Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 40

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 40
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201340 viÐbrögÐ leiKsKólaKennara viÐ hl Jóm-2 Foreldrar (mæður í 87% tilfella) voru einnig spurðir beint um ýmsa þætti varðandi skimunarprófið HLJÓM-2. Hafa ber í huga að oftast er prófið lagt fyrir að hausti síð- asta ár barnsins í leikskóla og því gat liðið allt að eitt og hálft ár frá því að barnið tók prófið þangað til foreldrið svaraði spurningunum. Foreldrar voru spurðir hvort þeir hefðu fengið upplýsingar um tilgang og eðli skimunarinnar með HLJÓM-2 (sjá mynd 3) og sögðust 72% þeirra hafa fengið upplýsingar um skimunarprófið, 46% sögðust hafa fengið mjög góðar upplýsingar en 26% kváðust hafa fengið frekar litlar upp- lýsingar. Þess ber að geta að 28% svöruðu ekki eða sögðust ekki hafa fengið neinar upplýsingar. Mynd 3. Svör foreldra um miðlun upplýsinga um eðli og tilgang HLJÓM-2 Upplýsingar að mati foreldra 50% 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% Mjög góðar Frekar litlar Engar upplýsingar Svara ekki 46% 26% 7% 21% Foreldrar voru spurðir um niðurstöður barnsins úr HLJÓM-2. Þar svöruðu 27% for- eldra því að barnið hefði sýnt mjög góða færni og 34% sögðu að barnið hefði sýnt meðalfærni, 11% sögðu að barnið hefði sýnt slaka færni en enginn sagði að barnið hefði sýnt mjög slaka færni. Þá svaraði 21% ekki þessari spurningu, 3% sögðust ekki hafa fengið upplýsingar og 3% mundu það ekki. Einnig var skoðað hvort foreldrar hefðu fengið leiðbeiningar eða ráðgjöf í fram- haldi af niðurstöðum úr HLJÓM-2. Um fjórðungur foreldra (24%) sagðist hafa verið vel upplýstur og boðaður á sérstakan fund þar sem niðurstöður voru útskýrðar. Annar fjórðungur (24%) foreldra sagði að niðurstöður hefðu verið ræddar á næsta foreldra- fundi. Færri sögðust hafa fengið skriflegar upplýsingar (8%), þeir sem sögðust hafa fengið lauslegar upplýsingar voru 9% og 13% sögðust engar upplýsingar hafa fengið. Það vekur athygli að stór hluti foreldra svaraði ekki þessari spurningu eða 21%. Fram kom að 77% foreldra þeirra barna sem sýndu slaka færni sögðust hafa fengið mjög góða ráðgjöf í kjölfar fyrirlagnar HLJÓM-2. Þau hefðu verið boðuð á sérstakan fund og niðurstöður útskýrðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.