Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 19

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 19
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 19 helgi grÍmsson og anna KristÍn sigUrÐardóttir Fulltrúi sveitarfélags Birkiskóla minnti á að þrautseigja skipti máli og sníða sér stakk eftir vexti: „Við erum náttúrulega í þróunarstarfi alltaf í hæðum og lægðum. Spurn- ingin er bara, við förum niður í lægðina, hvernig ætlum við upp úr henni aftur?“ Veruleiki daglegs skólastarfs Í þessum hluta er sjónum beint að svörum kennara í spurningakönnunum á vegum rannsóknarinnar Starfshættir í grunnskólum. Fyrst er vikið að spurningum um starfs- hætti skólanna en síðan skoðuð viðhorf til námsumhverfisins. Valdar voru spurningar sem eiga vel við einkenni skólastarfs við upphaf 21. aldar- innar og voru áhersluatriði í hönnun allra fjögurra skólanna. Þessi atriði eru: Áhersla skólans á samvinnu, samstarf kennara um kennslu, undirbúning og úrvinnslu kennslu og einstaklingsmiðun náms. Kennararnir voru meðal annars beðnir um að taka af- stöðu til eftirfarandi fullyrðinga: • Í skólanum sem ég starfa í er góður starfsandi. • Í skólanum sem ég starfa í fer fram gagnrýnin umræða um skólastarfið. • Í skólanum sem ég starfa í er mikil áhersla lögð á samvinnu starfsfólks. Svarmöguleikar voru: Algerlega sammála, mjög sammála, frekar sammála, hvorki sammála né ósammála, frekar ósammála, mjög ósammála, algerlega ósammála og veit ekki. Var þessum svarmöguleikum gefið talnagildi. Í töflu 3 eru til samanburðar sýnd meðaltöl fyrir alla skólana 20 sem tóku þátt í rannsókninni Starfshættir í grunn- skólum. Kennarar virðast almennt vera sammála því að starfsandi sé góður í við- komandi skóla (tafla 3). Lægsta gildið var í Birkiskóla (4,3) en það hæsta í Furuskóla (5,2). Kennararnir voru einnig almennt sammála því að gagnrýnin umræða væri um skólastarfið í skólanum. Talsverður munur var á svörum kennara varðandi áherslur skólans á samvinnu starfsfólks. Áherslan á samvinnu var mest í Furuskóla (5,3) en minnst í Greniskóla að mati kennara. Tafla 3. Viðhorf kennara til starfsanda, gagnrýninnar umræðu og samvinnu Í skólanum sem ég starfa í Aspar- skóli Birki- skóli Furu- skóli Greni- skóli Allir 20 skólar er góður starfsandi 5,0 4,3 5,2 4,4 4,7 fer fram gagnrýnin umræða um skólastarfið 4,5 4,1 4,5 3,8 4,0 er mikil áhersla lögð á samvinnu starfsfólks 4,7 4,4 5,3 4,1 4,5 Kvarði frá 0–6, hærri tala táknar ákveðnara samþykki Samstarf og samkennsla Kennarar voru beðnir að tilgreina hversu oft eða sjaldan þeir ættu samstarf við aðra kennara um eftirfarandi þætti skólastarfsins: • undirbúning kennslu • val á námsefni • kennsluaðferðir • bekkjarstjórnun og agamál
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.