Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 106

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 106
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013106 Um lifandi og daUÐa ÞeKKingU alltaf mikilvæg í gagnrýninni hugsun. Þessi þrá að vilja helst vita allt um allt, bara til að skilja hlutina aðeins betur og þekkja nánar ástæðurnar og forsendurnar að baki ályktananna, lausnanna, framkvæmdanna og atburðanna. Gagnrýnin hugsun er mikilvæg fyrir alla skapandi einstaklinga … því með henni greinum við, drögum í efa, skyggnumst á bak við framhliðina og undir yfirborðið. Við það fæðast oft nýjar hugmyndir og lausnir sem hitta í mark því byggt er á grunni sem hefur verið vel kannaður. Skapandi hugsun og gagnrýnin, greinandi hugsun eru í raun tvær hliðar á sama fyrirbærinu. (KHS, 2010, bls. 56–57) Ef við heimfærðum þetta á þrískiptingu mína á sviðum hugsunarinnar mætti segja að markmið og aðferðir Sókratesar og Platóns væru tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Og þá væri jafnframt ljóst að svið annars mætti sín lítils án hins. Við notum sjálfstæða hugsun til að vinna úr fyrri þekkingu. Þannig styðst Kristín Hildur Sætran við þrjár skilgreiningar á þekkingunni sem er fyrir hendi, hún sé „undir- staða alls náms, viðurkenndu svörin, og það sem reynslan hefur kennt okkur, og þeirri þekkingu þarf að miðla til nemendanna“ (KHS, 2010, bls. 155). Í mínum huga er þetta ákall um lifandi kennslu. Nemendur þurfa að „geta litið þekkinguna gagn- rýnum augum og viðurkenna að þeir sjálfir, jafnt sem höfundar námsefnisins, gætu verið með ranghugmyndir og hafa stuðst við staðleysur“ (KHS, 2010, bls. 155). Hér stígur að mínum dómi hin sjálfstæða hugsun fram. Kristín segir hugsunina sjálfstæða ef nemendur hafa annars vegar fundið fyrir ögrun; unnið út frá eigin áhuga og sett fram eigin sjónarmið; byggt á eigin reynslu, hughrifum og tilfinningum; haldið þræði og gagnrýnt eigin fullyrðingar og annarra. Hins vegar ættu þeir á eigin forsendum að hafa greint efnið og dýpkað; sett fram spurningar; spurt áfram og leitað svara; sett fram og greint rök; rætt efnið frá mörgum hliðum og tengt það utanaðkomandi þáttum (KHS, 2010, bls. 161). Mynd. Svið hugsunarinnar skapandi hugsun gagnrýnin hugsun sjálfstæð hugsun Á myndinni má sjá hvernig ég sé fyrir mér þrískiptinguna á sviðum hugsunarinnar og gagnvirkni þeirra. Í umfjöllun sinni um hina sjálfstæðu hugsun segir Kristín að leggja þurfi „áherslu á að andrúmsloftið í skólastofunni sé vinsamlegt og hlýlegt til að sjálfstraust nemenda bíði ekki hnekki við óhjákvæmileg mistök sem fylgja ætíð auknu frelsi og sjálfstæði“ (KHS, 2010, bls. 162). Hún undirstrikar þannig að öll kennsla byggist á virðingu og umhyggju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.