SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 39
20. nóvember 2011 39 Þegar ég sýndi Hildigunni ljóðin fórum við að tala um heim bókarinnar og hug- myndir okkar náðu saman. Hún kom með Soffíu inn í verkefnið og þegar ég sá verkin hennar leist mér mjög vel á það samstarf. Síðustu tæpu tvö árin hefur þetta samstarfsverkefni verið að þróast á milli okkar, mjög organískt. Þetta er óður til mæðra okkar. Allar okkar ömmur, þetta er til þeirra. Það hefur hjálpað við vinnuna að hugsa til þess, því þetta hefur verið mikil vinna, það er gríðarlegt handverk í hverri bók sem er til heiðra þeirra vinnu og natni í gegn- um tímanna rás. Best að taka ekki sam- an hvað það eru margir klukkutímar sem hafa farið í þetta, en orðið þol- inmæði sem kemur fyrir í ljóðinu er þrykkt dýpra á blaðið en önnur, enda það lykilorð í heimi mæðra. Kipran er …“ en þarna verður blaðamaðurinn að stöðva Hrund, hvað er kipra? „Kipra? Kipra er heil veröld. Næst þegar þú hittir manneskju og sérð kipru í andlitinu, skoðaðu þá inn í hana og at- hugaðu hvað hún segir þér. Það getur líka verið kipra á líkama, það er líka þetta tungumál. Það er heil veröld þarna úti sem orð ná ekki yfir. Kipra á ekki orð til að tjá sig,“ segir Hrund. „Það má líka alveg búa til ný orð eins og það má búa til nýja teikningu,“ segir Soffía. „Það er svo margt sem við segjum með líkamanum,“ heldur Hrund áfram. „Þú ert nýbúinn að gera eitthvað og við skynjum það sem þú gerðir á sitthvorn háttinn. Ég segi kannski við þig; ég er rosalega hamingjusöm, samt sést á mér að ég er það ekki. Við skynjum fólk með skynfærum okkar. Kannski er ekkert hægt að útskýra kipru, því þetta er heimur án orða. Ég er alveg hætt að kipra mér upp við það,“ segir Hrund og hlær. „Við erum að vinna með dýpi í heim- inum,“ segir Hildigunnur. „En auðvitað er vísun í hafið og í veruna líka, þetta ontólógíska, það að vera og dvelja í ein- hverju, í breiðu samhengi.“ Þá grípur Soffía fram í fyrir Hildi- gunni; „Hún Hildigunnur er svo dásam- legur leikstjóri. Mér finnst ég hafa lært svo mikið af því að vera í samstarfi við hana, hún nostraði svo mikið við þetta.“ „Já, mér finnst við hafa verið mjög heilar í sköpunarferlinu,“ segir Hrund. „Við höfum aldrei hugsað neitt prakt- ískt og aldrei sætt okkur við neitt nema það sem var rétt. Maður er tilbúinn að fórna sínum tíma, en það var mikilvægt að fá styrk frá Hlaðvarpanum meðan á vinnuferlinu stóð, bæði er það heiður og viðurkenning að verk okkar hafi verið valið af þessum flotta sjóði og svo var hvatning að fá nokkrar krónur til þess að geta búið til verkið. Mér finnst líka rosalegur heiður að fá að vinna með Soffíu og Hildigunni. Að þær taki orðin manns og búi til miklu dýpri ogsterkari meiningu. Þótt orðin spanni mikið svæði varð til heill heimur í samstarfi við þær.“ „Við komum líka úr svo ólíkum átt- um,“ segir Hildigunnur. „Við eyddum miklu púðri í að finna sameiginlegt tungumál sem hentaði okkur þar sem við fórum að skilja hvað hin væri að meina. Við vorum með djúpan mynda- basa, til að skapa verkinu „júnivers“. Til að skapa tungumálið í kringum verkið. Í eitt skiptið skrifaði ég ítarlega grein- argerð um litinn; hvítur. Hvít er móðir allra lita, í hvítum eru allir litirnir. Mér fannst mikilvægt að koma jafnvel að hvítu myrkri. Bókin hefur átt þrjú stig í vinnsluferlinu, hún var eiginlega tilbúin áður en hún var leyst upp og byrjað upp á nýtt.