SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 6
Michelle Williams er 31 árs að aldri. Hún vakti fyrst at- hygli í sjónvarpsþáttunum Dawson’s Creek en hefur leik- ið í kvikmyndum á borð við Brokeback Mountain, Decep- tion og Shutter Island. Hún bjó um tíma með leikaranum sáluga Heath Ledger og á með honum eina sex ára dótt- ur, Matilda Rose Ledger. Rísandi stjarna á hvíta tjaldinu Fáar konur, fyrr og nú, hafa heillaðheimsbyggðina með sama hætti ogbandaríska kvikmyndaleikkonan ogkyntáknið Marilyn Monroe. Á næsta ári verður hálf öld liðin frá því að of stór lyfja- skammtur varð henni að fjörtjóni en ekkert lát er á vinsældum Monroe og sífellt fleiri verða til þess að rýna í helgimyndina, nú síðast breski kvikmyndaleikstjórinn Simon Curtis en mynd hans, My Week with Marilyn, verður frumsýnd í næstu viku. Handritið að myndinni skrifar Adrian Hodges en það byggist á tveimur bókum eftir breska rithöfundinn og kvikmyndagerðarmanninn Colin Clark sem vann sem aðstoðarmaður að gerð kvikmyndarinnar The Prince and the Showgirl sem Monroe lék í árið 1957 ásamt sjálfum Laurence Olivier. Kyntáknið kom ekki aðeins til Bretlands til að leika í myndinni, heldur líka til að eyða hveitibrauðsdögunum með þriðja eiginmanni sínum, leikskáldinu Arthur Miller. Þegar Miller hélt vestur um haf fékk Clark það hlutverk að veita Monroe innsýn í breska tilveru og eyddu þau viku saman. Hún þrítug en hann aðeins 24 ára. Takmark myndarinnar mun vera að gægjast bak við glansmyndina og sýna gyðjuna í öðru ljósi en við eigum að venjast – í rúllu- kragapeysu en ekki kvöldkjól, ef svo má að orði komast. Aðdáandi frá fyrstu tíð Margar leikkonur voru orðaðar við aðal- hlutverkið, svo sem Scarlett Johansson, Kate Hudson og Amy Adams en það féll á endanum Michelle Williams í skaut. Í viðtali við tímaritið Vogue viðurkennir hún að hafa verið tvístígandi þegar tilboðið kom í fyrstu en eftir að hafa lesið handritið sló hún til. Williams hefur alla tíð verið heilluð af Monroe og fóðraði veggi sína með myndum af gyðjunni í æsku. Williams sökkti sér í heimildavinnu, lifði og andaði Marilyn Monroe í hálft ár áður en tökur hófust, sofnaði ýmist út frá bókum eða kvik- myndum tengdum viðfangsefninu. Hún þurfti að þyngja sig og fékk sérstaka tilsögn í hreyf- ingum og göngulagi, auk þess sem mikil áhersla var lögð á raddblæ, sem Williams þykir hafa náð afar vel. Enda þótt Michelle Williams sé bráðhugguleg kona hefur hún ekki endilega verið löðrandi í kynþokka í hlutverkum sínum á hvíta tjaldinu til þessa. Það hefur verið val hennar sjálfrar. Eðli málsins samkvæmt varð hún að nálgast hlutverk Marilyn Monroe á öðrum forsendum. „Þegar ég var stelpa fannst mér alltaf eins og kvenlegar línur og kynþokki væru óæskileg – enginn tæki þannig konur alvarlega, menn mis- notuðu þær jafnvel. Ég hef því aldrei fundið mig í þessu. Mér finnst ég alltaf vera ljót þegar ég á að gera mig sæta vegna þess að ég stend ekki undir því,“ segir hún við Vogue. Svo virðist sem það hafi breyst þegar Willi- ams var komin í karakter. „Eitt sinn þegar ég var komin í gervi Marilyn og að æfa dillandi göngulagið frá búningsherberginu á tökustaðinn sá ég nokkra menn útundan mér – og þeir störðu á mig. Í fyrsta skipti á ævinni fékk ég eitthvað út úr athygli af þessu tagi; ekki mann- anna vegna, heldur mín vegna. Síðan hugsaði ég með mér: Ef til vill hefur Marilyn liðið svona þegar hún gekk um götur.“ Þá er bara spurningin: Er það til gæfu? Gægst bak við glansmyndina Ný kvikmynd um Marilyn Monroe senn frumsýnd Michelle Williams í gervi gyðjunnar, Marilyn Monroe, í nýju kvikmyndinni, My Week with Marilyn. Reuters Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Arthur Miller og Marilyn Monroe 1957. Hjónaband leikkonunnar og leikskáldsins vakti mikla athygli. Reuters 6 20. nóvember 2011 Ekki verður annað sagt en My Week with Marilyn sé stríðmönn- uð kvikmynd. Hver gæðaleikarinn er þar upp af öðrum. Bretar eru eðli málsins sam- kvæmt áberandi. Kenneth Bra- nagh fer með hlutverk Sir Laur- ence Oliviers, mótleikara Monroe í The Prince and the Showgirl; Dame Judi Dench leikur Dame Sy- bil Thorndike og Derek Jakobi gæðir konunglega bókavörðinn Sir Owen Morshead lífi. Þá fékk Emma Watson (oft kennd við Harry Potter) leyfi frá námi við Brown-háskólann til að fara með lítið hlutverk, búningadömunnar Lucy. Dougray Scott leikur Arthur Miller og Julia Ormond fer í silki sjálfrar Vivien Leigh. Þá fer Zoë Wanamaker með hlutverk Paulu Strasberg, leiklistarkennara Monroe. Um fjörutíu leikarar sótt- ust eftir hlutverki hins unga Col- ins Clarks en það kom á endanum í hlut Eddies Redmaynes, verð- launaðs bresks sviðsleikara. „Það var ekki auðvelt að finna leikara í hlutverk Clarks sem nam í Oxford og flaug fyrir konunglega flugherinn,“ segir framleiðandi myndarinnar, David Parfitt. Valinn maður í hverju rúmi Aðalleikararnir Eddie Redmayne og Michelle Williams í hlutverkum sín- um í myndinni. Mikið mæðir á búningahönnuðinum, Jill Taylor. Reuters169.900.- Fæstmeð hægri eða vinstri skemli   á frábæru verði! verd:

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.