SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 20.11.2011, Blaðsíða 17
20. nóvember 2011 17 Georg Davíð Mileris, höfundur örlaga- sögu Fjólu ömmu sinnar, sem Salka gefur út, á sér líka merkilega sögu. Hann er sonur Georges, eina sonar Fjólu sem enn er á lífi, og fyrstu konu hans, hinnar spænsku Mariu Carmen. Foreldrar hans kynntust á Spáni, þar sem Vladimir, afi Georgs, var með ann- an fótinn um langa hríð en Georg ólst líka að hluta til upp í Síerra Leóne. Flutti þangað síðan aftur á fullorðins- árum til að taka við rekstri veitingahúss föður síns. Sú dvöl varð endaslepp enda geisaði borgarastyrjöld í landinu. Georg komst undan við illan leik. „Enn get ég fundið hið kalda hlaup riffilsins við enni mér og séð kulda augnanna sem á mér hvíldu,“ segir hann í bókinni um samskipti sín við vopnaða hermenn. Þegar Georg var sjö ára skildu for- eldrar hans og Georg flutti með móður sinni og systur til Íslands. Með í för voru líka föðurbróðir hans, Alex, líbönsk eiginkona hans og börnin þeirra tvö. Þeirri líbönsku gekk illa að laga sig að landinu og fluttu þau Alex aftur utan þremur árum síðar. Móðir Georgs varð hins vegar eftir og bjó hér í hálfan ann- an áratug. Kynntist raunar íslenskum manni sem hún giftist og eignaðist fleiri börn með. Þau búa nú á Spáni. Sjálfur hefur Georg búið á Englandi, Spáni og á Íslandi og er með próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. lensku, sama hvar ég er.“ Georg hefur lengi langað til að segja sögu ömmu sinnar og afa og upp- haflega var hugmyndin að hafa „kaftein- inn“ í forgrunni. Það breyttist og Georg sér síður en svo eftir því að hafa leitt ömmu sína til öndvegis. „Það á hún svo sannarlega skilið.“ Heldurðu að einhver nenni að lesa þetta? Hann segir erfitt hafa verið að byrja en þegar hann var kominn af stað gat Georg ekki numið staðar. „Þetta var svo ótrúlega spennandi og ævintýralegt lífs- hlaup, ég gat ekki stoppað. Því meira sem ég heyrði, þeim mun merkilegri varð sagan. Sannleikurinn er oft miklu ótrúlegri en skáldskapurinn,“ segir hann en auk þess að ræða ítarlega við ömmu sína, fékk hann upplýsingar frá föður sínum og afa. „Bæði sagði afi mér frá ýmsu meðan hann var á lífi og síðan hafði ég líka heilmikið gagn af fimm tíma langri segulbandsupptöku, þar sem pabbi ræðir við afa um líf hans.“ Þegar hann bar hugmyndina undir ömmu sína varð henni í hógværð sinni strax að orði: „Heldurðu að einhver nenni að lesa þetta, elsku drengurinn minn?“ Látum bókaþjóðina um að svara þeirri spurningu. „Ég sé mig fyrst og fremst sem Ís- lending enda þótt ég líti ekki út fyrir að vera það,“ segir Georg hlæjandi. Þrátt fyrir dökkt yfirbragðið tala Spánverjar alltaf um hann sem Íslendinginn. „Ég hugsa á íslensku þegar ég er hér en á spænsku þegar ég er úti. Ég stend mig hins vegar alltaf að því að telja á ís- Sannleikurinn oft ótrúlegri en skáldskapurinn -ing fyrir aftan íslensku orðin. Það virkaði ágætlega.“ En Bretland var bara áningarstaður, Vladimir skyldi áfram til Ástralíu. Illa gekk að fá far með skipi, þar sem breskir ríkisborgarar gengu fyrir. Vladimir brá því á það ráð að kaupa gamalt skip í félagi við fleiri menn sem hann hugðist sigla sjálfur til Ástralíu – enda með skipstjórnarrétt- indi úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Farkosturinn var ekki af verri end- anum, 75 tonna seglskútan Deerhound, sem krónprinsinn Edward, síðar Játvarður konungur VII., hafði átt fyrir aldamótin 1900. Skipið var reyndar lúið en Vladimir setti það ekki fyrir sig, frekar en annað, gerði það bara upp ásamt breskum með- eigendum sínum. Syni bjargað frá drukknun Meðan á viðgerð skipsins stóð bjó fjöl- skyldan um borð og í eitt skipti munaði aðeins hársbreidd að illa færi. Eldri son- urinn, Oleg, fimm ára, slapp þá úr augsýn móður sinnar og féll útbyrðis. Aðeins yngri bróðir hans, Alex, þriggja ára, varð vitni að óhappinu og gat látið vita. Varð það til þess að Oleg var bjargað. „Ég gleymi aldrei skelfingu minni að sjá líf- vana lítinn líkamann en eftir að dreng- urinn var hristur til, fór hann að hósta og kasta upp vatni,“ segir Fjóla í bókinni. „Flytja þurfti barnið á spítala og mátti ekki tæpara standa. Í margar nætur á eftir hafði ég martraðir um þennan atburð, hrökk upp af svefni og lofaði forsjónina fyrir mildi sína.“ Skömmu síðar, í febrúar 1947, ól Fjóla þriðja soninn, George Theodore, um borð í á Afríkustrendur Morgunblaðið/RAX Deerhound sem Vladimir og Fjóla sigldu á til Afríku var áður í eigu Játvarðs konungs. Synir Fjólu og Vladimirs á góðri stundu í Afríku: Oleg, Alex, George og Andre.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.