“ „Þegar maður er að vinna listrænt er oft svo erfitt að setja það í orð,“ segir Soffía. „Heimurinn er heildrænn, hann birt- ist jafnvel í sjóntruflunum. En það er ákveðið hljóðleysi í teikningum en hljóð í orðum. Það að geta búið til orð, það er ekki eins viðurkennt eins og að búa til teikningu. Maður þarf ekki að fá leyfi til að búa til teikningu en hvað varðar orð- in þarf orðabókin helst að samþykkja þau. „En við erum að virkja þær stöðvar sem hugsa listrænt og ekki síst sam- úðina,“ bætir Hrund við. „Við erum að endurheimta her-story, ekki bara hi- story. Þetta er óður til okkar, til hins nærandi krafts veraldarinnar, sem fjallar um samlíðan og þennan upplífg- andi kraft sem vill næra en ekki rífa niður.“ Í ljóðinu segir; Akkúrat þar sem iðandi óróinn börnin öldurnar hvörfin straumurinn efst lægir neðar niðri kyrrð. Algjör. Eins og hugurinn og þá víkur myrkrið sem við héldum að væri botn. Hafs- botn. „Það er sterkur þráður í öllum verk- um mínum og þegar þær komu til mín fannst mér þetta falla vel inn í það sem ég hafði verið að gera,“ segir Soffía. „Ég hef mikið unnið með hvíta litinn í gjörningum mínum, notað gifs og teiknað fjölda mynda á hvítan pappír. Þegar stelpurnar komu og báðu mig að koma með sér og búa til þrívíðan heim, þá sagði ég já.“ „Þegar maður reynir að tjá sig rým- islega, myndrænt og gerir það miðlægt í hefðbundnu formi eins og bók er maður að koma að menningarlegri stökkbreyt- ingu. Eins og ef maður myndi tjá sig þannig í pontu á Alþingi væri það menningarleg stökkbreyting. Þessi kyn- slóð er svo vön miklum hávaða og mörgum orðum. Öllum látunum í Disn- ey-myndunum en við erum að reyna að skapa ró.Við erum að fara inn í þetta karma, það er eins og við séum að leita að einhverju nýju. Komin í ryþmann og óþolið eftir einhverju nýju. Við erum að tengja hugann við höndina, sem er búið að reyna að skilja í gegnum hugmynda- söguna,“ sagði Hrund. „Ég er svona millistykkið á milli þeirra,“ segir Hildigunnur. „Milli orðanna hennar og teikninganna henn- ar.“ „Þú ert svo miklu meira en milli- stykki,“ segir Hrund hneyksluð. „Það er búið að vera svo mikilvægt að gangast við veröld verksins. Við erum að reyna að líkamna þessa veröld, þessa hug- mynd. Það er líka hljóð í verkinu. Það eru líka skuggi og ljós. Öll þessi sköpun. Og litapælingin sem er í senn rýmispæl- ing, þetta höfum við skapað saman. Það er ótrúlega stórt tækifæri að fá að vera í svona listrænum hópi og fá að spegla sig í öðrum manneskjum.“ listaverki ’ Hvít er móðir allra lita, hefur þá alla í sér. Hún elskar öll börnin sín, framhefur þeirra besta kvalítet, ísenusetur þau og hampar. Hvítt er því ekki litleysi heldur þvert á móti hlaðið litum, þeim öllum og möguleikum þeirra allra,“ segir Hildigunnur. Hvítt er ráðandi litur í listaverki kvennanna, listaverk sem er bók, er ljóð en í mörgum víddum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.