SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 36
36 20. nóvember 2011 Ég verð að skrifa tónlist. Það erlíkt og hún togi í mig. Þegar églendi í aðstæðum þar sem ég getekki sinnt tónsmíðunum sem skyldi þá líður mér hreinlega ekki vel. Ég verð eirðarlaus og ég þarf að draga mig í hlé til að geta farið að skrifa,“ segir Anna Þorvaldsdóttir tónskáld sem sinnt hefur sköpunargáfu sinni af krafti síðustu ár í doktorsnámi sínu í tónsmíðum við Kali- forníuháskóla í San Diego (UCSD). Í síðasta mánuði varði hún doktors- verkefni sitt, en það fólst m.a. í því að skrifa hljómsveitarverkið Aeriality sem Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytur á tónleikum sínum fimmtudaginn 24. nóvember kl. 19.30 undir stjórn Ilans Volkovs. Tónleikarnir verða sendir út beint á Rás 1 og jafnframt teknir upp, en þeim verður útvarpað á samnorrænni tónleikaröð á vegum evrópskra útvarps- stöðva (EBU) síðar í vetur. Meðal áheyr- enda á tónleikunum verður Rand Stei- ger, tónskáld, hljómsveitarstjórnandi og prófessor við USCD, sem kemur sér- staklega til landsins til að heyra frum- flutninginn á verki Önnu. „Ég hlakka mikið til enda er Sinfóníuhljómsveitin svo frábær og samstarf okkar Volkovs gott,“ segir Anna og tekur fram að hún hlakki til að heyra túlkun hljómsveitar- innar á verki sínu. „Ég skrifa músíkina eins og ég heyri hana, en síðan koma hljóðfæraleikararnir og gefa verkinu líf og það er svo spennandi.“ Aðspurð segist Anna nánast ekki muna eftir sér öðruvísi en semjandi tónlist. „Þegar ég var lítil var ég alltaf að leika mér og búa til einhver lög án þess að skrifa þau niður,“ segir Anna sem hlaut tónlistarlegt uppeldi frá blautu barns- beini enda mamma hennar, Birna Þor- steinsdóttir, kórstjóri og píanókennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Anna lærði á ýmis hljóðfæri í æsku s.s. píanó, flautu og fiðlu áður en hún svo kolféll fyrir sellóinu þegar hún var fjórtán ára og ætlaði sér að verða einleikari. Eftir nokkurra ára sellónám, fyrst hjá Ewu Tosik í Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Sig- urði Halldórssyni í Tónskóla Sigursveins og loks Gunnari Kvaran í Tónlistarskóla Reykjavíkur, tóku tónsmíðarnar hins vegar yfir. „Um tvítugt gerði ég mér grein fyrir því að ég gæti vel lifað án þess að spila á selló, en það væri mér lífs- Tónlistin togar stöðugt í mig Anna Þorvaldsdóttir tónskáld er höfundur Aeriality sem Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytur nk. fimmtudag. Anna lauk nýverið doktorsnámi sínu í tónsmíðum. Hún segir heilu og hálfu vinnubækurnar með hugmynd- um bíða úrvinnslu og vonast til að geta einbeitt sér að tónsmíðunum af krafti á næstu árum. Texti: Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is „Sem tónskáld er maður auðvitað alltaf að reyna að þenja mörkin og finna nýjar leiðir í tónsmíðum sínum og að því leyti er tónlistin tilraunakennd,“ segir Anna Þorvaldsdóttir.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.