Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 86

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Qupperneq 86
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 201386 lýÐræÐismenntUn – virKir nemendUr Kaflar bókarinnar eru allir nokkuð sjálfstæðir og byggðir upp á ólíkan hátt. Í hverjum kafla eru innslög í lituðum römmum. Þar er að finna verkefni sem tengjast innihaldi bókarinnar, ljóð, tilvitnanir í önnur rit eða annað sem hægt er að grípa til í kennslu og vinnu við lýðræðisuppeldi af öllu tagi. Heftið er áhugavekjandi og grípandi að flestu leyti. Þó hefði farið betur á að hafa letur örlítið stærra og aðeins minni texta á hverri síðu. Þar sem miklu efni er þjappað saman í stuttan hnitmiðaðan texta skortir stundum á samhengi milli kafla og tvítekn- ingar er að finna í ritinu. Eins er að finna skörun við aðra grunnþætti, eins og jafn- rétti og sjálfbærni, en það skapast af nánum tengslum þessara grunnþátta, sem erfitt getur reynst að aðgreina, jafnframt því að höfundum mun hafa verið ætlað að sýna að grunnþættirnir væru ekki stakir staurar heldur samofnir hver öðrum. HVaÐ Er lýÐrÆÐi? Til að efla lýðræðishugsun og hafa í heiðri lýðræðisleg gildi í skólum landsins þarf að vera skýrt í hugum fólks hvað lýðræði er. Í lýðræði taka einstaklingar afstöðu til siðferðilegra álitamála og virkan þátt í mótun samfélagsins. Borgarar lýðræðisríkis þurfa að búa við mannréttindi og ráða öllum meiriháttar málum sínum sameiginlega. Forsendan er samábyrgð, meðvitund og virkni borgaranna. Skólar þurfa að taka mið af því að barna og ungmenna bíður þátttaka í lýðræðissamfélagi og benda höfundar því á hversu mikilvægt það er að þau læri til lýðræðis með því að læra um lýðræði í lýðræði. En á móti kemur sú staðreynd að lýðræði sem stjórnskipulag og samfélags- gerð á sér ekki nema mjög takmarkaða samsvörun í daglegum starfsháttum í skólum. Í skólum er ekki að finna samfélag jafningja í þeim skilningi því kennarinn er ekki jafningi nemenda. Langanir og óskir nemenda hafa ekki nema takmarkað vægi, hvort sem um er að ræða daglegt starf eða langtímamarkmið. Ólafur Páll og Þóra Björg benda á að af þessum sökum sé ekki ljóst í hvaða skilningi starfshættir í skóla geta talist lýðræðislegir (sjá 2. kafla, bls. 9). Þessar efasemdir draga þó ekki úr nauðsyn þess að börn og ungmenni séu alin upp í lýðræðishugsjónum og athygli vakin á mikilvægi þess að gera lýðræðisuppeldi að markmiði innan skólanna. Síðan þarf hver skóli að finna leiðir að þeim markmiðum. Nemendalýðræði er hugtak sem hefur verið áberandi í skólaumræðu undanfarinna ára. Þá er átt við þann þátt lýðræðisuppeldis í skólum sem viðkemur formlegu skipu- lagi og stjórnsýslu. Það er til að mynda þátttaka nemenda í nefndum og ráðum innan skólanna. Þessi hluti lýðræðisuppeldisins er góður og gildur og gefur nemandarödd- inni tækifæri til að heyrast en þó með miklum takmörkunum. Ólafur Páll og Þóra Björg benda á að nemendalýðræði í þessum skilningi hafi lítið að gera með lífið í skólanum, sem að langmestu leyti fer fram í kennslustundum þar sem unnið er eftir ákveðinni námskrá og kennarinn ræður mestu um samskipti og vinnulag (sjá 2. kafla, bls. 10).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.