SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 20
20 20. nóvember 2011 Úr inngangi Hvers vegna að segjaþessa sögu? Kemurþetta öðrum við?Yrði það öðrum að gagni? Þetta eru spurningar sem áreiðanlega leita á marga þá sem hafa orðið fyrir geðröskunum eða alvarlegum geðsjúkdómum og íhuga að fjalla um þá lífs- reynzlu á opinberum vettvangi. Er meiri ástæða til að segja frá og fjalla um þá frekar en aðra sjúk- dóma? Að vísu er mikið fjallað um sjúkdóma í almanna- umræðum en er tilefni til að gera það með jafn persónulegum hætti og hér er gert? Einu sinni mátti ekki tala um geðsjúkdóma eða öllu heldur um fólk, sem þjáðist af þeim. Slíkir sjúkdómar voru vandlega faldir í fjölskyldum. Ekkert síð- ur en áfengissýki. Hún fékk fæðingareitrun var sagt við ungling um miðbik síð- ustu aldar sem skildi ekki und- arlega háttsemi móðursystur sinnar. Það mátti ekki segja að hún hefði sturlast, eins og það var kallað þá. Hún er bakveik var sagt við dreng, sem furðaði sig á því að föðursystir hans var rúmföst mánuðum saman. Það mátti ekki segja að hún væri þunglynd. Hann fékk lífhimnubólgu sagði móðir við syni sína sem áttu erfitt með að skilja hvað móðurbróðir þeirra var sér- kennilegur í háttum. Það mátti ekki segja að hann væri alvarlega geðveikur. Að þegja um geðsjúkdóma, sem sækja á, er mikið álag. Að reyna að fela geðsjúkdóma í fjölskyldum er enn þyngri byrði. Umtalið er grimmt – ekki sízt í fámennu samfélagi. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að segja svona sögu. Það er ákveðið frelsi fólgið í því fyrir hinn sjúka og aðstand- endur hans að segja allt. Þá er ekki lengur yfir neinu að þegja. Þá er ekki lengur neitt að fela. Þá þurfa börn ekki lengur að hlusta á hvísl skólasystkina sinna: Mamma hennar er geðveik. Þá þarf ekki lengur að svara varlega orðuðum spurningum um heilsufarið. Það er spurt öðruvísi um geðsjúkdóma en um krabbamein eða blóðtappa. (…) En það er líka önnur mjög persónuleg ástæða fyrir því að bókin var skrifuð. Ég hef í bráð- um hálfa öld fylgzt með baráttu eiginkonu minnar við alvar- legan geðsjúkdóm. Ég hef fylgzt með henni bíða ósigur í þeirri baráttu aftur og aftur. Ég hef fylgzt með henni rísa upp í hvert sinn og hefja þá baráttu á ný af einstöku hugrekki og þraut- seigju þar til að nú síðustu árin má segja að jafnvægi hafi náðst. Umhverfi okkar hefur stund- um átt erfitt með að skilja hana og háttsemi hennar með öllum þeim sveiflum, hæðum og lægð- um og óvæntum og óskiljan- legum viðbrögðum sem þessum sjúkdómi fylgja. Það væri ekki rétt að segja að bókin hafi verið skrifuð til þess að veita henni „uppreisn æru“. Það varðar ekki við ærumissi að verða veikur. En kannski var hún skrifuð til þess að sýna fram á að einstaklingur, sem hefur orðið að heyja erfiða baráttu við alvarlegan geð- sjúkdóm nánast öll sín fullorð- insár getur með því að gefast aldrei upp skapað sér sæmilega eðlilegt líf, eignast börn og barnabörn og notið þess að sjá framtíðina blasa við afkom- endum sínum og gert sér vonir um að hlutskipti þeirra í lífinu verði betra. Loks má vel vera að ég sé að skrifa þessa bók til þess að gera upp einn veigamesta þáttinn í mínu eigin lífi og gera mér sjálf- ur betur grein fyrir örlögum þess unga fólks sem hittist í húsi í Vesturbænum í febrúarmánuði 1964. Hvað sem öðru líður er það svo að hér er bók sem skrif- uð var af þörf og vonandi verður hún einhverjum til gagns. Vorið 1968 (…) Þennan vordag í maí varð sprenging. Gluggatjöldin voru dregin fyrir um hábjartan dag til þess að forðast augu sem horfðu á hana inn um alla glugga. Ég varð ráðvilltur, missti fót- anna og var í algeru „sjokki“. Það er engin leið að lýsa þeim tilfinningum, sem bærast innra með manni á svona