SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 33
20. nóvember 2011 33 Útgáfa bókarinnar Ómunatíð eftir Styrmi Gunnarsson erumikil tíðindi, en kaflabrot úr henni birtist í dag í bókablaðiSunnudagsmoggans.Um bókina má segja að öll fjölskyldan standi að henni og þarf kjark og áræði til að stíga fram með þessum hætti. Það kemur öll- um þeim fjölmörgu sem glíma við geðröskun til góða að þögnin sé rofin, ekki síst í vandaðri, yfirvegaðri og um leið einlægri frásögn sem þessari. Óhætt er að fullyrða að hún dýpkar til muna skilning almennings á því sem við er að eiga og opnar glugga í innri heim sem mörgum er að mestu hulinn. Þetta er bók sem breytir samfélagi. Og þar er varpað upp mörgum álitaefnum sem þarf að taka til gagn- gerrar skoðunar í íslensku heilbrigðiskerfi og raunar samfélaginu í heild. Höfundur bókarinnar gætir þess að tala ekki eins og hann viti svörin við öllum spurningum, heldur dregur fram álitaefni með mildum en jafn- framt rökföstum hætti og gerir sitt til að ýta undir frekari umræðu – og aðgerðir: „Geðheilbrigðiskerfið á að sinna fleirum en sjúklingnum sjálfum. Það þarf að sinna aðstandendum líka, börnum og mökum. Fyrstu skrefin hafa verið stigin á þeirri braut en sennilega þarf mun meira til og þar á meðal löggjöf með skýrri stefnumörkun af hálfu stjórnvalda um hverjar þær skyldur eigi að vera.“ Það sem honum er efst í huga er hagur barna sem alast upp á heimili þar sem foreldri glímir við geðröskun og segir mikilvægt að aflétta leyndinni: „Þegar ég horfi til baka er ég þeirrar skoðunar að tilraunin til þess að fela fyrir dætrum okkar veikindi móður þeirra séu mín mestu mistök í viðbrögðum við þessari alvarlegu geðsýki. Þótt á þeim tíma hafi ekki verið annarra kosta völ en að koma dætrum okkar fyrir hjá ömmum þeirra og ekki í kot vísað er ljóst að meiri áherzla hefði verið lögð á dagleg samskipti móður og dætra, bæði sumarið 1968 og í síðari veik- indafösum ef við hefðum gert okkur grein fyrir mikilvægi þess að sem minnst rof yrði í samskiptum veikrar móður og barna hennar og hvað regluleg samskipti við móður skipta miklu máli fyrir börn. Þetta er það sem við teljum að ungt fólk sem stendur í svipuðum sporum geti helzt lært af lífssögu okkar. Vegna þessarar reynslu hefur mér alltaf fundizt að betur mætti gera í að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra leið- beningar um það hvernig eigi að útskýra veikindi sem þessi fyrir börn- um.“ Orð eru til alls fyrst. Vonandi er tími þagnarinnar rofinn. Tími þagnarinnar rofinn „Inniskórnir eru helsti munaður konunnar.“ Erna Kaaber framkvæmdastýra í síðasta Sunnu- dagsmogga. „Mér sýnist þetta vera lélegur brandari – eða nýtt kommúnista- ávarp í svínslegum búningi“ Geir Gunnar Geirsson, einn eigenda svína- búsins Stjörnugríss hf., um frumvarp landbúnaðarráðherra um takmörkun framleiðslu einstakra svínabúa. „Hann er enginn hug- myndafræðingur, enginn hugsuður, ekkert.“ Herman Heggertveit, sem var í Úteyju 22. júlí, um fjöldamorðingjann Anders Breivik, sem kom fyrir rétt í vikunni. „Þau hafa lítið frétt af framgangi hér á landi síð- ustu fimm- hundruð árin og kannski ályktað sem svo að Hólar væru orðnir borg út frá hlut- verki staðarins um siðaskiptin.“ Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri hjá Sveitar- félaginu Skagafirði en sveitarstjórnin fékk nýver- ið sent bréf sem „borgarstjórn“ Hóla. „Það var búist við miklu en ekki að slegið yrði met dag eftir dag.“ Lóa D. Kristjánsdóttir, annar eigenda fataversl- unarinnar Lindex á Íslandi, en Íslendingar gerðu áhlaup á búðina þegar hún var opnuð. „Það er gaman fyrir lítinn strák frá eyju í ballarhafi að vera í sömu deild og stóru strákarnir.“ Rúnar Rúnarsson en kvikmynd hans Eldfjall hlaut aðalverðlaun dóm- nefndar alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Denver. „Allt sem er stórt hæfir okkur vel.“ Eiður Arnarsson bassaleikari Todmobile. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Halldór hafi sett eitt skilyrði fyrir því að Fram- sókn yrði við kröfum Jóns bæjó og færi í stjórn með Samfylkingunni: „Í (ráðherra)hópinn þurfti tvo þungavigtarmenn, svo mynda mætti trausta ríkisstjórn. Framsókn vildi fá inn tvo tiltölulega nýskipaða sendiherra vestan hafs og austan, Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson.“ Jakob, sem bréfritari vissi ekki fyrr en núna að hefði haft stjórnarmyndunarumboð frá öðrum en Jóni í Skífunni, hófst þegar handa og ræddi við hina og þessa. Þungavigtarmennirnir tóku þessu vel og fagnandi að sögn Jakobs. Jakob hafði reyndar haft það fyrir venju og hafði lengi eftir þetta, þegar Jón Baldvin kom heim í frí hvert sumar og hvern vetur, að setja í gang fjöl- miðlasveiflu um að allt léki nú á reiðiskjálfi vegna þess að JBH væri sennilega á leið inn í pólitíkina aftur. Sat Jón Baldvin endalaust fyrir svörum um þessi tíðindi, svo sem vonlegt var, og sló öll þessi mörgu ár véfréttina í Delfí jafnan út. Og alltaf létu fréttamennirnir, svo sem einnig er eðlilegt, Jakob Frímann teyma sig til að fjalla um hin miklu tíðindi og allt það sem gæti dunið yfir í framhaldinu. Þessar reglubundnu seríur gerðu sig illa í sumarfríum sendiherrans, en voru ágætar í jólafríunum, vegna þess að þá hjálpaði skammdegisþátturinn til eins og í tilviki allra hinum skrítnu málanna. En, sem sagt, þrátt fyrir ótvíræðan vilja Jóns í Skífunni um að fá Samfylkinguna inn í ríkisstjórn, og þótt hann væri meira að segja ekki eini Jóninn um að vilja það og er þá sendiherrann ekki einn meðtalinn, gekk þetta upplagða dæmi samt ekki upp. Allt var það Margréti Frímannsdóttur, formanni Samfylkingar, að kenna, segir Jakob. Margrét hefði ekki alveg skilið hvers vegna Halldór Ás- grímsson hefði aldrei svo mikið sem orðað sam- starf við sig, formann Samfylkingarinnar, en verið á fleygiferð í stjórnarmyndunarviðræðum við þungavigtarmennina Jón bæjó í Skífunni og Jakob Stuðmann. Það var gott hjá Jakobi að láta bókina sína heita: Með SUMT á hreinu. Morgunblaðið/Sigurgeir S

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.