Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 123

Uppeldi og menntun - 01.01.2013, Page 123
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013 123 INGIbJöRG H. HARÐARDÓTTIR MENNTAvÍSINDASvIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Uppeldi og menntun 22. árgangur 1. hefti 2013 Um skilnaði og stjúptengsl Valgerður Halldórsdóttir. (2012). Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl. Reykjavík: Vaka-Helgafell. 225 bls. inngangUr Bók Valgerðar Halldórsdóttur Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl kom út á síðasta ári hjá Vöku-Helgafelli. Í henni er leitast við að varpa ljósi á margbreyti- leika stjúpfjölskyldna en jafnframt draga fram hvað þær eiga sameiginlegt. Mark- mið bókarinnar er að efla skilning á viðkvæmni stjúptengsla, ryðja fordómum úr vegi og styrkja stöðu stjúpfjölskyldna. Í formála rekur Sigrún Júlíusdóttir prófessor þátt höfundarins, Valgerðar Halldórsdóttur, sem brautryðjanda í málefnum stjúp- fjölskyldna. Valgerður er menntaður félagsráðgjafi og á jafnframt að baki viðbótarnám í kennslu- og uppeldisfræði og stjórnmálafræði. Bókin ber þess merki að höfundur hefur mikla meðferðarreynslu, hún hefur mörg dæmi á takteinum og á auðvelt með að gera flókið efni aðgengilegt með dæmum – helst að dæmin séu svo flókin að maður sjái aldrei til botns í þessu grugguga vatni – en kannski er það einmitt staðan? Höfundur vitnar til íslenskra og erlendra fræðimanna til að rökstyðja mál sitt. Fræðileg umfjöllun er ekki djúp en heimildir eru margar, sbr. heimildaskrá, og gefa áhugsömum lesendum möguleika á að kafa dýpra í fræðin. Bókinni er ætlað að höfða til breiðs hóps, bæði almennings og fagfólks sem vinnur með fjölskyldur, svo sem félagsráðgjafa, kennara, þroskaþjálfa, presta og lögfræðinga, og er hagnýtt gildi hennar ótvírætt. UPPBygging BóKarinnar Bókinni er skipt í tíu kafla auk formála, inngangs, tilvísanaskrár og heimildaskrár. Uppbygging bókarinnar er aðgengileg. Ítarlegt efnisyfirlit er yfir kaflana tíu auk allra undirkaflanna. Kaflarnir hefjast allir á spurningum sem höfundur leitast síðan við að svara og geta þær einnig nýst vel í umræðuhópum og í vinnu með fjölskyldum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.