SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 38
38 20. nóvember 2011 Þrjár konur opnuðu þriggjadaga útgáfusýningu í SparkDesign Space á föstudaginn álistaverki sem er í senn ljóða- bók og myndlistarverk, bók í mörgum víddum og með sinn eigin heim og lýtur sínum eigin lögmálum. Verkið nefnist Hverra mamma ert þú? Konurnar eru Hrund Gunnsteinsdóttir, Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir og Hildigunnur Sverrisdóttir. Hrund er þróunarfræð- ingur og skáld en hefur unnið ýmiskon- ar störf yfir ævina í blaðamennsku og ráðgjöf auk þess að hafa unnið mikið fyrir UN Women. Soffía er myndlist- armaður sem hefur tekið þátt í dans- gjörningum með 101 PROTOTYPE og Ördansahátíðum sem og unnið til- raunaverkefni meðal annars með skosk- um mannfræðingi. Hildigunnur er arki- tekt og stundakennari við LHÍ og hefur komið að ýmiss konar fyrirlestrahaldi og fræðilegum umræðum í kringum arkitektúr. Bókin eða verkið er gefið út í 108 eintökum. Hver bók er mikið hand- verk sem hefur verið stýrt af þeim þremur en farið um hendur margar. Þar á meðal hendur Hildar Sigurðardóttur og Ólafar Birnu Garðarsdóttur hjá Reykjavík Letterpress en að sögn Hildi- gunnar var hver síða skorin þar út „og prentun hverrar síðu er handtak,“ segir hún. „Okkur langaði að þetta væri handverk, en ekki bók sem er fjölda- framleidd. Í gamla daga voru setjarar sem settu upp textann og þær hjá Let- terpress vinna svipað. Bómullarpappír sem er prentað á heitir þúsund ára pappír, millenium pappír, því hann á að lifa í þúsund ár. Við skárum síðan þessi göt sem eru í bókinni og klipptum út blöðkurnar. Ég held að það séu þrír klukkutímar sem liggja í hverri einustu blöðku í hverri einustu bók, það var mikið handverk. Svo fundum við dásamlegan bók- bindara, Sigurþór Sigurðsson, sem er svo nákvæmur og hefur unnið mikið með listamönnum og hafði skilning á því sem við vorum að gera. Á einum stað í bókinni skárum við svo mjóar ræmur að pappírinn var of þykk- ur til að við gætum gert það í hönd- unum, þá þurfti að búa til stansa, sem er svona hnífur. Framleiðslan á þessum hníf fór fram í Þýskalandi. Við höfum upplifað margar áskoranir við gerð þessarar bókar en alls staðar hitt fólk sem var tilbúið til að finna leiðir með okkur,“ segir Hildigunnur. Í upphafi var ljóðið Blaðamaður Morgunblaðsins hittir þær þrjár á skrifstofu Hildigunnar við Selja- veg og þar segir Hrund honum að þetta hafi byrjað með ljóði. Í upphafi verkefn- isins var orðið, þótt hún segi sjálf í ljóð- inu; Í upphafi var ekki orðið. Hefur upphafið orðið? „Jú, Hrund kom með seríu af ljóðum sem fjölluðu öll um konur,“ segir Hildi- gunnur. „Þetta voru fimm ljóð sem fjölluðu um mæður og konuna í mis- munandi samhengi. Við vorum langt komnar með verkið þegar sjötta ljóðið kom og það ljóð krafðist síðan alls svæðisins og fékk alla bókina fyrir sig.“ „Mig langaði til að gera bók sem væri með einhverri vídd, væri með sitt „júní- vers“,“ segir Hrund. „Ef þú skoðar gömlu hringbækurnar sem voru gerðar fyrir börn þar sem bókin verður að heil- um heimi eða panorama-bækurnar sem hreyfast þegar þú opnar þær og verða að heilli leikmynd, það eru bækur með sinn eigin heim. Kannski á hugmynd mín uppruna í þessari barnaupplifun. Listamennirnir Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, Hrund Gunnsteinsdóttir og Hildigunnur Sverrisdóttir halda sýningu á listaverkinu sínu í Spark Design núna um helgina en um óð til mæðra þeirra er að ræða, óð til hins uppbyggjandi og nærandi krafts veraldarinnar. Bókin sem varð að l Þrjár konur sköpuðu eina bók sem er lista- verk í 108 eintökum og er sýnt í Spark Design Space núna yfir helgina. Blaðamaður Morgunblaðsins spjall- aði við þær um hvítt. Texti: Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.