Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 44

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Side 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201344 viÐbrögÐ leiKsKólaKennara viÐ hl Jóm-2 HLJÓM-2 er hugsað sem skimunarpróf og er almenn málþekking barna ekki athuguð heldur afmarkaðir þættir hennar, aðallega hljóðkerfisvitund samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu þess hugtaks (Ingibjörg Símonardóttir o.fl., 2002; Snow o.fl. 1998). Með HLJÓM-2 eru ekki athugaðir aðrir grunnþættir málþekkingar eins og orðaforði eða málfræði- og setningafræðiþekking. Í kjölfar HLJÓM-2 fær meira en helmingur barnanna í Árnessýslu frekar almenna málörvun en vinnu með þætti í hljóðkerfisvitund. Þó að gera megi ráð fyrir að nokkur hluti barna í áhættuhópi þurfi almenna málörvun þurfa börn sem eru eingöngu í áhættu með sértæka lestrarerfið- leika eða erfiðleika í umskráningu fyrst og fremst þjálfun í hljóðkerfisvitund. Börn sem eru með frávik í almennum málþroska þyrftu að fá annars konar en einnig viðeigandi örvun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að með markvissri íhlutun er hægt að hafa áhrif á málþekkingu barna, sérstaklega þjálfun hljóðkerfisvitundar (Bowyer-Crane o.fl., 2008; Snow o.fl.,1998). Rannsóknir sýna einnig að börn í áhættuhópi eru lengur að ná tökum á lestri en jafnaldrar þeirra og að bilið milli barna sem eiga í lestrarerfiðleikum og þeirra sem ekki glíma við lestrarerfiðleika hefur tilhneigingu til að breikka eftir því sem líður á skólagönguna. Sérstaklega á þetta við í þeim tilfellum þar sem ekki er brugðist nægilega snemma við (Torgesen, 2001; Vellutino o.fl., 2006). Miklu máli skiptir að nemendur í áhættuhópi fái kennslu við hæfi og glími við viðeigandi verkefni. Brýnt er að rannsaka hvers konar íhlutun á sér stað í leikskólunum og hvernig væri hægt að skipuleggja hana þannig að hún skilaði sem bestum árangri með hagsmuni hvers barns að leiðarljósi. Foreldrar og snemmtæk íhlutun Í þessari rannsókn er í fyrsta skipti skoðað samstarf við foreldra eftir fyrirlögn HLJÓM-2 en hafa ber í huga að foreldrar svöruðu spurningunum ári eftir að skimunin með HLJÓM-2 fór fram. Með hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að leiðarljósi eiga foreldrar að fá leiðbeiningar og stuðning ef barnið þeirra greinist í áhættuhópi. Samvinna við foreldra er nauðsynleg ef stuðla á að aukinni færni og örva málþroska barna eins og fram hefur komið í erlendum rannsóknum (Miedel og Reynolds, 1999; Sheridan o.fl., 2011). Flestir foreldrar merktu við að þeir vissu að prófið hefði verið lagt fyrir. Hins vegar kom ýmislegt fram í svörum deildarstjóranna sem bendir til þess að samstarf við for- eldra hefði mátt vera í fastari skorðum. Deildarstjórarnir sögðust hafa upplýst for- eldra betur um prófið og niðurstöður þess en fram kom í svörum foreldranna. Allt of fáir foreldrar merktu við að þeir hefðu fengið góðar upplýsingar eða skriflegar upplýsingar um útkomu prófsins, eða einungis um þriðjungur. Samvinna við foreldra barna sem sýndu slaka færni á prófinu virtist hins vegar vera til fyrirmyndar. Leikskólakennarar gegna mikilvægu hlutverki við að upplýsa foreldra um mikil- vægi málörvunar og einnig að rætt sé við börnin og lesið fyrir þau (Otto, 2010). Í nýútkominni skýrslu um stöðu barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun kvörtuðu foreldrar um að erfitt hefði verið að finna upplýsingar um þjónustu og úr- ræði í boði fyrir börn með frávik í máli og tali en nefndu jafnframt að leikskólakenn- arar hefðu gegnt lykilhlutverki við að upplýsa foreldra (Hrafnhildur Ragnarsdóttir o.fl., 2012).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.