SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 10
10 20. nóvember 2011 Skar og skarkali | 15 Þorgrímur Kári Snævarr 06:30 Vekjaraklukkur glymja en við hjónin „snúsum“ bæði því það er starfsdagur í skóla dætranna og nægur tími til stefnu. Vökunótt kvöldinu áður því eiginkonan var að skila ritgerð og ég að vinna í verk- efnum tengdum framboði Bjarna Benediktssonar. 08:10 Hrekk upp með andfæl- um. Morgunkaffi Bjarna með stuðn- ingsmönnum hans byrjaði fyrir 10 mínútum og öll dagskrá riðluð. Hendist framúr, skutla All Bran og Cheerios í skálar fyrir Karitas og Helenu, kyssi allar bless og hleyp út. 08:30 Mættur á Amokka í Hlíð- arsmára þar sem mikill fjöldi lands- fundarfulltrúa sem styðja Bjarna er saman kominn. 09:17 Síminn hringir og ég beð- inn um að taka að mér akút al- mannatengslaverkefni sem er að að- stoða danska hugbúnaðarfyrirtækið Evenex með kynningu á blaða- mannafundi þeirra síðar um daginn. Ég hendist heim í sturtu og til að gleypa í mig smá-morgunmat og tala á meðan í símann við blaðamann um formannskjörið í flokknum, upplýsingafulltrúa Sjálfstæð- isflokksins og auglýsingahönnuð. Legg símann reyndar á þegar í sturtuna er komið. 10:03 Renn í hlaðið á Listhúsinu í Laugardal þar sem Skýrslutæknifélagið er til húsa sem er að skipuleggja ráðstefnu með Evenex. Hitti fulltrúa þeirra og hann útskýrir fyrir mér málið. 11:15 Renni í næsta hús þar sem ég kemst í netsamband sem er Valhöll, stelst þar inn í tómt herbergi til að hringja í fjöl- miðlana fyrir Evenex og senda þeim upp- lýsingar um blaðamannafundinn sem er síðar um daginn. Svara líka nokkrum póstum vegna knattspyrnufélagsins Vals. 12:15 Átta mig á því að ég er að renna út á tíma til að sækja eiginkonu mína svo hún komist í vinnu sína í Hjallastefnunni, kreisti samt eitt símtal í viðbót. 12:35 Renni í hlaðið á Strandvegi, dætur okkar eru að borða hádegismat, spenntar yfir því að vera á leið til afa og ömmu sem búa rétt hjá. 12:50 Rölti með stelpurnar yfir á Norðurbrú þar sem dæturnar fagna ömmu sinni og afa. 12:58 Lagt af stað til Reykjavíkur, Liz þarf að komast í Öskju að kenna Hjalla- stefnubörnum ensku og ég hringi í fjöl- miðla á leiðinni til að reyna að draga þá á blaðamannafund Evenex. Það er ekki mikill áhugi fjölmiðla á rafrænum inn- kaupum. 13:20 Kominn á Nordica til að kíkja á undirbúning blaðamannafundarins. Held áfram að hringja í fjölmiðla. 13:45 Blaðamaður frá Viðskipta- blaðinu ásamt ljósmyndara röltir inn á svæðið, spjalla við þá. 14:05 Fundurinn hefst, ég fylgist með upphafinu og læt mig svo hverfa því verk- efni mínu er að mestu lokið. 14:15 Kem mér fyrir á bílaplaninu fyrir utan Nova, tek upp tölvuna og lít á Dagur í lífi Friðjóns R. Friðjónssonar almannatengils Friðjón er á fullu að vinna á landsfundi sjálfstæð- ismanna meðfram almannatengsla-vinnu sinni. Röltum heim texta sem ég er að vinna fyrir kúnna. 14:25 Rölti inn í Nova því ég hafði verið beðinn um að taka þátt í prófunum á 4g-neti og fæ lykil frá þeim. 14:35 Renni í hlaðið á Hjallastefnu- skólanum Öskju og næ í Liz. 14:50 Liz skutlar mér í Laugardalinn þar sem landsfundurinn er að hefjast, kíki á aðstöðu stuðningsmanna Bjarna, kíki á hvernig gengur að tala við landsfund- arfulltrúa, byrja að vinna fréttatilkynn- ingu fyrir easyJet, klára hana. 16:30 Landsfundur hefst, kem mér fyrir í salnum, sendi tilkynningu easyJet á meðan kórinn syngur. Ræða Bjarna byrj- ar, feikilega góð ræða og flottur flutn- ingur. Ótrúleg stund þegar Bjarni talar til Geirs og klökknar. 17:50 Setningarathöfn er lokið, spjalla við sjálfstæðismenn fyrir framan salinn. Rölti svo með vini mínum, Eskfirðingnum Jens Garðari yfir á Grand Hótel þaðan sem við tökum leigubíl í bæinn. 18:30 Við Jens löbbum inn í jólabjórs- smökkunarhóf fjármálafyrirtækisins Gamma sem er pakkfullt af góðu fólki, hitti gamla vini og nýja. 19:30 Fæ far í Garðabæinn og fer til foreldra minna þar sem dæturnar eru enn, Liz er farin á fund Women Understanding Women sem er verkefni Jafnréttishúss sem hún er að vinna að með nýjasta þing- manni landsins. 20:30 Við feðginin röltum heim, alla 30 metrana. 21:00 Stelpurnar komnar í háttinn og sofnaðar, ég sestur í sófann með tölvuna, hringi nokkur símtöl vegna landsfund- arins og tek á móti öðrum, því síðasta á miðnætti. Horfi með öðru auganu á BBC Entertainment þar sem uppistandsþættir og spjallþættir ganga. Vinn tilboð til væntanlegs viðskiptavinar Netspors. 01:00 Kominn í háttinn, degi er að ljúka þar sem ég hringdi 50 símtöl, tók á móti svipuðum fjölda. Á morgun er nýr dagur þar sem starf landsfundar verður í forgrunni og vinna við að tryggja endur- kjör Bjarna Benediktssonar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.