SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 13
20. nóvember 2011 13 Úr frægðinni í fræðin Sölvi Blöndal söðlaði al- gjörlega um þegar hann yfir- gaf poppstjörnuheiminn með Quarashi og fór í nám í hag- fræði. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Sölvi Blöndal leiddi hina farsælu sveitQuarashi árum saman en sagði skilið viðtónlistina þegar sveitin hætti og settist áskólabekk. Hann kvaddi kampavínið og poppstjörnupartíin fyrir kaffibolla og níðþungar námsbækur í Odda en hann fór í hagfræðinám við Háskóla Íslands. Núna er hann búsettur í Stokk- hólmi þar sem hann lauk meistaranámi í fræð- unum og stundar núna rannsóknir á vegum Seðla- banka Svíþjóðar. Hann er ekki mikið fyrir að líta til baka en gerir það núna og segir hvað drifið hefur á daga sína frá því að sveitin hætti störfum árið 2005. Hljómsveitin kom saman aftur síðasta sumar á Bestu útihátíðinni og á tvennum tónleikum á Nasa. Þetta var þó ekki upphafið að nýju lífi sveitarinnar heldur var hún að kveðja gamla aðdáendur þó lög- in lifi. Veglegur safnpakki kominn út Veglegur safnpakki sem ber nafnið Anthology, með helstu smellum Quarashi, sjaldgæfu efni auk mynddisks, er nýkominn út. „Hljómsveitin lognaðist útaf og það var gott fyrir mig persónulega þegar hún hætti. Hún var búin að vera stór hluti af lífi mínu í níu ár og það tók mig fimm ár að finna mig sjálfan uppá nýtt. Hljóm- sveitin var svo stór hluti af minni sjálfsmynd,“ segir Sölvi sem fékk síðan símtal í febrúar um mögulega endurkomu sveitarinnar. „Ég svaraði því ekki einu sinni, datt ekki í hug að pæla í þessu. Þetta skip var farið, ég hlustaði aldrei á Quarashi og skoðaði aldrei vídeóin. Quarashi var ekki á nokkurn hátt hluti af mínu lífi lengur. Að opna fyrir það fannst mér eins og að opna fyrir eitthvert skrímsli,“ segir hann en síðan gerðust nokkrir hlutir sem breyttu þessu viðhorfi. „Ég talaði við fólk sem ég treysti og niðurstaðan varð þessi. Sveitin átti fimmtán ára afmæli en það var ekki aðalástæðan. Hún var sú að ég gat ekki lengur flúið frá þessu tímabili. Mig langaði að horf- ast í augu við það, þykja vænt um það og kveðja það. Ég gat ekki bara hlaupið burt og orðið einhver hagfræðingur og látið eins og þetta hefði aldrei gerst. Ég er mjög stoltur af því sem við gerðum. Þetta er mín músík, þessi hljómsveit var mitt hug- arfóstur,“ segir hann en í ljós kom að tímasetn- ingin hentaði fleiri í sveitinni. Stóð á tímamótum „Nokkrir í hljómsveitinni voru á tímamótum í sínu lífi. Ekki síst ég. Reyndar var það þannig að í vik- unni eftir að við héldum tónleikana á Bestu útihá- tíðinni fékk ég að vita að ég ætti von á mínu fyrsta barni. Þarna var ég að kveðja eitt tímabil og annað nýtt var að hefjast,“ segir Sölvi, sem er að vonum glaður en sambýliskona hans heitir Sunna Diðriks- dóttir og er von á barninu í mars 2012. „Þetta var ótrúlega skemmtileg endurkoma inná við í hljómsveitinni. Það er skemmtilegt hvernig fyrri og seinni Quarashi rann saman í eina hljóm- sveit og var mjög græðandi fyrir okkur alla. Þegar maður er búinn að vera í skotgröfunum með ein- hverjum lengi þá verða til einhver bönd, sem fara ekkert. Það er líka gaman að sjá hvað tónlistin lif- ir,“ segir hann en ný kynslóð er farin að hlusta á tónlist Quarashi. „Quarashi lifnaði við á YouTube, á netinu, en ekki fyrir tilstilli okkar. Það er hópur aðdáenda,

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.