stundum, enda skildi ég þær ekki og skil ekki enn. Það var ekki eins einfalt og ætla mátti við fyrstu sýn vorið 1968 að leita læknis. Það var erf- itt að fá hana til þess að fallast á að tala við lækni og útilokað að fá hana til að fara til læknis. Fyrsti geðlæknirinn, sem leit- að var til, var að sjálfsögðu tilbúinn til að ræða við konu mína en ekki inni á heimili okk- ar. Það var föst regla að sjúk- lingar kæmu til læknis. Ég átti erfitt með að skilja það. Geð- læknar vita mæta vel hversu erfitt er að fá geðsjúkt fólk til þess að tala við lækni, hvað þá að fara til læknis og stundum nánast ómögulegt að fá þá til þess að leggjast inn á spítala. En sjálfsagt höfðu læknarnir sín rök fyrir þessu fyrirkomulagi á sín- um tíma. Hvað ætli valdi því, að svo erfitt er að fá fólk sem hugs- anlega er orðið sjúkt á geði til þess að tala við lækni eða leggj- ast inn á geðdeild? Það getur verið að sjúklingurinn sjálfur sé skelfingu lostinn við þá til- hugsun að hann kunni að vera orðinn geðveikur. Heimsókn til geðlæknis gæti verið staðfesting á því. En svo má vel vera að sjúklingurinn geti einfaldlega ekki hugsað rökrétt á sama hátt og sá sem kominn er með blóð- tappa eða vísbendingar um krabbamein getur kannski gert. Hver svo sem ástæðan er má segja að það sé nánast ómann- eskjuleg krafa að ætlast til þess að komið sé með sjúkling til læknis á stofu eða spítala við þessar aðstæður. Í þessu tilviki var ómögulegt að fá konu mína til að fara til geðlæknis. Eftir nokkurt þóf tókst þeim geðlækni, sem ég hafði fyrst samband við, að fá starfsbróður sinn til að koma á heimili okkar. Niðurstaða hans var, að um væri að ræða taugaáfall sem líklegt væri að mundi lagast á svo sem þremur vikum með lyfjatöku. Síðan sú sjúkdómsgreining var gerð eru liðin meira en 43 ár og sjúkdómurinn ekki enn genginn yfir – þótt hann hafi látið lítið fara fyrir sér á köflum. Það er ekki við þann lækni að sakast sem var svo bjartsýnn í upphafi. Hver getur séð fyrir hvernig geðsjúkdómur hagar sér? Enginn. Uppeldið og umhverfið í æsku stendur fyrir sínu. Þegar móð- ursystir mín, Guðbjörg Rann- veig Jóhannesdóttir, varð alvar- lega geðveik var lítið um það talað. Ég man enn þá skelfingu sem greip mig dag einn, þegar ég ætlaði að heimsækja eitthvert frændsystkina minna og hún kom til dyra, allt önnur kona en ég hafði þekkt frá því ég mundi eftir mér, ljúf og góð en breytt. Í sveitinni var geðveikur maður á bæ í nálægum dal. Það var ekki um það talað en fólk vissi af því. Æfing í að fela ofneyzlu áfeng- is náins aðstandanda kom sér vel. Þau eru mörg leyndarmálin í fjölskyldum. Fyrstu viðbrögð mín voru þau að þetta skyldi enginn fá að vita. Og jafnframt sótti sú hugsun á mig að hin unga eiginkona mín skyldi aldr- ei fara á Klepp. Samtöl okkar um veikindi bróður hennar, Gunn- ars heitins Finnbogasonar, sem hafði verið meira og minna á Kleppi frá unglingsárum, voru með þeim hætti að ég gat ekki hugsað mér að hún færi þangað. Þau veikindi voru ástæðan fyrir ótta hennar um ættgengi þessa sjúkdóms, sem að var vikið í fyrstu sjúkraskýrslum. Í æsku minni var Kleppur óhugnanlegur staður. Ég þorði ekki að koma nálægt Kleppi, þegar ég var strákur. Þetta orð Kleppur hafði öðlast sérstaka þýðingu í þjóðarvitundinni. Hvers vegna að segja Út er komin bókin Ómunatíð: Saga um geðveiki, þar sem Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi rit- stjóri Morgun- blaðsins, fjallar um erfið veikindi eiginkonu sinnar og stöðu barna geðsjúks for- eldris. Sunnu- dagsmogginn birtir hér kafla úr bókinni. Hvatinn að skrifum bókarinnar Ómunatíð var ekki síst að vekja athygli á aðstæðum barna, sem eiga foreldri sem glímir við geðröskun.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.