fallið Þráinn Bertelsson Sögur Saga Þráins er á engan hátt einstök eða sérstaklega merkileg sé út í það farið en þarna geta forvitnir séð það svart á hvítu í hvurslags öngstræti fólk af öllum stærðum og gerðum getur komist fyrir tilstilli fíknar sem það ræður á engan hátt við. Það leikur sér enginn að þessu og bók Þráins er þannig ágætis innlegg í almenna upplýsingu um alvarleika alkóhólismans og gæti stuðlað að niðurbroti fordóma. Að lokum vil ég hrósa umbroti bókar og útliti. Það er einstaklega smekklegt. Arnar Eggert Thoroddsen Götumálarinn Þórarinn Leifsson Mál og menning Þórarinn er ágætur stílisti, launfyndinn og á auðvelt með að framkalla stemningu. Á köflum finnur maður lyktina af sólbökuðum götunum. Eins og nærri má geta fékk Þórarinn á þessum árum allnokkra innsýn í dreggjar mannlífsins og hann lýsir slíku á glúrinn hátt, er engan veginn að dramatísera eða taka frásögnina upp í hástigið. Hann lýsir hlutunum þvert á móti kalt, segir frá þeim eins og hann sé að þylja upp staðreyndir og skilar þessi taktík hans mun áhrifaríkari texta en ella. Á svipaðan hátt vílar hann ekki fyrir sér að lýsa meinsemdum eigin fjölskyldu og uppsker hann þar á líkan hátt. Þegar allt er saman tekið er þetta stórgott byrjandaverk hjá Þórarni á þessu sviði sagnalistarinnar. Arnar Eggert Thoroddsen Konan með opna faðminn Sigríður Hrönn Sigurðardóttir Salt Konan með opinn faðminn er fyrsta bók Sigríðar Hrannar Sigurðardóttur. Þetta lofar allt góðu, en að meinalausu hefði efni bókarinnar mátt hafa ofurlítið meiri dýpt, stíllinn þjálli og framsetningin yddaðri. Eigi að síður er bókin býsna góð og á erindi við samtíma sinn. Sigurður Bogi Sævarsson Melastelpan, minningabók I Norma Samúelsdóttir Útgáfa höfundar Í Melastelpunni, minningabók er víða sleginn fínn og einlægur tónn; frásagnargleðin er mikil og margar minningarnar áhugaverðar í endurlitinu. Sagan líður hinsvegar fyrir losaralega byggingu og þegar líður á verður frásagnarhátturinn of laus í reipunum; til að mynda tengjast sendibréf og dagbækur ekki vel upprifjunarforminu sem gengur vel upp í fyrri hluta bókarinnar. Þá er prófarkalestri og frágangi textans nokkuð ábótavant. Engu að síður eru endurminningar Melastelpunnar áhugaverðar, einlægar og frásögnin býsna lífleg á köflum. Einar Falur Ingólfsson Í björtum Borgarfirði Helgi Kristjánsson Vestfirska forlagið Hlýhugur Helga Kristjánssonar til æskustöðvanna í Borgarfirði kemur fram á næstum hverri blaðsíðu í æviþáttum hans ... Helgi Kristjánsson er minnugur og sögumaður góður. Sögur af honum sjálfum og lífinu almennt í Borgarfirði á uppvaxtarárum hans gefa bókinni gildi. Helgi Bjarnason Ríkisfang: Ekkert – Flóttinn frá Írak á Akranes – Sigríður Víðis Jónsdóttir Mál og menning En það er hinn sterki þráður vináttu, væntumþykju, hlýju og skilnings sem Sigríður hefur náð að mynda á milli sín og Línu og Aydu, sem gerir þessa bók svo sterka og eftirminnilega. Sigríður nær með samtölum sínum við þær, sem voru ég veit ekki hversu mörg á því tveggja og hálfs árs tímabili sem hún vann að þessu verki, að fá þær til þess að opna sig og lýsa reynslu sinni, sem er svo ljót og átakanleg, að stundum þarf að taka sér hlé frá lestrinum, til þess að hvíla sig aðeins á viðbjóðnum. Agnes Bragadóttir Öll þau klukknaköll Ritnefnd Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum og Guðrún L. Ágústsdóttir Vestfirska forlagið Störf presta á akrinum hafa löngum skipt miklu í dreifðum byggðum landsins. Um það hefði svo sannarlega mátt ýtarlegar fjalla í þessari bók, slíkt hefði aukið gildi hennar og gert hana efnismeiri. Á móti hefði mátt sleppa sögum af hvurndagslegu brasi ... En tökum samt viljann fyrir verkið og þökkum fyrir bókina með sömu orðum og skáldið orti forðum: Í drottins ást og friði. Sigurður Bogi Sævarsson Ævisögur Þræðir valdsins Jóhann Hauksson Veröld Það er án efa rétt hjá Jóhanni að þjóðin lokaði augum fyrir spillingunni fyrir hrun og að stjórnmálamenn lögðu ekki neina sérstaka áherslu á að setja reglur sem fallnar væru til að draga úr hættu á spillingu. Þjóðin vildi trúa því að hér væri allt gott og allt gengi vel. Hrunið hefur neytt þjóðina til að horfast í augu við að hér fór margt úrskeiðis og stjórnmál og viðskipti voru farin að vefjast saman með óeðlilegum hætti. Það er jákvætt að menn eins og Jóhann reyni að varpa ljósi á þessi mál, en hætt er við margir lesendur hefðu viljað sjá aðeins meira kjöt á beinunum og minna af félagsfræði. Egill Ólafsson 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu Sigmundur Ó. Steinarsson Knattspyrnusamband Íslands Þessi bók er afrek í heimildavinnu, hún er ótrúlega yfirgripsmikil, frágangur frábær og lesningin stórskemmtileg. Framsetning á efninu er lifandi og umbrot vel heppnað. Árni Matthíasson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.