Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 17

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 17
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 17 helgi grÍmsson og anna KristÍn sigUrÐardóttir Ég sagði og hef alltaf sagt að þetta eru meira svona starfshættir sem tíðkast á yngri stigum grunnskóla. Þetta var nýrra fyrir unglingakennarana sem fannst þetta mjög flókið í framkvæmd. Þar eru kennarar svo fastir í greinum. Fulltrúi sveitarfélags Birkiskóla hélt því fram að sveitarfélög ættu sóknarfæri til þróunar skólastarfs með því að huga vel að hönnun skólabygginga. Hann benti á að skólar væru byggðir til langs tíma og þyrftu að geta hýst margar gerðir skólastarfs og margar skólastefnur. Sveigjanleiki og fjölbreytileiki væru lykilatriði. Arkitekt Greniskóla minnti á að í hönnun, líkt og svo mörgu í lífinu, kæmu tilteknir hlutir í bylgjum og það ætti við um opnu skólana. Kennarar geti átt í erfiðleikum með að taka upp nýjar starfsaðferðir í nýju umhverfi því sumir hafi trú á þessu en aðrir ekki. Sumt fólk hafi fyrst og fremst reynslu af að kenna í hefðbundnu rými og fari því fljótt í sitt gamla far. Arkitekt Furuskóla tók fram að í hans tilviki hefðu kennarar vitað að hverju þeir gengju, sem væri kostur: „Þetta er náttúrulega nýr skóli, þannig að kennarar sem að réðu sig í skólann þeir vissu náttúrulega að hvernig vinnuumhverfi þeir gengu.“ Undirbúningur og innleiðing starfs í nýjum skóla Segja má að undirbúningur starfs í skóla hefjist strax í hugmyndavinnu fyrir hönnun byggingarinnar. Innleiðingu starfs lýkur ekki fyrr en reynsla er komin á skólastarfið og skólasamfélagið hefur öðlast þjálfun, reynslu og leikni í að fylgja eftir þeim kennslu- fræðilegu áherslum sem lagt var upp með. Staðið var með ólíkum hætti að undirbúningi starfs í þeim skólum sem hér um ræðir. Í tilviki Asparskóla og Birkiskóla hófst hann með vinnu að skólastefnu sveitar- félagsins, í tilfelli Furuskóla með nýtingu á niðurstöðum hugmyndaferlis sem farið var í við undirbúning hönnunar skólans og í tilviki Greniskóla með þátttöku kennara í þróunarverkefni tengdu einstaklingsmiðuðu námi í aðdraganda endurbyggingar skólans. Skólastjóri Asparskóla hafði eitt ár til að þróa starfsgrundvöll skólans út frá skóla- stefnu sveitarfélagsins og þeim möguleikum sem nýja skólabyggingin bauð. Þannig var kominn tiltekinn rammi utan um starfið áður en starfsfólk var ráðið til starfa. Skólastarf hófst í Furuskóla eftir að hugmyndavinnu lauk en hún fór fram með virkri þátttöku alls skóla- og grenndarsamfélagsins og var skýrsla um hana leiðarljós í þróun skólastarfsins sem fór fram í bráðabirgðahúsnæði fyrstu skólaárin. Skólastjórn- andinn sagði að í upphafi starfsins hefðu þau sem starfshópur verið mjög meðvituð um niðurstöður hugmyndavinnunnar og unnið talsvert eftir henni: Við þekktum þetta allt frá upphafi og [vorum] sífellt að rifja það upp út á hvað þetta gekk allt saman. Og vorum í raun og veru þokkalega trú þessum hugmyndum. Þannig var alveg ljóst hvert skyldi stefnt og hver áherslan ætti að vera í skólanum. Í Greniskóla var byrjað með þróunarverkefni um einstaklingsmiðað nám áður en byggingarframkvæmdir hófust. Starfshópurinn fékk bæði handleiðslu frá fræðslu- deild sveitarfélagsins og Kennaraháskóla Íslands varðandi einstaklingsmiðað nám og hvernig mætti takast á við breytingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.