Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 11

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Síða 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 11 helgi grÍmsson og anna KristÍn sigUrÐardóttir 2010; Lippman, 2010). Dewey boðaði að skólinn væri hluti af lífinu en ekki undir- búningur undir lífið. Nemandinn ætti að vera virkur í námi sínu, læra með athöfnum sínum og í samskiptum við aðra. Að mati Lippmans (2010) átti með opna skólanum að auka sveigjanleika og einstaklingsmiðun í námi og kennslu. Kennslurýmið átti að vera opið og sveigjanlegt svo hægt væri að skipta nemendum í minni og stærri hópa eftir verkefnum hverju sinni. Þessi opnu svæði áttu að stuðla að meira flæði og jákvæðari samskiptum en áður tíðkuðust, jafnframt því að skapa ákjósanlegt um- hverfi fyrir rannsókna- og samvinnuverkefni og fjölbreytt hópastarf. Svipuð stef og um opnu skólana er að finna í aðalnámskrá grunnskóla frá 1976 í leiðsögn hennar um starfshætti grunnskóla. Þar er meðal annars kveðið á um fjöl- breytilegt og sveigjanlegt námsumhverfi þar sem nemendur eiga að geta sinnt ólíkum verkefnum á sama tíma (Menntamálaráðuneytið, 1976). Opni skóli sjöunda áratugarins náði ekki mikilli útbreiðslu. Ástæður þess eru eflaust margar. Lippman (2010) telur að kennarar vestanhafs hafi upp til hópa viðhaft sömu kennsluhætti og áður þrátt fyrir breytt námsumhverfi auk þess sem þeir hafi kvartað yfir slæmri hljóðvist, það er hávaða í opnum rýmum. Törnquist (2005) telur að kennara hafi skort nægjanlega leiðsögn og stuðning til þess að tileinka sér nýjar kennslu- og starfsaðferðir sem hæfðu nýjum kennsluaðstæðum. Einstaklingsmiðaðir kennsluhættir, eins og þeim er lýst í matslista um einstaklings- miðað nám sem unninn var á vegum Menntasviðs Reykjavíkurborgar (2005), eru að mörgu leyti mjög líkir opna skólanum. Ingvar Sigurgeirsson (2005) hefur gert ítar- lega grein fyrir hugtakinu einstaklingsmiðað nám og skyldleika þess við önnur hug- tök, meðal annars um opna skólann og námsaðgreiningu sem kandadíski kennslu- fræðingurinn Carol Ann Tomlinson (1999) hefur fjallað um. Að mati Ingvars er mikil samsvörun á milli þessara stefna hvaða varðar hugmyndafræði, áherslur og aðferðir. Hann nefnir til að mynda ábyrgð nemenda á eigin námi, samvinnunám, samþætt- ingu námsgreina og samstarf kennara. Nemendur vinna á verkstæðum eða vinnu- svæðum og áhersla á útikennslu, vettvangsnám og tengsl við grenndarsamfélagið einkenndu bæði tímabil. Nokkrir þættir eru þó fremur taldir einkenna stefnuna um opna skólann, svo sem hlýlegt umhverfi, frjáls leikur og traust til nemenda, en aðrir þættir, til dæmis áhersla á nýtingu upplýsingatækni, eru meira áberandi í stefnunni um einstaklingsmiðað nám. Breytt hönnun skóla til að þjóna ólíkri kennslufræði Fossvogsskóli í Reykjavík tók til starfa árið 1971 og átti að starfa samkvæmt hugmynd- um um opinn skóla og tók hönnun hans mið af því (Helgi Skúli Kjartansson, 2008). Hann var fyrsti skólinn sem hlaut viðurkenningu fræðsluyfirvalda sem tilraunaskóli (samkvæmt 65. gr. laga um grunnskóla nr. 63/1974) þar sem víkja átti frá hefðbundnu bekkjakerfi á grunnskólastigi og leggja aukna áherslu á einstaklingskennslu og samstarf kennara (Guðný Helgadóttir, 1980). Með byggingu Fossvogsskóla var brotið blað í hönnun skóla á Íslandi og var hann að hluta hafður til hliðsjónar við hönnun nokkurra annarra skóla, svo sem Grundaskóla á Akranesi og Ölduselsskóla í Reykja- vík. Áhersla á opna starfshætti og sveigjanlegt skólastarf skaut síðan rótum víða um
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.