SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 4
4 20. nóvember 2011 Talið er að 25 þúsund hægri öfgamenn sé að finna í Þýskalandi. Það er ekki stór hópur, um 0,03% þjóð- arinnar. Af þeim munu um 9500 tilbúnir að grípa til ofbeldis. Samkvæmt gögnum þýsku öryggislögregl- unnar eða Verfassungsschutz, sem hefur vernd stjórnskipunar landsins með höndum, voru 5600 rót- tækir nýnasistar í landinu 2010. Þeir vilja endurreisa þriðja ríkið og skipta frjálsri og lýðræðislegri stjórn- skipan út fyrir einræðisríki með íbúum af einsleitum uppruna og er þar átt við hvíta kynstofninn. Bernd Wagner, afbrotafræðingur og sérfræðingur um hægri öfgahópa, segir við vef fréttatímaritsins Der Spiegel að í Þýskalandi sé um að ræða smærri hópa, „sem vinni að því að geta framið hryðjuverk“ og þeir reyni að tengjast innbyrðis. Í hverjum hópi séu tveir til fjórir menn, sem starfi einangraðir í und- irheimunum og reyni oft að verða sér úti um vopn og sprengiefni til að geta háð neðanjarðarbaráttu gegn útlendingum og grafið undan lýðræðinu. Hans-Peter Friedrich innanríkisráðherra sagði á miðvikudag að brugðist yrði við harkalegri gagnrýni á vinnubrögð lögreglu við rannsóknina á ódæðis- verkum þremenninganna frá Zwickau með því að setja saman gagnagrunn á landsvísu yfir nýnasista með svipuðum hætti og gert hefur verið til að skrá þekkta íslamista. Verður lögregluembættum í sam- bandslöndunum og öryggislögreglunni gert að af- henda gögn þannig að hægt verði að samræma upp- lýsingar og auðveldara verði að átta sig á samhengi milli glæpa, sem framdir eru um allt landið. Róttækir nýnasistar taldir vera 5600 Tveir félagar úr hryðjuverkasellunni ræna banka í Arnstadt. Myndin er úr öryggismyndavél. Reuters Á ellefu árum framdihópur þriggja ný-nasista tíu morð ognokkur bankarán auk fleiri glæpa án þess að þýsk yfirvöld hefðu hugmynd um tilvist hans. Málið hefur valdið uppnámi í Þýskalandi og þykja lögregluyfirvöld hafa brugðist hrapallega. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að morðin á níu verslunarmönnum í sölu- turnum, sem allir nema einn voru af tyrkneskum uppruna, og þýskri lögreglukonu væru „skammarleg fyrir Þýska- land“. Hans-Peter Friedrich innanríkisráðherra sagði að það væri „alvarlegt áhyggju- efni að ekki hefði verið fundið neitt samhengi á milli morð- anna um allt Þýskaland og hægri öfgamanna í Thüringen“ í samtali við dagblaðið Bild. 4. nóvember kviknaði eldur í húsbíl í bænum Eisenach. Í bílnum voru lík tveggja manna, Uwe Mundlos og Uwe Böhnhardt. Þeir voru nýbúnir að fremja bankarán og höfðu framið sjálfsmorð áður en lög- regla kom á staðinn. Nokkrum tímum síðar sprakk sprengja í húsi í Zwickau. Skömmu áður hafði Beate Zschäpe yfirgefið húsið. Í bílnum og húsinu fundust gögn, sem tengdu þremenn- ingana við morð á níu versl- unarmönnum í söluturnum víðsvegar um Þýskaland á ár- unum 200 til 2006 auk morðs- ins á lögreglukonu, Michèle Kieswetter, árið 2007. Að auki gengur lögregla út frá því að þau hafi framið fjórtán banka- rán frá 1999 og leikur grunur á að þau beri ábyrgð á sprengju- tilræði í Köln árið 2004 þar sem 22 menn særðust alvar- lega. Rannsakað er hvort hóp- urinn hafi framið fleiri glæpi. Meðal þess sem fannst voru morðvopn og ýmislegt efni, sem þau höfðu útbúið. Þar á meðal er ósmekklegt mynd- band, þar sem blandað er saman teiknimynd af bleika pardusnum og fórnarlömbum í blóði sínu. Zschäpe gaf sig fram við lögreglu og er í haldi. Ekki er ljóst hvaða hlutverki hún gegndi. Mundlos, Böhnhardt og Zschäpe eru öll frá sam- bandslandinu Thüringen, sem á sínum tíma tilheyrði Austur- Þýskalandi. Ungt fólk í hér- uðum gamla Austur-Þýska- lands hefur verið mun mót- tækilegra fyrir boðskap nýnasista en ungt fólk í vest- urhlutanum. Hermt er að þau hafi öll þrjú reglulega sótt fundi hægri öfgahreyfingarinnar Heima- varnarlið Thüringen um miðj- an tíunda áratuginn og verið góðir vinir. Lögreglan hafði augastað á öllum þremur af ýmsum sök- um, vegna sprengjutilræða, fyrir að hafa sprengiefni í fór- um sínum, nasistaáróður og fleira. Í janúar 1998 létu þau sig hverfa. Gefin hafði verið út handtökuskipun á hendur Bö- hnhardt og Mundlos og Zschäpe fylgdu honum. Rúm- um tveimur árum síðar hófust morðin. Böhnhardt, Mundlos og Zschäpe hefur verið líkt við Rauðu herdeild Andreas Baa- ders og Ulrike Meinhof, sem framdi hryðjuverk í Þýska- landi á áttunda áratug 20. ald- ar, og er hópurinn nefndur Brúna herdeildin. Hópurinn passar hins vegar ekki í það mynstur, sem einkennir hegð- un hryðjuverkahópa. Í heilan áratug frömdu þremenning- arnir hvert ódæðisverkið á fætur öðru án þess að lýsa ábyrgð á hendur sér. Pólitískir hryðjuverkamenn tala ýmist um „áróður verknaðarins“, það er að hryðjuverkið tali sínu máli, eða gefa út langar skýringar á því hvers vegna fórnarlömb hryðjuverka hafi verðskuldað örlög sín. Bö- hnhardt, Mundlos og Zschäpe dugði að þau vissu, þótt eng- inn annar gerði það. Frömdu hvert ódæðið af öðru Grun- laus um sam- hengið Beate Zschäpe, Uwe Mundlos og Uwe Böhnhardt eins og þau litu út þegar lögregla lýsti eftir þeim 1998 fyrir að hafa komið fyrir gervisprengju í Jena. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Á netsíðum öfgamanna verð- ur ekki þverfótað fyrir sam- særiskenningum um þre- menningana frá Zwickau. Vinsælast er að halda því fram að hægri öfgamenn eigi engan hlut að máli, heldur sé um sviðsetningu öryggis- lögreglunnar að ræða. Annað hvort hafi hún staðið að baki verknuðunum eða útsendarar hennar farið út af sporinu. Um leið er að finna uggvekjandi vangaveltur um fórnarlömbin á borð við að nær hefði verið að myrða dómara og lög- reglustjóra en afgreiðslu- menn í söluturnum. Samsærisórar netnasista

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.